Hélt að hann myndi aldrei vinna aftur: „Ég get ekki hætt að gráta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2024 16:01 Lewis Hamilton þurfti að bíða í tvö ár, sjö mánuði og tvo daga eftir sigri. Kym Illman/Getty Images Lewis Hamilton, sigursælasti ökuþór Formúlu 1 frá upphafi, gat ekki haldið aftur af tárunum eftir að hann tryggði sér sigur á Silverstone-brautinni í breska kappakstrinum í gær. Þetta var fyrsti brautarsigur Hamiltons síðan í desember árið 2021, en sjöfaldi heimsmeistarinn var að vinna sína 104. keppni á ferlinum. Hann er sá ökuþór sem hefur unnið flestar keppnir í sögunni og ásamt Michael Schumacher er hann sá ökuþór sem hefur oftast orðið heimsmeistari. Eftir rúmlega tveggja ára og sjö mánaða bið eftir sigri var það því tilfinningarík stund þegar hann kom fyrstur í mark í sinni heimakeppni á Silverstone-brautinni. Með sigrinum bætti hann einnig met og er nú orðinn sá ökuþór sem hefur unnið flestar keppnir á sömu brautinni, en þetta var hans níundi sigur á Silverstone. „Ég get ekki hætt að gráta,“ sagði Hamilton er hann steig upp úr Mercedes-bílnum eftir sigurinn. „Ég hef líklega aldrei upplifað jafn tilfinningaríkan endi á kappakstri.“ „Erfiðleikarnir sem við sem lið og ég persónulega höfum gengið í gegnum. Þessi stanslausa áskorun sem við göngum öll í gegnum að koma okkur fram úr rúminu og gera okkar besta. Við lifum á tíma þar sem andleg heilsa er alvarlegt vandamál og ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi ekki þurft að ganga í gegnum þannig erfiðleika.“ Lewis on the top step of the podium. I can't stop crying 😭🥰😭🥰😭🥰#BritishGP 🇬🇧pic.twitter.com/0ILdQNBGUb— Hamilton Insights (@LH44_insights) July 7, 2024 „Það er svo oft sem að þér finnst þitt besta ekki vera nóg og það eru ótrúleg vonbrigði sem fylgja því.“ „Það hafa klárlega verið augnablik frá því ég vann síðast árið 2021 þar sem mér fannst ég ekki nógu góður. Þar sem mér leið eins og ég myndi aldrei ná að vinna aftur. Ég hef aldrei áður grátið eftir sigur. Þetta kom bara. Þetta er mögnuð tilfinning og ég er þakklátur fyrir hana.“ Akstursíþróttir Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Þetta var fyrsti brautarsigur Hamiltons síðan í desember árið 2021, en sjöfaldi heimsmeistarinn var að vinna sína 104. keppni á ferlinum. Hann er sá ökuþór sem hefur unnið flestar keppnir í sögunni og ásamt Michael Schumacher er hann sá ökuþór sem hefur oftast orðið heimsmeistari. Eftir rúmlega tveggja ára og sjö mánaða bið eftir sigri var það því tilfinningarík stund þegar hann kom fyrstur í mark í sinni heimakeppni á Silverstone-brautinni. Með sigrinum bætti hann einnig met og er nú orðinn sá ökuþór sem hefur unnið flestar keppnir á sömu brautinni, en þetta var hans níundi sigur á Silverstone. „Ég get ekki hætt að gráta,“ sagði Hamilton er hann steig upp úr Mercedes-bílnum eftir sigurinn. „Ég hef líklega aldrei upplifað jafn tilfinningaríkan endi á kappakstri.“ „Erfiðleikarnir sem við sem lið og ég persónulega höfum gengið í gegnum. Þessi stanslausa áskorun sem við göngum öll í gegnum að koma okkur fram úr rúminu og gera okkar besta. Við lifum á tíma þar sem andleg heilsa er alvarlegt vandamál og ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi ekki þurft að ganga í gegnum þannig erfiðleika.“ Lewis on the top step of the podium. I can't stop crying 😭🥰😭🥰😭🥰#BritishGP 🇬🇧pic.twitter.com/0ILdQNBGUb— Hamilton Insights (@LH44_insights) July 7, 2024 „Það er svo oft sem að þér finnst þitt besta ekki vera nóg og það eru ótrúleg vonbrigði sem fylgja því.“ „Það hafa klárlega verið augnablik frá því ég vann síðast árið 2021 þar sem mér fannst ég ekki nógu góður. Þar sem mér leið eins og ég myndi aldrei ná að vinna aftur. Ég hef aldrei áður grátið eftir sigur. Þetta kom bara. Þetta er mögnuð tilfinning og ég er þakklátur fyrir hana.“
Akstursíþróttir Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira