Betri leið til að velja keppendur inn á Ólympíuleika Pawel Bartoszek skrifar 17. júlí 2024 16:00 Ólympíuleikarnir í París hefjast eftir tvær vikur. Fimm Íslendingar taka þátt, sem er vel, þótt mörg okkar myndi eflaust gleðjast ef þau yrðu örlítið fleiri. Er það má síðan spyrja sig: Er er kerfið til að velja fólk inn á Ólympíuleikanna mögulega ekki nægilega sanngjarnt og gegnsætt? Núverandi kerfi byggir á reglum fyrir hverja íþróttagrein. Stundum eru sett sérstök lágmörk, stundum er einfaldlega keppt um laus sæti og einstaka sinnum gerist það að stakir keppendur fá sérstakt boð. En þetta gæti orðið svo miklu betra! Hér er tillaga að bættu kerfi: Hvað með A, B, C ? 1. Þátttakandi í einhverju ríki sækir um að taka þátt í tiltekinni grein. Til dæmis gæti íslenska karlalandsliðið í handbolta sótt um að taka þátt í handboltakeppni Ólympíuleikanna. 2. Ólympíusamband Íslands myndi svo gefa öllum íslenskum umsækjendum einkunn á skalanum A,A- B+,B, B-, C+, C, C- og svo framvegis. Ólympíusambandið myndi auðvitað gefa strákunum okkar “A” í flestum þáttum, enda frábært landslið. 3. Allar umsóknir eru svo sendar til sérsambanda á heimsvísu. Til dæmis yrði umsókn handboltalandsliðsins send til Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, ásamt einkunnagjöf Ólympíusambandsins. 4. Alþjóðahandknattleikssambandið og önnur sérsambönd taka við einkunnunum sem Ólympíusambönd hvers ríkis gáfu keppendum en sannreyna þær ekki sérstaklega. Enda væri ómaklegt ýja að því að einhvert þeirra gæti freistast til að hífa einkunnirnar eilítið upp (eða niður). Hvers vegna ætti draga heilindi Ólympíusambandanna í efa? 5. Alþjóðahandknattleikssambandið og önnur sérsambönd ræsa upp Excel og raða öllum keppendum sem sóttu um út frá einkunnum sem sendar voru inn og nánari reiknireglum sem hvert sérsamband setur sér sjálft. Þegar niðurstaðan liggur fyrir er keppendum sem fá sæti á Ólympíuleikunum tilkynnt um niðurstöðuna en útreikningarnir sjálfir eru ekki birtir opinberlega. Það er eðlilegt að treysta sérsamböndunum á borð við IHF vel fyrir þessu. Þetta er, jú, allt saman fagfólk. 6. Til að koma í veg fyrir að allir í heimi sæki um að taka þátt í öllum greinum og sérsamböndin drukkni í vinnu verður sett hámark á fjölda umsókna sem hver þjóð getur sent inn. Til dæmis að allar þjóðir megi senda inn tvær umsóknir og svo eina fyrir hverja milljón íbúa (með einhverri stigvaxandi skerðingu fyrir mjög fjölmennar þjóðir). Þetta þýðir að menn þurfi að vera strategískir. Kannski sóttu Bandaríkjamenn og Kínverjar ekki um að taka þátt í róðri síðast, þannig að B+ gæti dugað þar? 7. Tryggt verði að öll lönd fái að taka þátt í ólympíuleikunum með einhverjum hætti. En kannski ekki endilega í þeirri grein sem sótt var um. Íslenska handboltalandsliðið gæti til dæmis á endanum fengið boð um að taka þátt, en kannski bara í sundknattleik. Annað eins hefur nú gerst. Er meiri samræming kannski betri? Það verður auðvitað að taka fram að þátttaka í Ólympíuleikum er ekki upphaf og endir alls. En fyrst að lausu sætin eru ekki óendanlega mörg eru auðvitað sanngirnisrök með því að velja keppendur inn eftir árangri. Það má hins vegar má spyrja sig hvort sú leið sem lýst var hér að ofan sé endilega betri en þær leiðir sem nýttar hafi verið hingað til. Og ef að við komust að því að svo sé ekki, þá má alveg velta fyrir sér hvort svipuð rök gildi ekki á fleiri stöðum þar sem umsækjendur eru fleiri en sætin. Til dæmis þegar kemur að því að raða íslenskum nemendum í framhaldsskóla. En meira um það í næst. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Ólympíuleikarnir í París hefjast eftir tvær vikur. Fimm Íslendingar taka þátt, sem er vel, þótt mörg okkar myndi eflaust gleðjast ef þau yrðu örlítið fleiri. Er það má síðan spyrja sig: Er er kerfið til að velja fólk inn á Ólympíuleikanna mögulega ekki nægilega sanngjarnt og gegnsætt? Núverandi kerfi byggir á reglum fyrir hverja íþróttagrein. Stundum eru sett sérstök lágmörk, stundum er einfaldlega keppt um laus sæti og einstaka sinnum gerist það að stakir keppendur fá sérstakt boð. En þetta gæti orðið svo miklu betra! Hér er tillaga að bættu kerfi: Hvað með A, B, C ? 1. Þátttakandi í einhverju ríki sækir um að taka þátt í tiltekinni grein. Til dæmis gæti íslenska karlalandsliðið í handbolta sótt um að taka þátt í handboltakeppni Ólympíuleikanna. 2. Ólympíusamband Íslands myndi svo gefa öllum íslenskum umsækjendum einkunn á skalanum A,A- B+,B, B-, C+, C, C- og svo framvegis. Ólympíusambandið myndi auðvitað gefa strákunum okkar “A” í flestum þáttum, enda frábært landslið. 3. Allar umsóknir eru svo sendar til sérsambanda á heimsvísu. Til dæmis yrði umsókn handboltalandsliðsins send til Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, ásamt einkunnagjöf Ólympíusambandsins. 4. Alþjóðahandknattleikssambandið og önnur sérsambönd taka við einkunnunum sem Ólympíusambönd hvers ríkis gáfu keppendum en sannreyna þær ekki sérstaklega. Enda væri ómaklegt ýja að því að einhvert þeirra gæti freistast til að hífa einkunnirnar eilítið upp (eða niður). Hvers vegna ætti draga heilindi Ólympíusambandanna í efa? 5. Alþjóðahandknattleikssambandið og önnur sérsambönd ræsa upp Excel og raða öllum keppendum sem sóttu um út frá einkunnum sem sendar voru inn og nánari reiknireglum sem hvert sérsamband setur sér sjálft. Þegar niðurstaðan liggur fyrir er keppendum sem fá sæti á Ólympíuleikunum tilkynnt um niðurstöðuna en útreikningarnir sjálfir eru ekki birtir opinberlega. Það er eðlilegt að treysta sérsamböndunum á borð við IHF vel fyrir þessu. Þetta er, jú, allt saman fagfólk. 6. Til að koma í veg fyrir að allir í heimi sæki um að taka þátt í öllum greinum og sérsamböndin drukkni í vinnu verður sett hámark á fjölda umsókna sem hver þjóð getur sent inn. Til dæmis að allar þjóðir megi senda inn tvær umsóknir og svo eina fyrir hverja milljón íbúa (með einhverri stigvaxandi skerðingu fyrir mjög fjölmennar þjóðir). Þetta þýðir að menn þurfi að vera strategískir. Kannski sóttu Bandaríkjamenn og Kínverjar ekki um að taka þátt í róðri síðast, þannig að B+ gæti dugað þar? 7. Tryggt verði að öll lönd fái að taka þátt í ólympíuleikunum með einhverjum hætti. En kannski ekki endilega í þeirri grein sem sótt var um. Íslenska handboltalandsliðið gæti til dæmis á endanum fengið boð um að taka þátt, en kannski bara í sundknattleik. Annað eins hefur nú gerst. Er meiri samræming kannski betri? Það verður auðvitað að taka fram að þátttaka í Ólympíuleikum er ekki upphaf og endir alls. En fyrst að lausu sætin eru ekki óendanlega mörg eru auðvitað sanngirnisrök með því að velja keppendur inn eftir árangri. Það má hins vegar má spyrja sig hvort sú leið sem lýst var hér að ofan sé endilega betri en þær leiðir sem nýttar hafi verið hingað til. Og ef að við komust að því að svo sé ekki, þá má alveg velta fyrir sér hvort svipuð rök gildi ekki á fleiri stöðum þar sem umsækjendur eru fleiri en sætin. Til dæmis þegar kemur að því að raða íslenskum nemendum í framhaldsskóla. En meira um það í næst. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun