Skoðun

Ráðningar og arftakaáætlanir

Andrés Jónsson og Eva Ingólfsdóttir skrifa

Stjórnandi í viðskiptalífinu sagði frá því nýverið að alþjóðlega snyrtivörufyrirtækið L'Oréal ráði aldrei fólk án þess að máta það áður í allavega þrjú önnur störf innan fyrirtækisins. Störf sem viðkomandi geti mögulega vaxið upp í að sinna síðar meir.

Þó að ekki séu öll fyrirtæki af þeirri stærðargráðu að geta hugsað á þennan hátt þá lýsir þetta ákveðinni áherslu á að styðja fólk til að þróast í starfi og byggja upp fólkið sem fyrirtækið mun þurfa á að halda eftir nokkur ár.

Að hugsa, strax í ráðningarferlinu, hvaða aðrar stöður viðkomandi geti þróast í að sinna. Hvernig þú getir eflt þennan einstakling og hjálpað að vaxa, bæði fyrirtækinu og honum sjálfum til heilla.

Þetta er ekki ósvipað hugsuninni sem býr að baki arftakaáætlunum, sem töluvert hafa verið í umræðunni að undanförnu. Það eru ekki mörg íslensk fyrirtæki sem hafa tekið upp það vinnulag en að okkar mati þá getur það virkað hvetjandi fyrir einstaklinga að vera valdir til að vera hluti af arftakaáætlun.

Afraksturinn geti verið meiri tryggð og meiri metnaður í starfi.

Arftakaáætlun snýst um að við skilgreinum þær lykilstöður sem krefjast mikilvægrar þekkingar, færni og hæfni og kortleggjum hvaða einstaklingar innan fyrirtækisins geti hugsanlega tekið við þeim hlutverkun í framtíðinni. Það auðveldar okkur bæði ákvarðanir varðandi stöðuhækkanir og skipulagsbreytingar og jafnframt hvernig við hyggjumst styðja við þjálfun og starfsþróun þessara aðila.

Síðan ætti það að skila okkur enn betri ráðningarákvörðunum.

Höfundar eru ráðgjafar Góðra samskipta.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×