Ráðherra segir fyrirkomulag borgaraþjónustunnar á Spáni ósjálfbært Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2024 06:47 Spánn er það erlenda ríki þar sem flestir íslenskir ríkisborgarar hafa búsetu eða dvelja tímabundið til lengri eða skemmri tíma þar sem ekki er rekin íslensk sendiskrifstofa, segir í svörum ráðherra. Vísir/Einar Utanríkisráðuneytið telur núverandi fyrirkomulag borgaraþjónustu á Spáni ósjálfbært til skemmri og lengri tíma. Áætlaður kostnaður við sendiskrifstofu er um 132 milljónir króna á ári að viðbættum stofnkostnaði fyrsta árið. Þetta kemur fram í svörum utanríkisráðherra, Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, við fyrirspurn Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata, um sendiráð eða sendiskrifstofu á Spáni. Þar segir að ráðuneytið hafi skoðað mögulegar útfærslur og lagt til stofnun sendiskrifstofu með tvo útsenda starfsmenn úr ráðuneytinu auk staðarráðinna starfsmanna. Ráðuneytið telji æskilegra að sendiherra fari með forstöðu skrifstofunnar enda sé skyldur gistiríkis meiri gagnvart sendiherra en öðru útsendu starfsfólki, „sem liðkar fyrir úrvinnslu þeirra mála sem rata á borð sendiráðs“. Í svörunum segir að um það bil 80 prósent af erindum og verkefnum sem berast borgaraþjónustudeild utanríkisráðuneytisins séu vegna aðstoðarbeiðna á Spáni. Gísli óskaði eftir upplýsingum um fjölda erinda síðustu fimm ár en samkvæmt svörum ráðuneytisins hefur ekki verið haldið utan um fjölda erinda sem hafa borist ellefu kjörræðismönnum Íslands á Spáni, þar sem þeir starfa í sjálfboðavinnu. „Almennt er gert ráð fyrir að kjörræðismaður sinni einstaka erindum á ársgrundvelli en álag á flesta kjörræðismenn Íslands á Spáni er langt umfram það sem eðlilegt getur talist, bæði vegna fjölda erinda og eðlis þeirra. Veiting borgaraþjónustu til stórs hóps Íslendinga á Spáni byggist því að stórum hluta á því að net sjálfboðaliða í landinu sé burðugt til að sinna vaxandi og sífelldu álagi vegna fjölda aðstoðarbeiðna. Ráðuneytið telur að þetta fyrirkomulag borgaraþjónustu á Spáni sé ósjálfbært til bæði lengri og skemmri tíma,“ segir í svörum ráðherra. Utanríkismál Spánn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslendingar erlendis Sendiráð Íslands Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum utanríkisráðherra, Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, við fyrirspurn Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata, um sendiráð eða sendiskrifstofu á Spáni. Þar segir að ráðuneytið hafi skoðað mögulegar útfærslur og lagt til stofnun sendiskrifstofu með tvo útsenda starfsmenn úr ráðuneytinu auk staðarráðinna starfsmanna. Ráðuneytið telji æskilegra að sendiherra fari með forstöðu skrifstofunnar enda sé skyldur gistiríkis meiri gagnvart sendiherra en öðru útsendu starfsfólki, „sem liðkar fyrir úrvinnslu þeirra mála sem rata á borð sendiráðs“. Í svörunum segir að um það bil 80 prósent af erindum og verkefnum sem berast borgaraþjónustudeild utanríkisráðuneytisins séu vegna aðstoðarbeiðna á Spáni. Gísli óskaði eftir upplýsingum um fjölda erinda síðustu fimm ár en samkvæmt svörum ráðuneytisins hefur ekki verið haldið utan um fjölda erinda sem hafa borist ellefu kjörræðismönnum Íslands á Spáni, þar sem þeir starfa í sjálfboðavinnu. „Almennt er gert ráð fyrir að kjörræðismaður sinni einstaka erindum á ársgrundvelli en álag á flesta kjörræðismenn Íslands á Spáni er langt umfram það sem eðlilegt getur talist, bæði vegna fjölda erinda og eðlis þeirra. Veiting borgaraþjónustu til stórs hóps Íslendinga á Spáni byggist því að stórum hluta á því að net sjálfboðaliða í landinu sé burðugt til að sinna vaxandi og sífelldu álagi vegna fjölda aðstoðarbeiðna. Ráðuneytið telur að þetta fyrirkomulag borgaraþjónustu á Spáni sé ósjálfbært til bæði lengri og skemmri tíma,“ segir í svörum ráðherra.
Utanríkismál Spánn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslendingar erlendis Sendiráð Íslands Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira