Heimsleikarnir gætu byrjað klukkan sex um morguninn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2024 09:01 Katrín Tanja Davíðsdóttir gat ekki tekið þátt í tímabilinu í ár vegna bakmeiðsla en hún heimsótti á dögunum fyrrum æfingafélaga sinn Cole Sager sem var að undirbúa sig fyrir heimsleikana ásamt fleirum. @katrintanja Það styttist í heimsleikana í CrossFit sem að þessu sinni fara fram í Texas fylki í Bandaríkjunum. Fyrsti keppnisdagurinn í ár er fimmtudaginn 8. ágúst og það er þegar búið að tilkynna um fyrstu greinina. Hún mun snúast um sund og útihlaup eins og við höfum séð áður. Keppendur munu hlaupa í kringum Marine Creek vatnið og synda einnig í vatninu. Þetta verður líklegast hópstart og því mikið fjör. Fer fram rétt hjá Dallas Marine Creek Lake er rétt fyrir utan Forth Wort sem er hluti stórborgarsvæði Dallas-Fort Worth-Arlington og er fjórða stærsta stórborgarsvæði Bandaríkjanna. Það sem er nýtt í ár er keppnistíminn. CrossFit fólkið þekkir það vissulega að þurfa að byrja daginn snemma en þá kannski að vakna klukkan sjö en ekki byrja að keppa klukkan sjö. Nú verður hins vegar breyting á þessu og keppendur þurfa væntanlega að vakna og borða morgunmatinn sinn um miðja nótt. „Við munum byrja klukkan sjö um morguninn, þannig mjög snemma um morguninn,“ sagði Dave Castro íþróttastjóri leikanna í spjalli við The Barbell Spin eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar sem heimsleikarnir fara nú fram mun sunnar á hnettinum en í Madison þá gæti orðið mjög heitt á þessum tíma. Það kallar á það að byrja keppnina mjög snemma. Gæti flýtt keppni frá sjö til sex „Í vikunni fyrir leikana þá munum við prófa þessa fyrstu grein klukkan sjö um morguninn til að sjá hvernig þetta kemur út hvað varðar hitann og annað slíkt. Ef að það verður of heitt á þeim tíma þá þurfum við bara að byrja keppnina klukkan sex,“ sagði Castro. „Við munum byrja keppnina þennan morgunn það er bara spurning um klukkan hvað,“ sagði Castro. Björgvin Karl Guðmundsson er sá eini frá Íslandi sem keppir á heimsleikum fullorðinna í ár en keppni í aldursflokkum og fötlunarflokkum er nú haldið sér. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin) CrossFit Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Fyrsti keppnisdagurinn í ár er fimmtudaginn 8. ágúst og það er þegar búið að tilkynna um fyrstu greinina. Hún mun snúast um sund og útihlaup eins og við höfum séð áður. Keppendur munu hlaupa í kringum Marine Creek vatnið og synda einnig í vatninu. Þetta verður líklegast hópstart og því mikið fjör. Fer fram rétt hjá Dallas Marine Creek Lake er rétt fyrir utan Forth Wort sem er hluti stórborgarsvæði Dallas-Fort Worth-Arlington og er fjórða stærsta stórborgarsvæði Bandaríkjanna. Það sem er nýtt í ár er keppnistíminn. CrossFit fólkið þekkir það vissulega að þurfa að byrja daginn snemma en þá kannski að vakna klukkan sjö en ekki byrja að keppa klukkan sjö. Nú verður hins vegar breyting á þessu og keppendur þurfa væntanlega að vakna og borða morgunmatinn sinn um miðja nótt. „Við munum byrja klukkan sjö um morguninn, þannig mjög snemma um morguninn,“ sagði Dave Castro íþróttastjóri leikanna í spjalli við The Barbell Spin eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar sem heimsleikarnir fara nú fram mun sunnar á hnettinum en í Madison þá gæti orðið mjög heitt á þessum tíma. Það kallar á það að byrja keppnina mjög snemma. Gæti flýtt keppni frá sjö til sex „Í vikunni fyrir leikana þá munum við prófa þessa fyrstu grein klukkan sjö um morguninn til að sjá hvernig þetta kemur út hvað varðar hitann og annað slíkt. Ef að það verður of heitt á þeim tíma þá þurfum við bara að byrja keppnina klukkan sex,“ sagði Castro. „Við munum byrja keppnina þennan morgunn það er bara spurning um klukkan hvað,“ sagði Castro. Björgvin Karl Guðmundsson er sá eini frá Íslandi sem keppir á heimsleikum fullorðinna í ár en keppni í aldursflokkum og fötlunarflokkum er nú haldið sér. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin)
CrossFit Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira