Ógleymanleg gleðivíma að koma út Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. júlí 2024 07:00 Margrét Rán semur og flytur Pride lagið í ár undir listamannsnafninu RÁN. Jakob Hermannsson „Ég fór strax að hugsa um litlu Margréti sem var að fara á sitt fyrsta Pride. Tilfinningin var bara gleðivíma,“ segir tónlistarkonan Margrét Rán sem er á bak við Pride lagið í ár. Hún er sömuleiðis að fara af stað með nýtt sólóverkefni undir nafninu Rán en blaðamaður ræddi við hana um listina og hinseginleikann. Hér má heyra Pride lagið Gleðivíma með Rán og Páli Óskari: Klippa: RÁN ft. Páll Óskar - Gleðivíma Rammalaust alter-egó „Þetta er alveg splunkunýtt verkefni hjá mér og ég er að reyna að kynnast því og í raun sjálfri mér líka. Rán er smá svona alter-egó hjá mér og mig langar ekki að setja það í box. Þetta þarf eiginlega að vera rammalaust,“ segir Margrét Rán. Plötuumslagið fyrir lagið, hannað af Jakobi Hermannssyni.Jakob Hermannsson Margrét Rán segir að sólóverkefnið hafi verið draumur hjá sér í dágóða stund en hún er í partýgírnum um þessar mundir. „Þetta hefur blundað lengi í undirmeðvitundinni en það er svo oft nauðsynlegt að fá eitthvað svona verkefni og spark í rassinn til þess að maður kýli á þetta. Ég er náttúrulega búin að vera lengi í Vök en hljómsveitin er í smá dvala núna. Svo er ég í bullandi fíling með GusGus og þessar hljómsveitir hafa verið stór hluti af mínu einkenni. Í GusGus kviknaði á einhverri teknódívu hjá mér sem ég hef fundið þörf til að þróa lengra. Mér finnst alveg ótrúlega gaman að flytja danstónlist, mér finnst það skemmtilegra en að flytja róleg lög akkúrat núna.“ Margrét Rán er full tilhlökkunar fyrir sóló verkefninu.Elísabet Blöndal „Ákveðið fokk-it yfirbragð“ Hún segist spennt að þróa sólóverkefnið í nýjar áttir. Ég hef hugsað um að jafnvel DJ-a sóló lögin mín, búa til remix og opna svolítið á pródúsentinn í mér. Ég hef nefnilega lengi verið að pródúsera og mig langar að leggja meiri áherslu á pródúsentinn Margréti Rán eða bara Rán. Mig langar sömuleiðis að vinna með fólki og jafnvel ekki syngja neitt sjálf á sumum lögum. Það er ákveðið fokk-it yfirbragð á þessu hjá mér. Mig langar líka að leggja meiri áherslu á að konur séu að pródúsera, það er nauðsynlegt. Svo finnst mér íslenska tónlistarsenan eiga svo mikið inni í danstónlist þó að GusGus sé auðvitað algjörlega búið að ryðja veginn og búa til sitt einkenni.“ Margrét Rán vill leggja meiri áherslu á að konur séu að pródúsera.Elísabet Blöndal Ógleymanlegt fyrsta Pride Aðspurð hvernig Pride lagið Gleðivíma kom til segir Margrét: „Alexander Aron hafði samband við mig fyrir hönd Hinsegin daga í Reykjavík og spurði mig hvort ég vildi gera Pride lagið í ár. Ég fór að velta fyrir mér hvort ég ætti að gera það undir Vök eða fá GusGus með mér. Þá sá ég fullkomið tækifæri til að gera þetta undir mínu eigin nafni, það var líka svo gott að vera með tímamörk og þurfa að skila þessu af mér. Ég fór þá að hugsa hvað langar mig að segja? Ég fór strax í litlu Margréti sem var að fara á sitt fyrsta Pride fimmtán ára gömul sama ár sem ég kom út. Ég sótti einhvern veginn strax í þessa tilfinningu, ég nýkomin út með nýju vinkonum mínum, þarna var ég að kynnast senunni og þetta var bara svo ótrúlega gaman og spennandi. Palli var auðvitað þarna drónandi yfir öllu og hann var og er svo ótrúlega einkennandi fyrir Pride, algjör stjarna á sturluðum vagni. Þetta var algjör gleðivíma, sem lagið einmitt heitir. Ég fékk Röggu Hólm með mér í að gera texta sem er á íslensku og Óli Alexander sem var með mér í Vök hjálpaði mér líka. Ég er búin að semja svo lengi á ensku og ég ákvað að vera óhrædd við að fá fólk til að hjálpa mér að klára. Stundum er svo erfitt að klára. Þegar maður er í hljómsveit er alltaf hægt að ræða hlutina og taka sameiginlega ákvörðun um að eitthvað sé tilbúið. Það er auðveldara að vinna með fólki og maður gerir líka ekkert einn.“ View this post on Instagram A post shared by Margrét Rán (@margretranmagnus) Æðislegt að fá Pál Óskar með Margrét Rán segist ögra sér mikið með þessu verkefni og er óhrædd við það. „Ég var eiginlega ómeðvitað að semja viðlagið með það í huga hvernig Páll Óskar myndi syngja þetta og var búin að setja inn gervigreindar rödd sem líktist Palla. Ég hugsaði svo bara á ég ekki bara að heyra í Palla! Ég sendi honum lagið og hann var mjög til í þetta. Við tókum nokkru stúdíó session saman og þetta var æðislegt.“ Lagið kemur út núna tveimur vikum fyrir Pride en Margrét frumflytur lagið í Hljómskálagarðinum að lokinni Gleðigöngu og segir líklegt að Palli verði með henni á sviðinu.“ Margrét Rán segist elska Pride og hefur spilað þar nokkrum sinnum, meðal annars með Vök. „Ég og Daníel Ágúst tókum Higher og David í fyrra og það var tryllt. Það er líka eitthvað með danstónlistina og hinsegin senuna, þetta er svo stórkostleg blanda. Sérstaklega svona húsuð danstónlist sem sækir svo mikinn innblástur í hinseginleikann. Ég eignaðist barn í fyrra og er ekki búin að vera mikið að pæla í senunni og klúbbunum en núna er búið að blunda í mér vá hvað mig langar að kveikja í einhverjum listrænum neista. Ég er ótrúlega spennt fyrir því að þróa þetta og gera eitthvað concept.“ Margrét Rán er mjög spennt að þróa sóló-verkefnið í ýmsar skemmtilegar áttir.Elísabet Blöndal „Pride er stjörnumerkið mitt“ Hún segir sömuleiðis kærkomið að hitta samfélagið sitt, dansa og hafa gaman. „Vinahópurinn minn er auðvitað orðinn fullorðinn en maður þarf alls ekki að hætta að hafa gaman. Mig langar sömuleiðis að túra Pride um heiminn og leggja meiri áherslu á hinseginleikann í listinni. Ég segi oft að Pride sé stjörnumerkið mitt. Það hefur alltaf verið ótrúlega stór partur af mér að vera out and proud. Fjölskyldan mín tók svo ótrúlega vel í þetta og ég upplifði svo mikið frelsi sem er því miður ekki reynslan hjá öllum. Pride er svo mikilvægt. Í laginu segi ég meðal annars: Kannski sérðu það í dag á meðan þú dansar og syngur við þetta lag, hleyptu nýjum heimi að á meðan þú veifar fánanum í takt. Þetta er til dæmis fyrir fólk sem veit kannski ekki alveg hvað það er, kemur á Pride og það opnast eitthvað nýtt. Mig langar klárlega að veita fólki innblástur að vera það sjálft,“ segir Margrét Rán að lokum. Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify. Hinsegin Gleðigangan Tónlist Menning Tengdar fréttir Hvað stoltust af því að vera lesbía „Ég held að það að vera hinsegin sé eitthvað sem ég er hvað stoltust af í lífinu,“ segir tónlistarkonan Margrét Rán sem er hvað þekktust fyrir að vera meðlimur í tveimur stórum íslenskum hljómsveitum, Vök og GusGus. 11. nóvember 2023 07:01 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hér má heyra Pride lagið Gleðivíma með Rán og Páli Óskari: Klippa: RÁN ft. Páll Óskar - Gleðivíma Rammalaust alter-egó „Þetta er alveg splunkunýtt verkefni hjá mér og ég er að reyna að kynnast því og í raun sjálfri mér líka. Rán er smá svona alter-egó hjá mér og mig langar ekki að setja það í box. Þetta þarf eiginlega að vera rammalaust,“ segir Margrét Rán. Plötuumslagið fyrir lagið, hannað af Jakobi Hermannssyni.Jakob Hermannsson Margrét Rán segir að sólóverkefnið hafi verið draumur hjá sér í dágóða stund en hún er í partýgírnum um þessar mundir. „Þetta hefur blundað lengi í undirmeðvitundinni en það er svo oft nauðsynlegt að fá eitthvað svona verkefni og spark í rassinn til þess að maður kýli á þetta. Ég er náttúrulega búin að vera lengi í Vök en hljómsveitin er í smá dvala núna. Svo er ég í bullandi fíling með GusGus og þessar hljómsveitir hafa verið stór hluti af mínu einkenni. Í GusGus kviknaði á einhverri teknódívu hjá mér sem ég hef fundið þörf til að þróa lengra. Mér finnst alveg ótrúlega gaman að flytja danstónlist, mér finnst það skemmtilegra en að flytja róleg lög akkúrat núna.“ Margrét Rán er full tilhlökkunar fyrir sóló verkefninu.Elísabet Blöndal „Ákveðið fokk-it yfirbragð“ Hún segist spennt að þróa sólóverkefnið í nýjar áttir. Ég hef hugsað um að jafnvel DJ-a sóló lögin mín, búa til remix og opna svolítið á pródúsentinn í mér. Ég hef nefnilega lengi verið að pródúsera og mig langar að leggja meiri áherslu á pródúsentinn Margréti Rán eða bara Rán. Mig langar sömuleiðis að vinna með fólki og jafnvel ekki syngja neitt sjálf á sumum lögum. Það er ákveðið fokk-it yfirbragð á þessu hjá mér. Mig langar líka að leggja meiri áherslu á að konur séu að pródúsera, það er nauðsynlegt. Svo finnst mér íslenska tónlistarsenan eiga svo mikið inni í danstónlist þó að GusGus sé auðvitað algjörlega búið að ryðja veginn og búa til sitt einkenni.“ Margrét Rán vill leggja meiri áherslu á að konur séu að pródúsera.Elísabet Blöndal Ógleymanlegt fyrsta Pride Aðspurð hvernig Pride lagið Gleðivíma kom til segir Margrét: „Alexander Aron hafði samband við mig fyrir hönd Hinsegin daga í Reykjavík og spurði mig hvort ég vildi gera Pride lagið í ár. Ég fór að velta fyrir mér hvort ég ætti að gera það undir Vök eða fá GusGus með mér. Þá sá ég fullkomið tækifæri til að gera þetta undir mínu eigin nafni, það var líka svo gott að vera með tímamörk og þurfa að skila þessu af mér. Ég fór þá að hugsa hvað langar mig að segja? Ég fór strax í litlu Margréti sem var að fara á sitt fyrsta Pride fimmtán ára gömul sama ár sem ég kom út. Ég sótti einhvern veginn strax í þessa tilfinningu, ég nýkomin út með nýju vinkonum mínum, þarna var ég að kynnast senunni og þetta var bara svo ótrúlega gaman og spennandi. Palli var auðvitað þarna drónandi yfir öllu og hann var og er svo ótrúlega einkennandi fyrir Pride, algjör stjarna á sturluðum vagni. Þetta var algjör gleðivíma, sem lagið einmitt heitir. Ég fékk Röggu Hólm með mér í að gera texta sem er á íslensku og Óli Alexander sem var með mér í Vök hjálpaði mér líka. Ég er búin að semja svo lengi á ensku og ég ákvað að vera óhrædd við að fá fólk til að hjálpa mér að klára. Stundum er svo erfitt að klára. Þegar maður er í hljómsveit er alltaf hægt að ræða hlutina og taka sameiginlega ákvörðun um að eitthvað sé tilbúið. Það er auðveldara að vinna með fólki og maður gerir líka ekkert einn.“ View this post on Instagram A post shared by Margrét Rán (@margretranmagnus) Æðislegt að fá Pál Óskar með Margrét Rán segist ögra sér mikið með þessu verkefni og er óhrædd við það. „Ég var eiginlega ómeðvitað að semja viðlagið með það í huga hvernig Páll Óskar myndi syngja þetta og var búin að setja inn gervigreindar rödd sem líktist Palla. Ég hugsaði svo bara á ég ekki bara að heyra í Palla! Ég sendi honum lagið og hann var mjög til í þetta. Við tókum nokkru stúdíó session saman og þetta var æðislegt.“ Lagið kemur út núna tveimur vikum fyrir Pride en Margrét frumflytur lagið í Hljómskálagarðinum að lokinni Gleðigöngu og segir líklegt að Palli verði með henni á sviðinu.“ Margrét Rán segist elska Pride og hefur spilað þar nokkrum sinnum, meðal annars með Vök. „Ég og Daníel Ágúst tókum Higher og David í fyrra og það var tryllt. Það er líka eitthvað með danstónlistina og hinsegin senuna, þetta er svo stórkostleg blanda. Sérstaklega svona húsuð danstónlist sem sækir svo mikinn innblástur í hinseginleikann. Ég eignaðist barn í fyrra og er ekki búin að vera mikið að pæla í senunni og klúbbunum en núna er búið að blunda í mér vá hvað mig langar að kveikja í einhverjum listrænum neista. Ég er ótrúlega spennt fyrir því að þróa þetta og gera eitthvað concept.“ Margrét Rán er mjög spennt að þróa sóló-verkefnið í ýmsar skemmtilegar áttir.Elísabet Blöndal „Pride er stjörnumerkið mitt“ Hún segir sömuleiðis kærkomið að hitta samfélagið sitt, dansa og hafa gaman. „Vinahópurinn minn er auðvitað orðinn fullorðinn en maður þarf alls ekki að hætta að hafa gaman. Mig langar sömuleiðis að túra Pride um heiminn og leggja meiri áherslu á hinseginleikann í listinni. Ég segi oft að Pride sé stjörnumerkið mitt. Það hefur alltaf verið ótrúlega stór partur af mér að vera out and proud. Fjölskyldan mín tók svo ótrúlega vel í þetta og ég upplifði svo mikið frelsi sem er því miður ekki reynslan hjá öllum. Pride er svo mikilvægt. Í laginu segi ég meðal annars: Kannski sérðu það í dag á meðan þú dansar og syngur við þetta lag, hleyptu nýjum heimi að á meðan þú veifar fánanum í takt. Þetta er til dæmis fyrir fólk sem veit kannski ekki alveg hvað það er, kemur á Pride og það opnast eitthvað nýtt. Mig langar klárlega að veita fólki innblástur að vera það sjálft,“ segir Margrét Rán að lokum. Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify.
Hinsegin Gleðigangan Tónlist Menning Tengdar fréttir Hvað stoltust af því að vera lesbía „Ég held að það að vera hinsegin sé eitthvað sem ég er hvað stoltust af í lífinu,“ segir tónlistarkonan Margrét Rán sem er hvað þekktust fyrir að vera meðlimur í tveimur stórum íslenskum hljómsveitum, Vök og GusGus. 11. nóvember 2023 07:01 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hvað stoltust af því að vera lesbía „Ég held að það að vera hinsegin sé eitthvað sem ég er hvað stoltust af í lífinu,“ segir tónlistarkonan Margrét Rán sem er hvað þekktust fyrir að vera meðlimur í tveimur stórum íslenskum hljómsveitum, Vök og GusGus. 11. nóvember 2023 07:01