Vesturnorræna samstarfið aldrei verið mikilvægara Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júlí 2024 11:52 Eyjólfur Guðmundsson tekur við stjórnarformennsku við háskólann á Grænlandi. Auðunn Níelsson Eyjólfur Guðmundsson fráfarandi rektor háskólans á Akureyri hefur tekið við stöðu stjórnarformanns Grænlandsháskóla, Ilisimatusarfik á máli þeirra. Eyjólfur segist hafa tekið við stöðunni með það í huga að stuðla að auknu samstarfi norrænu eyjaþjóðina í ljósi viðsjárverðar stöðu í heimsmálunum. Hann var kjörinn formaður af stjórninni sem skipa, ásamt fulltrúum nemenda og starfsmanna, erlendir aðilar sem og aðilar úr fjölbreyttum sviðum grænlensks samfélags. „Þetta er afskaplega spennandi verkefni og það verður gaman að geta fylgt eftir því norðurslóðastarfi sem ég vann sem rektor,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Eyjólfur mun ekki flytja til Grænlands heldur getur hann sinnt störfum sínum að heiman og flogið til Nuuk á fundi sem eru nokkrum sinnum á ári. Tækifæri til samtals Grænlenski miðillinn Sermitsiaq greindi frá ráðningunni í síðasta mánuði. Í frétt þeirra um málið er haft eftir þingmanni að háskólinn hafi glímt við erfitt starfsumhverfi sem varð til þess að hópur starfsmanna og stjórnenda sagði upp störfum. Eyjólfur Guðmundsson segir þessa nýju stöðu sína vera tækifæri til samtals og segir norðurslóðasamstarfið vera mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Hann segist vona að reynsla hans sem rektor háskólans á Akureyri geti jafnframt komið að gagni í Nuuk. „Út frá minni reynslu sem rektor er engin spurning að vesturnorrænt samstarf er orðið miklu mikilvægara en það hefur verið í heimspólitískum skilningi eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu. Allt norðurslóðasamstarf er mjög erfitt og jafnvel nánast stopp,“ segir Eyjólfur. Þurfum að vinna saman „Þess vegna hef ég verið mikill talsmaður þess að við veitum núna Vesturnorræna samstarfinu sérstaklega mikla athygli. Þar sem að Grænland, Ísland og Færeyjar geta unnið sameiginlega að sínum hagsmunum og þurfa að gera það í þessum stórveldaleik sem er hafinn,“ bætir hann við. „Við getum sagt að ég hafi tekið þetta að mér að hluta til með þá sýn í huga að við, þessar þrjár þjóðir, þurfum að vinna meira saman,“ segir Eyjólfur. Háskólar Grænland Akureyri Utanríkismál Færeyjar Skóla- og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Hann var kjörinn formaður af stjórninni sem skipa, ásamt fulltrúum nemenda og starfsmanna, erlendir aðilar sem og aðilar úr fjölbreyttum sviðum grænlensks samfélags. „Þetta er afskaplega spennandi verkefni og það verður gaman að geta fylgt eftir því norðurslóðastarfi sem ég vann sem rektor,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Eyjólfur mun ekki flytja til Grænlands heldur getur hann sinnt störfum sínum að heiman og flogið til Nuuk á fundi sem eru nokkrum sinnum á ári. Tækifæri til samtals Grænlenski miðillinn Sermitsiaq greindi frá ráðningunni í síðasta mánuði. Í frétt þeirra um málið er haft eftir þingmanni að háskólinn hafi glímt við erfitt starfsumhverfi sem varð til þess að hópur starfsmanna og stjórnenda sagði upp störfum. Eyjólfur Guðmundsson segir þessa nýju stöðu sína vera tækifæri til samtals og segir norðurslóðasamstarfið vera mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Hann segist vona að reynsla hans sem rektor háskólans á Akureyri geti jafnframt komið að gagni í Nuuk. „Út frá minni reynslu sem rektor er engin spurning að vesturnorrænt samstarf er orðið miklu mikilvægara en það hefur verið í heimspólitískum skilningi eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu. Allt norðurslóðasamstarf er mjög erfitt og jafnvel nánast stopp,“ segir Eyjólfur. Þurfum að vinna saman „Þess vegna hef ég verið mikill talsmaður þess að við veitum núna Vesturnorræna samstarfinu sérstaklega mikla athygli. Þar sem að Grænland, Ísland og Færeyjar geta unnið sameiginlega að sínum hagsmunum og þurfa að gera það í þessum stórveldaleik sem er hafinn,“ bætir hann við. „Við getum sagt að ég hafi tekið þetta að mér að hluta til með þá sýn í huga að við, þessar þrjár þjóðir, þurfum að vinna meira saman,“ segir Eyjólfur.
Háskólar Grænland Akureyri Utanríkismál Færeyjar Skóla- og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira