Arnar eftir annað tap Víkings á stuttum tíma: „Við erum í öldudal“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Einar Kárason skrifa 20. júlí 2024 20:06 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. vísir/diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, segir lið sitt í öldudal eftir tap á Akureyri í 15. umferð Bestu deildar karla. Liðið féll út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu í liðinni viku og gefur nú liðunum í 2. og 3. sæti Bestu deildarinnar tækifæri á að brúa bilið. „Ef maður nýtir ekki færin þá er alltaf séns að fá blauta tusku í andlitið og Sveinn Margeir (Hauksson) gerði þetta virkilega vel í sínu færi en að sama skapi var þetta ekki nægilega sterkur varnarleikur hjá okkur.“ „Mér fannst eins og við hefðum getað klárað leikinn í fyrri hálfleik og svo voru færi í seinni hálfleik líka. Þetta minnti mig smá á Shamrock-leikina, vorum með nokkra yfirburði út á velli en það er smá ólukka og menn aðeins að stressa sig of mikið inn í teig andstæðinganna, láta of mikið á sig fá þegar færin klikka. Þá fara menn að stressast upp frekar en að slaka á því við erum lið sem fær alltaf fullt af færum.“ „Bæði þarf að hrósa KA, þeir gátu ekki spilað annan eins hálfleik og í fyrri hálfleik. Voru árásagjarnari og gerðu hlutina erfiða fyrir okkur. Svo veit maður ekki hvort það var andleg- og líkamleg þreyta sem sat í mönnum eftir Shamrock. Þegar allt kemur saman í hinn fullkomna storm verður þetta erfitt í seinni hálfleik. Fengum líka fín færi til að klára leikinn í seinni hálfleik en kannski aðeins færri en í fyrri.“ „Ég hef alltaf sagt að þetta mót mun fara alla leið, það eru of góð lið í þessari deild. Svo þegar menn eru að berjast á öllum vígstöðvum þá minnkar bilið á milli liðanna og þess háttar sem gerir þetta skemmtilegt fyrir áhorfendur.“ „Við erum í öldudal núna en það eru alltaf lið sem lenda í öldudal á hverju sumri, þurfum bara að sjá til þess að öldudalurinn verði ekki fjórir eða fimm leikir. Það eru núna komnir þrír leikir og það er að mínu mati óskandi að það muni linna núna sem fyrst. Ef það heldur áfram þá verður það sem stefndi í gördjöss sumar einfaldlega vont,“ sagði Arnar að endingu. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
„Ef maður nýtir ekki færin þá er alltaf séns að fá blauta tusku í andlitið og Sveinn Margeir (Hauksson) gerði þetta virkilega vel í sínu færi en að sama skapi var þetta ekki nægilega sterkur varnarleikur hjá okkur.“ „Mér fannst eins og við hefðum getað klárað leikinn í fyrri hálfleik og svo voru færi í seinni hálfleik líka. Þetta minnti mig smá á Shamrock-leikina, vorum með nokkra yfirburði út á velli en það er smá ólukka og menn aðeins að stressa sig of mikið inn í teig andstæðinganna, láta of mikið á sig fá þegar færin klikka. Þá fara menn að stressast upp frekar en að slaka á því við erum lið sem fær alltaf fullt af færum.“ „Bæði þarf að hrósa KA, þeir gátu ekki spilað annan eins hálfleik og í fyrri hálfleik. Voru árásagjarnari og gerðu hlutina erfiða fyrir okkur. Svo veit maður ekki hvort það var andleg- og líkamleg þreyta sem sat í mönnum eftir Shamrock. Þegar allt kemur saman í hinn fullkomna storm verður þetta erfitt í seinni hálfleik. Fengum líka fín færi til að klára leikinn í seinni hálfleik en kannski aðeins færri en í fyrri.“ „Ég hef alltaf sagt að þetta mót mun fara alla leið, það eru of góð lið í þessari deild. Svo þegar menn eru að berjast á öllum vígstöðvum þá minnkar bilið á milli liðanna og þess háttar sem gerir þetta skemmtilegt fyrir áhorfendur.“ „Við erum í öldudal núna en það eru alltaf lið sem lenda í öldudal á hverju sumri, þurfum bara að sjá til þess að öldudalurinn verði ekki fjórir eða fimm leikir. Það eru núna komnir þrír leikir og það er að mínu mati óskandi að það muni linna núna sem fyrst. Ef það heldur áfram þá verður það sem stefndi í gördjöss sumar einfaldlega vont,“ sagði Arnar að endingu.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira