Segja Ásgeir Helga hafa verið 20 mínútur í stæðinu Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2024 15:54 Isavia Innanlandsflugvellir standa fast á sínu, segja Ásgeir Helga hafa lagt í P1 þar sem gjaldtaka hefst að fimmtán mínútum liðnum. Svar hefur borist frá Isavia Innanlandsflugi vegna erindis Ásgeirs Helga Þrastarsonar um reikning vegna bílastæðis við Reykjavíkurflugvöll. Þar segir meðal annars að Viðkomandi viðskiptavinur lagði bíl sínum á P1 bílastæðinu og var í tæpar 5 mínútur umfram gjaldfrjálsa tímann. Vísir greindi frá raunum Ásgeirs Helga fyrr í dag og leitaði þá til Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia. Guðjón setti sig í samband við Isavia Innanlandsflugvelli vegna fréttarinnar um gjaldtöku á Reykjavíkurflugvelli. Það fer hér í heild sinni neðar en Sigrún Björk Jakobsdóttur er framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla. Svar Isavia Innanlandsflugi: „Nokkur umfjöllun hefur verið í fréttum í dag um viðskiptavin á bílastæði Reykjavíkurflugvallar sem sendi Isavia Innanlandsflugvöllum erindi vegna reiknings sem honum barst fyrir notkun bílastæðisins. Erindið frá viðkomandi barst Isavia Innanlandsflugvöllum á tólfta tímanum í dag og var verið að vinna svar til hans þegar umfjöllun um málið kom í fjölmiðlum. Viðkomandi lagði bíl sínum á bílastæði þar sem gjaldtaka hófst í síðasta mánuði. Eins og fram hefur komið víða eru tvö gjaldsvæði á bílastæðunum við Reykjavíkurflugvöll, P1 þar sem gjaldtaka hefst að fimmtán mínútum liðnum og P2 þar sem gjaldtaka hefst að 45 mínútum liðnum. Viðkomandi viðskiptavinur lagði bíl sínum á P1 bílastæðinu og var þar – samkvæmt myndavélakerfi okkar – í tæpar 5 mínútur umfram gjaldfrjálsa tímann. Ef bíl er lagt lengur en í 15 mínútur á P1 bílastæðinu á Reykjavíkurflugvelli þarf að greiða 500 krónur fyrir fyrstu klukkustundina. Ef það er gert innan tveggja sólahringa frá því ekið er út af stæðinu með þeim greiðsluleiðum sem eru í boði bætist ekkert þjónustugjald við. Hafi rukkun borist í heimabanka bíleiganda eru þessir tveir sólahringar liðnir og þá bætist 1.490 króna þjónustugjald við. Hér má finna nánari upplýsingar um gjaldtökuna á vef Reykjavíkurflugvallar og þær greiðsluleiðir sem eru í boði og eru til dæmis í boði afar þægilegar lausnir fyrir þá sem oft eiga erindi á flugvöllinn.“ Þessi mynd ásamt þeirri hér neðar á að sýna að Ásgeir Helgi hafi ekki gætt að sér og því hvar hann lagði. Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Bílastæði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Vísir greindi frá raunum Ásgeirs Helga fyrr í dag og leitaði þá til Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia. Guðjón setti sig í samband við Isavia Innanlandsflugvelli vegna fréttarinnar um gjaldtöku á Reykjavíkurflugvelli. Það fer hér í heild sinni neðar en Sigrún Björk Jakobsdóttur er framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla. Svar Isavia Innanlandsflugi: „Nokkur umfjöllun hefur verið í fréttum í dag um viðskiptavin á bílastæði Reykjavíkurflugvallar sem sendi Isavia Innanlandsflugvöllum erindi vegna reiknings sem honum barst fyrir notkun bílastæðisins. Erindið frá viðkomandi barst Isavia Innanlandsflugvöllum á tólfta tímanum í dag og var verið að vinna svar til hans þegar umfjöllun um málið kom í fjölmiðlum. Viðkomandi lagði bíl sínum á bílastæði þar sem gjaldtaka hófst í síðasta mánuði. Eins og fram hefur komið víða eru tvö gjaldsvæði á bílastæðunum við Reykjavíkurflugvöll, P1 þar sem gjaldtaka hefst að fimmtán mínútum liðnum og P2 þar sem gjaldtaka hefst að 45 mínútum liðnum. Viðkomandi viðskiptavinur lagði bíl sínum á P1 bílastæðinu og var þar – samkvæmt myndavélakerfi okkar – í tæpar 5 mínútur umfram gjaldfrjálsa tímann. Ef bíl er lagt lengur en í 15 mínútur á P1 bílastæðinu á Reykjavíkurflugvelli þarf að greiða 500 krónur fyrir fyrstu klukkustundina. Ef það er gert innan tveggja sólahringa frá því ekið er út af stæðinu með þeim greiðsluleiðum sem eru í boði bætist ekkert þjónustugjald við. Hafi rukkun borist í heimabanka bíleiganda eru þessir tveir sólahringar liðnir og þá bætist 1.490 króna þjónustugjald við. Hér má finna nánari upplýsingar um gjaldtökuna á vef Reykjavíkurflugvallar og þær greiðsluleiðir sem eru í boði og eru til dæmis í boði afar þægilegar lausnir fyrir þá sem oft eiga erindi á flugvöllinn.“ Þessi mynd ásamt þeirri hér neðar á að sýna að Ásgeir Helgi hafi ekki gætt að sér og því hvar hann lagði.
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Bílastæði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira