Glútenlaust gull á grillið Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 4. júlí 2024 08:01 Nú er ég á leið út á land og þurfti því að birgja okkur upp af glútenlausu fæði þar sem það er víst af skornum skammti á landsbyggðinni, úrvalið takmarkað og hillurnar oft orðnar tómar á föstudögum. Til að ná í það sem þurfti varð ég að fara í Melabúðina til að ná í glútenlaust brauð en það var ekki til. Fór svo í Nettó á Granda til að ná í glútenlaus snittubrauð en það er sjaldnast til annarsstaðar. Fór svo í Krónuna á Granda til að ná í glútenlausa pizzabotna því þeir eru 100 kalli ódýrari en í Nettó. En þeir voru ekki til í Krónunni þannig að ég fór aftur í Nettó. Glútenlaus pylsubrauð eiga víst að vera til í Krónunni en ég hef aldrei séð þau. Svo fór ég í Bónus í Miðhrauni til að ná í glútenlaus orkustykki, það voru þó til færri en ég vildi kaupa. Fór í þessa Bónusbúð því ég þurfti líka í Kost þarna við hliðina því það er eini staðurinn sem selur glútenlaust mac n' cheese. Svo kom ég við í Firði og fann þar blessuð pylsubrauðin í tveimur stærðum. Þau minni taka hálfa pylsu, XL brauðin passa fyrir íslenska pylsu. Ég keypti 5 pakka af hvorri stærð, 20 pylsubrauð til að eiga næstu vikurnar, tvö eru í hverjum pakka. Einn pakki með tveimur stórum pylsubrauðum kostar 658 krónur eða 329 krónur brauðið. Einn pakki með tveimur litlum kostar 584 krónur eða 292 krónur brauðið. Ég keypti 20 glútenlaus pylsubrauð á 6210 krónur. Venjuleg pylsubrauð frá Myllunni kosta 287, 5 í pakkanum, stykkið á 57 krónur. Krónupylsubrauð kosta enn minna, 256 krónur eða 51 krónu stykkið. 20 Myllu pylsubrauð kosta 1148 kr. 20 Krónu pylsubrauð kosta 1024 kr. 20 glútenlaus pylsubrauð kosta 6210. Þetta er bara eitt dæmi um kostnaðinn á glútenlausu fæði. Glútenlaust fæði er „lyf“ fólks með selíak-sjúkdóm sem oft er kallað glútenóþol eða glútenofnæmi. Selíak er þó ekki eiginlegt ofnæmi heldur sjálfsofnæmissjúkdómur og er eina meðhöndlunin sem til er við sjúkdómnum glútenlaust fæði ævilangt. Án þess ræðst líkaminn á þarmana, veldur bólgum, fletur út þarmatotur og kemur í veg fyrir næringarupptöku. Ómeðhöndlað getur selíak haft alvarlegar afleiðingar, valdið öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum, sykursýki, ófrjósemi, taugaröskunum, hjartasjúkdómum, næringarskorti, vaxtarskerðingu og vannæringu og krabbameini í þörmum svo eitthvað sé nefnt, með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Glútenlaust fæði er ekki lífstíll, ekki val fyrir fólk með selíak né eitthvað hollustufæði. Það varð að tískubólu því fólk hélt að það væri svo megrandi. Svo er ekki. Nema þú étir bara gulrætur og annað hreint fæði sem er glútenlaust frá náttúrunnar hendi og borðar enga unna matvöru. Það er ekki hægt að bjóða barni upp á það þegar allir eru í pylsupartýi. Ríkið tekur engan þátt í kostnaði við kaup á „lyfjum“ barns sem þarf að vera á glútenlausu fæði. Einu sinni styrkti ríkið börn á glútenlausu fæði en því var hætt árið 2019. Ástæðan skv. lögfræðingi heilbrigðisráðuneytisins er svo hljóðandi: „Reglugerðinni var breytt á sínum tíma þar sem vöruúrval glútenlausra matvara er orðið mun fjölbreyttara og betra en það var, vörurnar aðgengilegar í venjulegum matvöruverslunum og verð á vörum oft á tíðum sambærilegt við sömu vörur með glúteni“. Ég fór í fimm búðir til að finna það sem ég þurfti þannig að „aðgengilegra“ er afstætt hugtak í þessu samhengi þó ég hafi ekki þurft að fara í heilsubúð sem var eini staðurinn sem seldi þessar vörur dýrum dómum fyrir 10-20 árum. 20 Myllu pylsubrauð kosta 1148 kr. 20 Krónu pylsubrauð kosta 1024 kr. 20 glútenlaus pylsubrauð kosta 6210 kr. 6210 kr. 6210 kr. 6210 kr. Fyrir 20 pylsubrauð... glútenlaus. Hvað þýðir „sambærilegt“ í huga lögfræðings heilbrigðisráðuneytisins? Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri og móðir barns með selíak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Verðlag Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Nú er ég á leið út á land og þurfti því að birgja okkur upp af glútenlausu fæði þar sem það er víst af skornum skammti á landsbyggðinni, úrvalið takmarkað og hillurnar oft orðnar tómar á föstudögum. Til að ná í það sem þurfti varð ég að fara í Melabúðina til að ná í glútenlaust brauð en það var ekki til. Fór svo í Nettó á Granda til að ná í glútenlaus snittubrauð en það er sjaldnast til annarsstaðar. Fór svo í Krónuna á Granda til að ná í glútenlausa pizzabotna því þeir eru 100 kalli ódýrari en í Nettó. En þeir voru ekki til í Krónunni þannig að ég fór aftur í Nettó. Glútenlaus pylsubrauð eiga víst að vera til í Krónunni en ég hef aldrei séð þau. Svo fór ég í Bónus í Miðhrauni til að ná í glútenlaus orkustykki, það voru þó til færri en ég vildi kaupa. Fór í þessa Bónusbúð því ég þurfti líka í Kost þarna við hliðina því það er eini staðurinn sem selur glútenlaust mac n' cheese. Svo kom ég við í Firði og fann þar blessuð pylsubrauðin í tveimur stærðum. Þau minni taka hálfa pylsu, XL brauðin passa fyrir íslenska pylsu. Ég keypti 5 pakka af hvorri stærð, 20 pylsubrauð til að eiga næstu vikurnar, tvö eru í hverjum pakka. Einn pakki með tveimur stórum pylsubrauðum kostar 658 krónur eða 329 krónur brauðið. Einn pakki með tveimur litlum kostar 584 krónur eða 292 krónur brauðið. Ég keypti 20 glútenlaus pylsubrauð á 6210 krónur. Venjuleg pylsubrauð frá Myllunni kosta 287, 5 í pakkanum, stykkið á 57 krónur. Krónupylsubrauð kosta enn minna, 256 krónur eða 51 krónu stykkið. 20 Myllu pylsubrauð kosta 1148 kr. 20 Krónu pylsubrauð kosta 1024 kr. 20 glútenlaus pylsubrauð kosta 6210. Þetta er bara eitt dæmi um kostnaðinn á glútenlausu fæði. Glútenlaust fæði er „lyf“ fólks með selíak-sjúkdóm sem oft er kallað glútenóþol eða glútenofnæmi. Selíak er þó ekki eiginlegt ofnæmi heldur sjálfsofnæmissjúkdómur og er eina meðhöndlunin sem til er við sjúkdómnum glútenlaust fæði ævilangt. Án þess ræðst líkaminn á þarmana, veldur bólgum, fletur út þarmatotur og kemur í veg fyrir næringarupptöku. Ómeðhöndlað getur selíak haft alvarlegar afleiðingar, valdið öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum, sykursýki, ófrjósemi, taugaröskunum, hjartasjúkdómum, næringarskorti, vaxtarskerðingu og vannæringu og krabbameini í þörmum svo eitthvað sé nefnt, með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Glútenlaust fæði er ekki lífstíll, ekki val fyrir fólk með selíak né eitthvað hollustufæði. Það varð að tískubólu því fólk hélt að það væri svo megrandi. Svo er ekki. Nema þú étir bara gulrætur og annað hreint fæði sem er glútenlaust frá náttúrunnar hendi og borðar enga unna matvöru. Það er ekki hægt að bjóða barni upp á það þegar allir eru í pylsupartýi. Ríkið tekur engan þátt í kostnaði við kaup á „lyfjum“ barns sem þarf að vera á glútenlausu fæði. Einu sinni styrkti ríkið börn á glútenlausu fæði en því var hætt árið 2019. Ástæðan skv. lögfræðingi heilbrigðisráðuneytisins er svo hljóðandi: „Reglugerðinni var breytt á sínum tíma þar sem vöruúrval glútenlausra matvara er orðið mun fjölbreyttara og betra en það var, vörurnar aðgengilegar í venjulegum matvöruverslunum og verð á vörum oft á tíðum sambærilegt við sömu vörur með glúteni“. Ég fór í fimm búðir til að finna það sem ég þurfti þannig að „aðgengilegra“ er afstætt hugtak í þessu samhengi þó ég hafi ekki þurft að fara í heilsubúð sem var eini staðurinn sem seldi þessar vörur dýrum dómum fyrir 10-20 árum. 20 Myllu pylsubrauð kosta 1148 kr. 20 Krónu pylsubrauð kosta 1024 kr. 20 glútenlaus pylsubrauð kosta 6210 kr. 6210 kr. 6210 kr. 6210 kr. Fyrir 20 pylsubrauð... glútenlaus. Hvað þýðir „sambærilegt“ í huga lögfræðings heilbrigðisráðuneytisins? Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri og móðir barns með selíak.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun