Óttist ei að gjöra gott Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar 9. júlí 2024 17:00 Suður-Frönsk vinkona mömmu ræddi við okkur á dögunum um síversnandi stjórnmálaástand í Frakklandi vegna kosninganna sem eru nú nýafstaðnar. Vöxtur hægri aflanna og ótti fólks var m.a. í umræðunni. Hún sagði okkur frá viðtali sem einhver fréttastöðin hefði tekið við eldri bónda sem bjó djúpt í próvensalskri sveit. Hann var spurður hvers vegna að hann styddi Le Front National, þ.e. öfga-hægriflokkinn. Hann svaraði því að þetta innflytjendavandamál væri náttúrulega algerlega hræðilegt, innflytjendur væru að taka allt yfir. „Nú?,“ sagði fréttamaðurinn þá og beindi upptökuvélinni að markaðstorginu. „Er mikið af þeim hér?“ Bóndinn neitaði með þjósti og fussaði yfir heimskulegri spurningunni. „Nei auðvitað ekki!“ og hélt áfram að hrista hausinn. „En hvað hræðistu þá?,“ spurði fréttamaðurinn. „Nú, ég hræddur við að verða hræddur,“ svaraði bóndinn. Og þar hitti hann naglann á höfuðið því að ég óttast einnig þennan ótta og hvers hann er megnugur! Vinkona mömmu hló að einfeldni franska bóndans og benti á að í næstu setningu fór bóndinn að ræða að allt væri í niðurníðslu í sveitunum og það sem vantaði fyrst og fremst væri fólk til að blása lífi í sveitirnar. Óttinn er prímus mótor nú eins og fyrir rúmlega 80 árum þegar fasismi og útlendingaandúð reið yfir álfuna. Óttinn stýrir stríðum, hörmungum, ofbeldi og þjóðarmorðum. Nei, ég ber ekki nýjar fréttir né gamlar. Dofin fljótum við að feigðarósi illskunnar en erum aukinheldur með stúkusæti að þjóðarmorði. Dofin segi ég því hvernig er hægt að halda sér vakandi dag eftir dag og horfa upp á morðingja murka lífið úr tveimur milljónum manns? Ég skil vel fólk sem vill ekki hlusta á fréttir, sem lætur eins og þetta sem er að gerast þarna langt í burtu komi okkur ekki við. Því hvernig er hægt að horfa upp á þessa slátrun? Þessa helför sem átti aldrei að endurtaka? Hvernig? Dag eftir dag, klukkustund eftir klukkustund, mínútu fyrir mínútu les ég fréttir af þjóðarmorði Ísraelsmanna á Palestínumönnum. Aldrei hef ég verið jafn meðvituð um stöðu mína, um forréttindi mín en einnig um hve helvíti máttlaus orð mín eða gjörðir eru. Líf mitt og vandamál, allt verður þetta svo lítilmótlegt þegar við horfum upp á barnamorð hvern einasta dag og þá þjóðernishreinsun sem á sér stað NÚNA. Enginn fjölmiðill virðist geta nefnt þessar sögulegu hörmungar réttu nafni. Hver einasti dagur byrjar með frétt um dauða Palestínubúa. Minnst 50 manns dóu í gær 8. júlí. 50 manns. Og ég hvað geri ég? Vakna, fer á fætur, bursta tennur, fer í vinnu, hjóla á kaffihús, kíki í heimsókn, fer í sumarfrí, les fréttir, skoða miðlana og reyni að muna hvað skal sniðganga, hvar ég á að mótmæla. Ég held áfram að gantast við vinina, hjálpa mömmu að flytja. Ég sé snjóinn bráðna, rigninguna rigna, sólina skína, set niður fræ, sé blóm blómstra, les bók, fer í bað, kem úr sumarfríi, fæ flensu, lifi dag eftir dag. Á dagskrá næstu viku verður á dagskrá næstu viku eins og sagði í áramótaskaupinu ´85. Lífið heldur miskunnarlaust áfram og ég er fullkomlega máttvana gagnvart ómennskunni. Á meðan Ísraelsmenn sprengja skóla, sjúkrahús, fæðingardeildir, bókasöfn, verslanir, hver einasti fermetri er ekkert nema rústir einar, hver einasta helvítis gangstétt. Ísraelsmenn skjóta sex ára barn 355 sinnum, myrða starfsmenn Rauða Hálfmánans, blaðamenn, skáld, afhöfða ungabörn, myrða heilu fjölskyldurnar, reka fólk á flótta og sprengja síðan tjaldbúðirnar þeirra. Myrða fólk sem bíður í röðum eftir að fá matarbita, myrða fólkið sem kemur með hjálpargögn til sveltandi fólks. Bandaríkjamenn, Bretar, Þjóðverjar og Frakkar, fleiri og fleiri halda áfram að senda vopn til Ísraels. Til hvers? Til þess að drepa fleira fólk, drepa fleiri börn. Sömu þjóðir reyna að senda hjálpargögn til Palestínu en Ísraelsmenn koma í veg fyrir að hjálpargögnin komist inn fyrir landamærin. Sameinuðu þjóðirnar fordæma Ísraelsmenn fyrir stríðsglæpi (og ekkert aðildarland hefur farið oftar á svig við ályktanir þaðan). Ásakanir ganga á víxl og tölurnar eru óskiljanlegar. Allt þetta fólk eru tölur í fréttum, mjög líklega rangar tölur, því margir hverjir liggja enn dauðir undir sprengjurústum. Börn finna ekki foreldra, foreldrar finna ekki börn sín. Foreldri gengur með máttlaust barn í sprengjurústum. Á meðan sendum við palestínska flóttamenn úr landi í óvissuástand. Á meðan reka íslensk stjórnvöld langveikan palestínskan dreng úr landi. Íslensk stjórnvöld eins og önnur Vestræn stjórnvöld bregðast Palestínumönnum ítrekað og það er viðbjóðslegt. Ung bróðurbörn mín líta á mig björtum augum og spyrja mig í sífellu „af hverju?" um hvaðeina, örugg í sínu skinni, vernduð af elskandi foreldrum og fjölskyldu og svo óendanlega forvitin um heiminn sem þau eru að uppgötva. Af hverju? Af hverju er himinninn blár, grasið grænt og sólin gul? Ég vildi að ég gæti svarað öllum þeirra spurningum um allt það fallega í heiminum, vonina og kærleikann. Allt þetta sem er þeim svo eðlislægt og ætti að vera okkur mönnunum. Ég vildi að heimurinn væri mér jafn nýr, hlýr og umlykjandi eins og hann er þeim. Af hverju? Af hverju myrðið þið börn, konur, menn? Við hvað erum við hrædd og af hverju erum við hrædd við að gera gott? Af hverju er þjóðarmorðið ekki stöðvað? Af hverju? Hvað óttist þið? Höfundur er skáld og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Suður-Frönsk vinkona mömmu ræddi við okkur á dögunum um síversnandi stjórnmálaástand í Frakklandi vegna kosninganna sem eru nú nýafstaðnar. Vöxtur hægri aflanna og ótti fólks var m.a. í umræðunni. Hún sagði okkur frá viðtali sem einhver fréttastöðin hefði tekið við eldri bónda sem bjó djúpt í próvensalskri sveit. Hann var spurður hvers vegna að hann styddi Le Front National, þ.e. öfga-hægriflokkinn. Hann svaraði því að þetta innflytjendavandamál væri náttúrulega algerlega hræðilegt, innflytjendur væru að taka allt yfir. „Nú?,“ sagði fréttamaðurinn þá og beindi upptökuvélinni að markaðstorginu. „Er mikið af þeim hér?“ Bóndinn neitaði með þjósti og fussaði yfir heimskulegri spurningunni. „Nei auðvitað ekki!“ og hélt áfram að hrista hausinn. „En hvað hræðistu þá?,“ spurði fréttamaðurinn. „Nú, ég hræddur við að verða hræddur,“ svaraði bóndinn. Og þar hitti hann naglann á höfuðið því að ég óttast einnig þennan ótta og hvers hann er megnugur! Vinkona mömmu hló að einfeldni franska bóndans og benti á að í næstu setningu fór bóndinn að ræða að allt væri í niðurníðslu í sveitunum og það sem vantaði fyrst og fremst væri fólk til að blása lífi í sveitirnar. Óttinn er prímus mótor nú eins og fyrir rúmlega 80 árum þegar fasismi og útlendingaandúð reið yfir álfuna. Óttinn stýrir stríðum, hörmungum, ofbeldi og þjóðarmorðum. Nei, ég ber ekki nýjar fréttir né gamlar. Dofin fljótum við að feigðarósi illskunnar en erum aukinheldur með stúkusæti að þjóðarmorði. Dofin segi ég því hvernig er hægt að halda sér vakandi dag eftir dag og horfa upp á morðingja murka lífið úr tveimur milljónum manns? Ég skil vel fólk sem vill ekki hlusta á fréttir, sem lætur eins og þetta sem er að gerast þarna langt í burtu komi okkur ekki við. Því hvernig er hægt að horfa upp á þessa slátrun? Þessa helför sem átti aldrei að endurtaka? Hvernig? Dag eftir dag, klukkustund eftir klukkustund, mínútu fyrir mínútu les ég fréttir af þjóðarmorði Ísraelsmanna á Palestínumönnum. Aldrei hef ég verið jafn meðvituð um stöðu mína, um forréttindi mín en einnig um hve helvíti máttlaus orð mín eða gjörðir eru. Líf mitt og vandamál, allt verður þetta svo lítilmótlegt þegar við horfum upp á barnamorð hvern einasta dag og þá þjóðernishreinsun sem á sér stað NÚNA. Enginn fjölmiðill virðist geta nefnt þessar sögulegu hörmungar réttu nafni. Hver einasti dagur byrjar með frétt um dauða Palestínubúa. Minnst 50 manns dóu í gær 8. júlí. 50 manns. Og ég hvað geri ég? Vakna, fer á fætur, bursta tennur, fer í vinnu, hjóla á kaffihús, kíki í heimsókn, fer í sumarfrí, les fréttir, skoða miðlana og reyni að muna hvað skal sniðganga, hvar ég á að mótmæla. Ég held áfram að gantast við vinina, hjálpa mömmu að flytja. Ég sé snjóinn bráðna, rigninguna rigna, sólina skína, set niður fræ, sé blóm blómstra, les bók, fer í bað, kem úr sumarfríi, fæ flensu, lifi dag eftir dag. Á dagskrá næstu viku verður á dagskrá næstu viku eins og sagði í áramótaskaupinu ´85. Lífið heldur miskunnarlaust áfram og ég er fullkomlega máttvana gagnvart ómennskunni. Á meðan Ísraelsmenn sprengja skóla, sjúkrahús, fæðingardeildir, bókasöfn, verslanir, hver einasti fermetri er ekkert nema rústir einar, hver einasta helvítis gangstétt. Ísraelsmenn skjóta sex ára barn 355 sinnum, myrða starfsmenn Rauða Hálfmánans, blaðamenn, skáld, afhöfða ungabörn, myrða heilu fjölskyldurnar, reka fólk á flótta og sprengja síðan tjaldbúðirnar þeirra. Myrða fólk sem bíður í röðum eftir að fá matarbita, myrða fólkið sem kemur með hjálpargögn til sveltandi fólks. Bandaríkjamenn, Bretar, Þjóðverjar og Frakkar, fleiri og fleiri halda áfram að senda vopn til Ísraels. Til hvers? Til þess að drepa fleira fólk, drepa fleiri börn. Sömu þjóðir reyna að senda hjálpargögn til Palestínu en Ísraelsmenn koma í veg fyrir að hjálpargögnin komist inn fyrir landamærin. Sameinuðu þjóðirnar fordæma Ísraelsmenn fyrir stríðsglæpi (og ekkert aðildarland hefur farið oftar á svig við ályktanir þaðan). Ásakanir ganga á víxl og tölurnar eru óskiljanlegar. Allt þetta fólk eru tölur í fréttum, mjög líklega rangar tölur, því margir hverjir liggja enn dauðir undir sprengjurústum. Börn finna ekki foreldra, foreldrar finna ekki börn sín. Foreldri gengur með máttlaust barn í sprengjurústum. Á meðan sendum við palestínska flóttamenn úr landi í óvissuástand. Á meðan reka íslensk stjórnvöld langveikan palestínskan dreng úr landi. Íslensk stjórnvöld eins og önnur Vestræn stjórnvöld bregðast Palestínumönnum ítrekað og það er viðbjóðslegt. Ung bróðurbörn mín líta á mig björtum augum og spyrja mig í sífellu „af hverju?" um hvaðeina, örugg í sínu skinni, vernduð af elskandi foreldrum og fjölskyldu og svo óendanlega forvitin um heiminn sem þau eru að uppgötva. Af hverju? Af hverju er himinninn blár, grasið grænt og sólin gul? Ég vildi að ég gæti svarað öllum þeirra spurningum um allt það fallega í heiminum, vonina og kærleikann. Allt þetta sem er þeim svo eðlislægt og ætti að vera okkur mönnunum. Ég vildi að heimurinn væri mér jafn nýr, hlýr og umlykjandi eins og hann er þeim. Af hverju? Af hverju myrðið þið börn, konur, menn? Við hvað erum við hrædd og af hverju erum við hrædd við að gera gott? Af hverju er þjóðarmorðið ekki stöðvað? Af hverju? Hvað óttist þið? Höfundur er skáld og þýðandi.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun