Gary Lineker vill banna orðin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 12:00 Gary Lineker er komin með nóg af umræðunni um að fótboltinn sé að koma heim. Þau færi bara ill álög yfir enska landsliðð. EPA-EFE/WILL OLIVER Gary Lineker, knattspyrnusérfræðingur og fyrrum landsliðsmaður Englendinga, vill alls ekki heyra ákveðin orð í aðdraganda úrslitaleik Englands og Spánar um Evrópumeistaratitilinn. Lineker hefur bannað orðin í umfjöllun breska ríkisútvarpsins í aðdraganda leiksins. „Við bönnum þessi orð,“ sagði Gary Lineker sem stýrir umræðuþáttum um keppnina. Það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart um hvaða orð hann er að tala. Gary Lineker: Stoppa orden i BBC! https://t.co/YlCWL7Vanj— Sportbladet (@sportbladet) July 13, 2024 Þessi setning kemur alltaf fram þegar enska landsliðið tekur þátt í stórmótum í fótbolta. Það fór fyrst á flug í tengslum við Evrópumótið 2021 en var enn meira áberandi fyrir HM í Katar 2022. Enska liðið tapaði í úrslitaleik á EM 2021 á heimavelli en datt úr í átta liða úrslitum á HM 2022. Nú er enska liðið komið alla leið í úrslitaleikinn á EM 2024. Frammistaðan hefur ekki verið sannfærandi en heppnin, sem hefur yfirgefið Englendinga svo oft á stórmótum síðustu áratuga, hefur svo sannarlega verið með enska liðinu á Evrópumótinu í Þýskalandi. Orðin sem um ræðir eru:„Football's coming home“ eða „fótboltinn er að koma heim“ sem kemur úr laginu „Three Lions“ sem er gælunafn enska landsliðsins. Lineker er á því að notkunin á þessum orðið færi Englendingum ólukku og ill álög en enska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki unnið stórmót síðan á HM 1966. „Við bönnum þessi orð því þau hafa aðeins fært okkur ógæfu í öll þessu ár,“ sagði Lineker en The Mirror segir frá. Það verður athyglisvert að sjá hvort kollegar hans hlýði. "It's coming home..." ❌Gary Lineker has quipped talk of football coming home is banned during the BBC's coverage of the Euro 2024 final to avoid jinxing England 😅💬https://t.co/zRaS06ibgn pic.twitter.com/aHEqvH4r63— Mirror Football (@MirrorFootball) July 12, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira
Lineker hefur bannað orðin í umfjöllun breska ríkisútvarpsins í aðdraganda leiksins. „Við bönnum þessi orð,“ sagði Gary Lineker sem stýrir umræðuþáttum um keppnina. Það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart um hvaða orð hann er að tala. Gary Lineker: Stoppa orden i BBC! https://t.co/YlCWL7Vanj— Sportbladet (@sportbladet) July 13, 2024 Þessi setning kemur alltaf fram þegar enska landsliðið tekur þátt í stórmótum í fótbolta. Það fór fyrst á flug í tengslum við Evrópumótið 2021 en var enn meira áberandi fyrir HM í Katar 2022. Enska liðið tapaði í úrslitaleik á EM 2021 á heimavelli en datt úr í átta liða úrslitum á HM 2022. Nú er enska liðið komið alla leið í úrslitaleikinn á EM 2024. Frammistaðan hefur ekki verið sannfærandi en heppnin, sem hefur yfirgefið Englendinga svo oft á stórmótum síðustu áratuga, hefur svo sannarlega verið með enska liðinu á Evrópumótinu í Þýskalandi. Orðin sem um ræðir eru:„Football's coming home“ eða „fótboltinn er að koma heim“ sem kemur úr laginu „Three Lions“ sem er gælunafn enska landsliðsins. Lineker er á því að notkunin á þessum orðið færi Englendingum ólukku og ill álög en enska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki unnið stórmót síðan á HM 1966. „Við bönnum þessi orð því þau hafa aðeins fært okkur ógæfu í öll þessu ár,“ sagði Lineker en The Mirror segir frá. Það verður athyglisvert að sjá hvort kollegar hans hlýði. "It's coming home..." ❌Gary Lineker has quipped talk of football coming home is banned during the BBC's coverage of the Euro 2024 final to avoid jinxing England 😅💬https://t.co/zRaS06ibgn pic.twitter.com/aHEqvH4r63— Mirror Football (@MirrorFootball) July 12, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira