„Liðin héldu að þau væru með svörin við að spila gegn okkur svo við breyttum spurningunni“ Andri Már Eggertsson skrifar 20. júní 2024 20:35 John Andrews, þjálfari Víkings, og Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, takast í hendurnar eftir leik. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Víkingur var fyrsta liðið til að vinna Breiðablik á tímabilinu. Víkingur vann 2-1 sigur og John Andrews, þjálfari Víkings, var hátt uppi eftir sigurinn. „Þetta er enginn galdur bara erfiðisvinna og við höfum spilað þannig í tæp tvö ár. Við erum nýliðar og flest lið héldu að þau væru með svörin við að spila gegn okkur svo við breyttum spurningunni. Ég verð að hrósa Blikum og það er ástæða fyrir því að þær eru efstar í deildinni,“ sagði John Andrews eftir leik. Víkingur komst yfir í fyrri hálfleik og John var nokkuð ánægður með spilamennsku liðsins í fyrri hálfleik sem skilaði 1-0 forystu. „Við spiluðum ákveðna taktík þar sem við tókum áhættu og það skildi eftir svæði í vörninni en við erum með góða varnarmenn, miðjan hjá okkur var einnig frábær í kvöld og ég ætla ekki einu sinni að nefna framherjana sem spiluðu frábærlega.“ „Ég verð að hrósa dómurunum sem dæmdu leikinn frábærlega fyrir bæði lið. Bergrós [Lilja Unudóttir] er ein sú besta á landinu að dæma.“ John Andrews var gríðarlega ánægður með Bergdísi Sveinsdóttur sem skoraði fyrsta mark Víkings og fékk skiptingu eftir 72 mínútur þar sem hún var búin að hlaupa úr sér lungun. „Þær hlupu allar mikið. Ég vil ekki taka fyrir einstaka leikmenn en Bergdís er eins og dóttir fyrir mér. Við þurftum að spila henni hægra megin og hún er öflug í að finna pláss milli leikmanna og hún fann svæði milli varnarmanna og skoraði. Þetta minnti á skallamark Jude Bellingham fyrir England þar sem hún fleygði sér á þetta og ég er svo stoltur af henni.“ Breiðablik kom til baka og fékk færi í seinni hálfleik áður en Víkingur bætti við öðru marki. John talaði um að tölfræði skipti ekki öllu máli heldur líka hvað þú leggur á þig í leiknum. „Stundum talar fólk mikið um sendingar og prósentu með boltann sem er fallegt. Þú verður samt líka að gefa hrós fyrir hjarta, vilja og karakter og þú færð ekkert meira af því en hjá Víkingi.“ John viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður undir lokin þar sem Breiðablik minnkaði muninn og fékk færi til þess að jafna. „Ég vil ekki blóta en ég var stressaður þegar að fyrirgjöfin undir lokin kom. Já ég var stressaður en stress er gott ef þú ert stressaður þá þýðir það að þú sért að vinna leiki og gera vel,“ sagði John að lokum sem var strax byrjaður að hugsa um Stjörnuna í næsta leik. Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjá meira
„Þetta er enginn galdur bara erfiðisvinna og við höfum spilað þannig í tæp tvö ár. Við erum nýliðar og flest lið héldu að þau væru með svörin við að spila gegn okkur svo við breyttum spurningunni. Ég verð að hrósa Blikum og það er ástæða fyrir því að þær eru efstar í deildinni,“ sagði John Andrews eftir leik. Víkingur komst yfir í fyrri hálfleik og John var nokkuð ánægður með spilamennsku liðsins í fyrri hálfleik sem skilaði 1-0 forystu. „Við spiluðum ákveðna taktík þar sem við tókum áhættu og það skildi eftir svæði í vörninni en við erum með góða varnarmenn, miðjan hjá okkur var einnig frábær í kvöld og ég ætla ekki einu sinni að nefna framherjana sem spiluðu frábærlega.“ „Ég verð að hrósa dómurunum sem dæmdu leikinn frábærlega fyrir bæði lið. Bergrós [Lilja Unudóttir] er ein sú besta á landinu að dæma.“ John Andrews var gríðarlega ánægður með Bergdísi Sveinsdóttur sem skoraði fyrsta mark Víkings og fékk skiptingu eftir 72 mínútur þar sem hún var búin að hlaupa úr sér lungun. „Þær hlupu allar mikið. Ég vil ekki taka fyrir einstaka leikmenn en Bergdís er eins og dóttir fyrir mér. Við þurftum að spila henni hægra megin og hún er öflug í að finna pláss milli leikmanna og hún fann svæði milli varnarmanna og skoraði. Þetta minnti á skallamark Jude Bellingham fyrir England þar sem hún fleygði sér á þetta og ég er svo stoltur af henni.“ Breiðablik kom til baka og fékk færi í seinni hálfleik áður en Víkingur bætti við öðru marki. John talaði um að tölfræði skipti ekki öllu máli heldur líka hvað þú leggur á þig í leiknum. „Stundum talar fólk mikið um sendingar og prósentu með boltann sem er fallegt. Þú verður samt líka að gefa hrós fyrir hjarta, vilja og karakter og þú færð ekkert meira af því en hjá Víkingi.“ John viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður undir lokin þar sem Breiðablik minnkaði muninn og fékk færi til þess að jafna. „Ég vil ekki blóta en ég var stressaður þegar að fyrirgjöfin undir lokin kom. Já ég var stressaður en stress er gott ef þú ert stressaður þá þýðir það að þú sért að vinna leiki og gera vel,“ sagði John að lokum sem var strax byrjaður að hugsa um Stjörnuna í næsta leik.
Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjá meira