„Stund sannleikans að renna upp“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. júlí 2024 11:01 Arnar Gunnlaugsson hefur trú á því að Víkingar komist í næstu umferð í Meistaradeild Evrópu. Vísir/Bjarni Næstu vikurnar verða strembnar hjá Víkingum en liðið leikur bæði í Evrópukeppni, Bestudeildinni og framundan er bikarúrslitaleikur í ágúst. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, segist vera spenntur fyrir leiknum við Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en uppselt er á leikinn í Víkinni. Hann verður í beinni útsendingu. Rætt var við Arnar í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Okkur hefur gengið mjög vel að rótera hópnum og þar að leiðandi hafa komið upp fá meiðsli hjá okkur, þó einhver samt sem áður. Það hefur gengið vel í deildinni, komnir í úrslit í bikarnum en núna er stund sannleikans að renna upp. Meistaradeildin að byrja. Það verður góð tilfinning að heyra Meistaradeildarlagið, þó Bestudeildar lagið sé frábært þá er Meistaradeildarlagið aðeins betra. Þannig að þegar það lag fær að hljóma í Víkinni þá held ég að það fari fiðringur um okkar stuðningsmenn, leikmenn og mig sjálfan,“ segir Arnar sem hefur stundum ekki verið nægilega ánægður með spilamennsku sinna manna síðustu vikur. Eigum einn gír inni „Ég sagði það fyrir svona þremur vikum að við ættum svona tvo gíra inni. Núna finnst mér við hafa náð einum gír til baka þannig að við erum á réttri leið. En það má samt líka alveg tala um það af hverju það er. Mögulega er það því við erum að rótera mikið sem gefur auga leið að það verður ekki sami taktur á milli leikja. Í sumum leikjum gerist það mannlega að menn byrja spara sig þegar maður er kominn í tvö núll. En okkur hefur samt tekist að landa sigrum en við eigum alveg inni frammistöðulega séð. Mér finnst við samt hafa gert ótrúlega vel hingað til í sumar. Það telur samt ekki neitt ef við klikkum á þessari ögurstund sem er núna er að fara byrja.“ Eftir að Víkingur tryggði sig í bikarúrslit gegn Stjörnunni á dögum fór hann í flug með Sölva Geir Ottesen aðstoðarþjálfara liðsins og þeir horfðu á leik með Shamrock Rovers til að undirbúa sig fyrir leikinn í kvöld. „Maður græðir svakalega mikið á því. Sérstaklega þessi litlu smáatriði. Hvernig leikmenn bregðast við mótlæti, hvernig þeir fara til baka ef þeir missa boltann. Svona hlutir sem myndavélin nær ekki. Það var mikið gagn í þessu sem styrkti okkar trú að við eigum að geta slegið þetta lið út. Breiðablik átti tvo hörkuleiki við þá í fyrra og það var svona mín tilfinning að Breiðablik væri bara ívið sterkara lið. Mun það hjálpa okkur? Nei, mögulega ekki. Kannski voru þeir eitthvað að vanmeta Blikana í fyrra sem þeir gera kannski ekki í ár. En svo var líka bara gaman að fara til Írlands. Við áttum frábæran golfhring líka sem var góður undirbúningur upp á andlegu hliðina. Þetta var bara geggjuð ferð í alla staði.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hér að neðan má sjá viðtalið við Arnar í heild sinni. Klippa: „Stund sannleikans að renna upp“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, segist vera spenntur fyrir leiknum við Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en uppselt er á leikinn í Víkinni. Hann verður í beinni útsendingu. Rætt var við Arnar í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Okkur hefur gengið mjög vel að rótera hópnum og þar að leiðandi hafa komið upp fá meiðsli hjá okkur, þó einhver samt sem áður. Það hefur gengið vel í deildinni, komnir í úrslit í bikarnum en núna er stund sannleikans að renna upp. Meistaradeildin að byrja. Það verður góð tilfinning að heyra Meistaradeildarlagið, þó Bestudeildar lagið sé frábært þá er Meistaradeildarlagið aðeins betra. Þannig að þegar það lag fær að hljóma í Víkinni þá held ég að það fari fiðringur um okkar stuðningsmenn, leikmenn og mig sjálfan,“ segir Arnar sem hefur stundum ekki verið nægilega ánægður með spilamennsku sinna manna síðustu vikur. Eigum einn gír inni „Ég sagði það fyrir svona þremur vikum að við ættum svona tvo gíra inni. Núna finnst mér við hafa náð einum gír til baka þannig að við erum á réttri leið. En það má samt líka alveg tala um það af hverju það er. Mögulega er það því við erum að rótera mikið sem gefur auga leið að það verður ekki sami taktur á milli leikja. Í sumum leikjum gerist það mannlega að menn byrja spara sig þegar maður er kominn í tvö núll. En okkur hefur samt tekist að landa sigrum en við eigum alveg inni frammistöðulega séð. Mér finnst við samt hafa gert ótrúlega vel hingað til í sumar. Það telur samt ekki neitt ef við klikkum á þessari ögurstund sem er núna er að fara byrja.“ Eftir að Víkingur tryggði sig í bikarúrslit gegn Stjörnunni á dögum fór hann í flug með Sölva Geir Ottesen aðstoðarþjálfara liðsins og þeir horfðu á leik með Shamrock Rovers til að undirbúa sig fyrir leikinn í kvöld. „Maður græðir svakalega mikið á því. Sérstaklega þessi litlu smáatriði. Hvernig leikmenn bregðast við mótlæti, hvernig þeir fara til baka ef þeir missa boltann. Svona hlutir sem myndavélin nær ekki. Það var mikið gagn í þessu sem styrkti okkar trú að við eigum að geta slegið þetta lið út. Breiðablik átti tvo hörkuleiki við þá í fyrra og það var svona mín tilfinning að Breiðablik væri bara ívið sterkara lið. Mun það hjálpa okkur? Nei, mögulega ekki. Kannski voru þeir eitthvað að vanmeta Blikana í fyrra sem þeir gera kannski ekki í ár. En svo var líka bara gaman að fara til Írlands. Við áttum frábæran golfhring líka sem var góður undirbúningur upp á andlegu hliðina. Þetta var bara geggjuð ferð í alla staði.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hér að neðan má sjá viðtalið við Arnar í heild sinni. Klippa: „Stund sannleikans að renna upp“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira