Forsætisráðherra vill ekki víkja fyrir forsetanum á 17. júní Heimir Már Pétursson skrifar 24. júní 2024 14:20 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði til nokkrar breytingar í kveðjuávarpi sínu til Alþingis þegar hann frestað fundum þess aðfarnótt sunnudags. Vísir Bjarni Benediktsson telur ekki tímabært að breyta þeirri hefð að forsætisráðherra flytji ávarp við hátíðarhöld á Austurvelli hinn 17. júní og í hans stað flytji forsetinn ávarp eins og Guðni Th. Jóhannesson lagði til við frestun þingfunda. Hins vegar komi til álita að útbúa aðstöðu fyrir forsetann á Þingvöllum eins og Guðni lagði til. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands minnti á í kveðjuávarpi sínu til Alþingis aðfararnótt sunnudags að forsetinn væri eini fulltrúi þjóðarinnar sem kjósendur gætu valið í beinni kosningu. Forsetanum væri ætlað að gegna sameiningarskyldum við þjóðina. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands benti á ýmislegt sem honum finnst að mætti breyta í kveðjuávarpi sínu til Alþingis.Vísir/Vilhelm „Ekki hef ég viljað vekja máls á því opinberlega á meðan ég sit sjálfur á Bessastöðum en í ljósi hinnar einstöku stöðu forseta Íslands í stjórnskipun og samfélagi tel ég fara vel á því að sá eða sú sem því embætti gegnir flytji ávarp til þjóðarinnar á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn frekar en forsætisráðherra eins og venja hefur verið,“ sagði Guðni. Þar færi stjórnmálaleiðtogi sem talaði frá degi til dags fyrir hönd ríkisstjórnar eða síns flokks. Sá maður væri því í öðrum sporum en forseti hverju sinni. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tekur ekki undir þessa hugmynd. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra bendir á að löng hefði væri fyrir því að forsætisráðherra ávarpi hátíðarhöldin á 17. júní.Vísir/Vilhelm „Ég er nú svona íhaldsmaður í grunninn og það er mjög löng hefð fyrir því á Íslandi að forsætisráðherra ávarpi þjóðina á 17. júní. Mér finnst kannski engin sérstök ástæða til að taka upp þá löngu hefð og endurhugsa hana,“ segir Bjarni. Hins vegar tæki hann undir með forsetanum að gott væri að skapa vettvang þar sem hann gæti ávarpað þjóðina. Mörgum þætti til dæmis of lítið gert úr 1. desember og kannski væri það tækifæri til að skapa forsetanum vettvang. Forsetinn minnti þingheim einnig á að fyrr í þessum mánuði hefði þess verið minnst að 80 ár væru liðin frá stofnun lýðveldisins á Þingvöllum hinn 17. júní 1944. Fjöldi manns hafi komið þar saman og alþingismenn kosið fyrsta forseta Íslands. Forsætisráðherra hefur afnot að Þingvallabænum en forseti Íslands á í engin hús að venda á Þingvöllum nema sem gestur annarra.Vísir/Vilhelm „Nú er nýlokið viðamiklum endurbótum á Þingvallabænum góða. Vel færi á því að forseti ætti þar tryggan og formlegan sess en þurfi ekki að vera gestur á tignum stað, til dæmis þegar aðra þjóðhöfðingja ber að garði,“ sagði forsetinn. Þarna virðist Guðni mælast til þess að forsetaembættið ætti hlutdeild í Þingvallabústaðnum. „Eitt útilokar ekki annað. Við ráðherrar og þingmenn erum gestir á Bessastöðum. Þarna er ráðherrabústaður á Þingvöllum sem á sér líka mjög langa sögu alveg aftur til alþingishátíðarinnar (1930),“ segir Bjarni og virðist ekki hrifinn af því að deila Þingvallabænum með forsetanum. Það útloki hins vegar ekki að forsetinn ætti einhvern móttökubústað eða samastað á Þingvallasvæðinu. „Já, ég myndi þá frekar hallast að því að byggja aðstöðu fyrir það. Það er kannski ekki heppilegt að menn fari að skipta fasteign eins og þessari milli embætta," sagði Bjarni Benediktsson. Forseti Íslands Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Þingvellir 17. júní Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Lagði til breytingar á ræðuhöldum á sautjánda júní Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði til að forsetinn héldi ræðu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn í stað forsætisráðherra eins og tíðkast hefur. Þetta sagði hann þegar hann frestaði þingfundum 154. löggjafarþings á fyrsta tímanum í nótt. Fundum Alþingis verður fram haldið þann tíunda september. 23. júní 2024 00:29 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands minnti á í kveðjuávarpi sínu til Alþingis aðfararnótt sunnudags að forsetinn væri eini fulltrúi þjóðarinnar sem kjósendur gætu valið í beinni kosningu. Forsetanum væri ætlað að gegna sameiningarskyldum við þjóðina. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands benti á ýmislegt sem honum finnst að mætti breyta í kveðjuávarpi sínu til Alþingis.Vísir/Vilhelm „Ekki hef ég viljað vekja máls á því opinberlega á meðan ég sit sjálfur á Bessastöðum en í ljósi hinnar einstöku stöðu forseta Íslands í stjórnskipun og samfélagi tel ég fara vel á því að sá eða sú sem því embætti gegnir flytji ávarp til þjóðarinnar á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn frekar en forsætisráðherra eins og venja hefur verið,“ sagði Guðni. Þar færi stjórnmálaleiðtogi sem talaði frá degi til dags fyrir hönd ríkisstjórnar eða síns flokks. Sá maður væri því í öðrum sporum en forseti hverju sinni. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tekur ekki undir þessa hugmynd. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra bendir á að löng hefði væri fyrir því að forsætisráðherra ávarpi hátíðarhöldin á 17. júní.Vísir/Vilhelm „Ég er nú svona íhaldsmaður í grunninn og það er mjög löng hefð fyrir því á Íslandi að forsætisráðherra ávarpi þjóðina á 17. júní. Mér finnst kannski engin sérstök ástæða til að taka upp þá löngu hefð og endurhugsa hana,“ segir Bjarni. Hins vegar tæki hann undir með forsetanum að gott væri að skapa vettvang þar sem hann gæti ávarpað þjóðina. Mörgum þætti til dæmis of lítið gert úr 1. desember og kannski væri það tækifæri til að skapa forsetanum vettvang. Forsetinn minnti þingheim einnig á að fyrr í þessum mánuði hefði þess verið minnst að 80 ár væru liðin frá stofnun lýðveldisins á Þingvöllum hinn 17. júní 1944. Fjöldi manns hafi komið þar saman og alþingismenn kosið fyrsta forseta Íslands. Forsætisráðherra hefur afnot að Þingvallabænum en forseti Íslands á í engin hús að venda á Þingvöllum nema sem gestur annarra.Vísir/Vilhelm „Nú er nýlokið viðamiklum endurbótum á Þingvallabænum góða. Vel færi á því að forseti ætti þar tryggan og formlegan sess en þurfi ekki að vera gestur á tignum stað, til dæmis þegar aðra þjóðhöfðingja ber að garði,“ sagði forsetinn. Þarna virðist Guðni mælast til þess að forsetaembættið ætti hlutdeild í Þingvallabústaðnum. „Eitt útilokar ekki annað. Við ráðherrar og þingmenn erum gestir á Bessastöðum. Þarna er ráðherrabústaður á Þingvöllum sem á sér líka mjög langa sögu alveg aftur til alþingishátíðarinnar (1930),“ segir Bjarni og virðist ekki hrifinn af því að deila Þingvallabænum með forsetanum. Það útloki hins vegar ekki að forsetinn ætti einhvern móttökubústað eða samastað á Þingvallasvæðinu. „Já, ég myndi þá frekar hallast að því að byggja aðstöðu fyrir það. Það er kannski ekki heppilegt að menn fari að skipta fasteign eins og þessari milli embætta," sagði Bjarni Benediktsson.
Forseti Íslands Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Þingvellir 17. júní Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Lagði til breytingar á ræðuhöldum á sautjánda júní Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði til að forsetinn héldi ræðu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn í stað forsætisráðherra eins og tíðkast hefur. Þetta sagði hann þegar hann frestaði þingfundum 154. löggjafarþings á fyrsta tímanum í nótt. Fundum Alþingis verður fram haldið þann tíunda september. 23. júní 2024 00:29 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Lagði til breytingar á ræðuhöldum á sautjánda júní Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði til að forsetinn héldi ræðu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn í stað forsætisráðherra eins og tíðkast hefur. Þetta sagði hann þegar hann frestaði þingfundum 154. löggjafarþings á fyrsta tímanum í nótt. Fundum Alþingis verður fram haldið þann tíunda september. 23. júní 2024 00:29