Arnar: Maður fær ekki allt sem maður á skilið Árni Jóhannsson skrifar 11. júlí 2024 21:45 Arnar Grétarsson fylgdist vel með því sem gerðist á vellinum gegna Vllaznia. Vísir / Anton Brink Valur náði í jafntefli gegn Vllaznia í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Leiknum lauk 2-2 en Ólafur Karl Finsen jafnaði metin þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Arnar Grétarsson var svekktur en þó þokkalega sáttur að fara ekki út með tap á bakinu. „Mér fannst við vera heilt yfir betri í leiknum og bjóst við að við myndum ná að taka yfir leikinn þegar á leið. Mér fannst við byrja leikinn mjög sterkt og komast í álitlegar stöður í leiknum. Þeir komust aðeins inn í leikinn og við fáum á okkur ódýrt mark úr föstu leikatriði og svo mjög ódýrt mark númer tvö þegar við höfum verið að liggja á þeim nánast allan seinni hálfleikinn. Við vorum búnir að komast í nokkur færi en úr því sem komið var þá var mjög gott að fá þetta jöfnunarmark því þessu einvígi er ekki lokið. Við ætlum að koma okkur áfram í þessari keppni.“ En hvað sér Arnar í andstæðingunum sem hann getur nýtt sér í næsta leik til að klára einvígið? „Þetta er bara gott lið. Þetta eru atvinnumenn og maður sér það á því hvernig þeir spila. Við megum ekki gera svona mistök eins og við gerum í seinna markinu og vera einbeittir í föstum leikatriðum. Þar eigum við að geta varist. Svo þurfum við að vera beittari í færunum okkar. Það er stutt á milli í þessu og hæglega hefði staðan getað verið allt önnur en sem betur fer förum við ekki með tap á bakinu út til Albaníu. Það gefur okkur vítamínssprautu að jafna í blálokin en ég held að þetta hafi verið fyllilega sanngjarnt. Við hefðum samt viljað vera með forystuna, sértaklega miðað við frammistöðuna en svona er þetta stundum í fótbolta. Maður fær ekki allt sem maður á skilið.“ Hæglega hefði verið hægt að koma í veg fyrir bæði mörk albanska liðsins og var Arnar spurður að því hvort hann væri svekktari með annað markið fremur en annað. „Ég á eftir að sjá hvar hann skallar boltann í fyrra markinu. Ég átti von á því að dómari frá Norður Írlandi myndi leyfa meira. Það hallaði ekki á annað liðið en hann var að flauta mikið. Aukaspyrnan sem fyrra markið kemur úr er frekar soft. Ég er frekar svekktur með annað markið þar sem er misskilningur á milli manna sem verður til þess að sóknarmaðurinn nær boltanum en svo veit ég ekki með skotið en skotið er gott. Það var rosalega blóðugt enda vorum við orðnir einum fleiri. Það var í blóðugri kantinum.“ Sambandsdeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Vllaznia 2-2 | Læti undir lokin og liðin skilja jöfn Valur gerði 2-2 jafntefli við Vllaznia frá Albaníu í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Valsmenn gáfu tvö klaufaleg mörk frá sér en gestirnir misstu mann af velli og misstu leikinn í jafntefli undir blálokin. 11. júlí 2024 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
„Mér fannst við vera heilt yfir betri í leiknum og bjóst við að við myndum ná að taka yfir leikinn þegar á leið. Mér fannst við byrja leikinn mjög sterkt og komast í álitlegar stöður í leiknum. Þeir komust aðeins inn í leikinn og við fáum á okkur ódýrt mark úr föstu leikatriði og svo mjög ódýrt mark númer tvö þegar við höfum verið að liggja á þeim nánast allan seinni hálfleikinn. Við vorum búnir að komast í nokkur færi en úr því sem komið var þá var mjög gott að fá þetta jöfnunarmark því þessu einvígi er ekki lokið. Við ætlum að koma okkur áfram í þessari keppni.“ En hvað sér Arnar í andstæðingunum sem hann getur nýtt sér í næsta leik til að klára einvígið? „Þetta er bara gott lið. Þetta eru atvinnumenn og maður sér það á því hvernig þeir spila. Við megum ekki gera svona mistök eins og við gerum í seinna markinu og vera einbeittir í föstum leikatriðum. Þar eigum við að geta varist. Svo þurfum við að vera beittari í færunum okkar. Það er stutt á milli í þessu og hæglega hefði staðan getað verið allt önnur en sem betur fer förum við ekki með tap á bakinu út til Albaníu. Það gefur okkur vítamínssprautu að jafna í blálokin en ég held að þetta hafi verið fyllilega sanngjarnt. Við hefðum samt viljað vera með forystuna, sértaklega miðað við frammistöðuna en svona er þetta stundum í fótbolta. Maður fær ekki allt sem maður á skilið.“ Hæglega hefði verið hægt að koma í veg fyrir bæði mörk albanska liðsins og var Arnar spurður að því hvort hann væri svekktari með annað markið fremur en annað. „Ég á eftir að sjá hvar hann skallar boltann í fyrra markinu. Ég átti von á því að dómari frá Norður Írlandi myndi leyfa meira. Það hallaði ekki á annað liðið en hann var að flauta mikið. Aukaspyrnan sem fyrra markið kemur úr er frekar soft. Ég er frekar svekktur með annað markið þar sem er misskilningur á milli manna sem verður til þess að sóknarmaðurinn nær boltanum en svo veit ég ekki með skotið en skotið er gott. Það var rosalega blóðugt enda vorum við orðnir einum fleiri. Það var í blóðugri kantinum.“
Sambandsdeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Vllaznia 2-2 | Læti undir lokin og liðin skilja jöfn Valur gerði 2-2 jafntefli við Vllaznia frá Albaníu í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Valsmenn gáfu tvö klaufaleg mörk frá sér en gestirnir misstu mann af velli og misstu leikinn í jafntefli undir blálokin. 11. júlí 2024 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Leik lokið: Valur - Vllaznia 2-2 | Læti undir lokin og liðin skilja jöfn Valur gerði 2-2 jafntefli við Vllaznia frá Albaníu í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Valsmenn gáfu tvö klaufaleg mörk frá sér en gestirnir misstu mann af velli og misstu leikinn í jafntefli undir blálokin. 11. júlí 2024 21:00