„Þessi leikur fyrir okkur var úrslitaleikur“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 21. júlí 2024 18:45 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, á hliðarlínunni í dag Vísir/HAG „Góð tilfinning að fá loksins sigurleik,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir fyrsta sigurleik liðsins síðan 2. maí, en liðið vann stórsigur á Tindastóli 4-1 í dag á Würth vellinum. „Við lögðum upp úr þessum grunngildum í dag að fara tilbúnar inn í leikinn og sýna það á vellinum að við værum að berjast fyrir sæti okkar í deildinni og líka það á móti liði eins og Tindastól sem er líkamlega sterkt og beinskeytt lið. Mér fannst stelpurnar gera þetta virkilega vel í dag,“ sagði Gunnar Magnús um frammistöðu síns liðs í dag. Liðið lenti þó snemma undir í leiknum í dag, en á 10. mínútu skoraði Jordyn Rhodes fyrir gestina. Aðspurður hvort það hafi ekki verið skellur fyrir liðið á þeim tímapunkti, þá játaði Gunnar Magnússon það. „Vissulega og við höfum kannski ekki verið að höndla það eins vel og í fyrra, þar sem við vorum mjög oft að lenda undir og þá var bara karakter sem bjó í liðinu og liðsheild og við höfðuðum dálítið til þess í dag. Hvort sem við myndum lenda í einhverju mótlæti eða lenda undir, þá ætluðum við bara alltaf að halda áfram. Mér fannst við sýna í dag þann karakter sem við sýndum oft á tíðum í fyrra.“ Staðan var jöfn í hálfleik en Fylkiskonur skoruðu snemma í síðari hálfleik og bættu svo við þá forystu tveimur mörkum á lokakaflanum. En hvað sagði Gunnar Magnús við sína leikmenn í hálfleik? „Við bara skerptum aðeins á hlutunum og reyndum að halda áfram og vera duglegar áfram. Það var bara númer eitt tvö og þrjú hjá okkur í dag, vinnusemin, dugnaðurinn og viljinn og mér fannst þær gera það hrikalega vel. Annars skerptum við líka aðeins á sóknarhlutum í hálfleik, en annars var það bara að halda áfram og hafa trú á hlutunum. Þær gerðu það og það með stæl.“ Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Fylki, en liðið hefur nú jafnað Keflavík að stigum á botni deildarinnar og er aðeins tveimur stigum frá Tindastóli. „Við erum búin að koma okkur nær hinum liðunum. Þessi leikur fyrir okkur var úrslitaleikur, algjör. Með tapi hérna í dag þá hefðum við bara verið í mjög slæmri stöðu, en núna getum við byggt á þessu og fengið sjálfstraust. Þegar gengur illa hrynur sjálfstraustið en við gerðum þetta vel í dag og gerðum fjögur mörk. Í fyrra og á undirbúningstímabilinu vorum við að skora mikið, en það hefur hikstað verulega í sumar og það að gera fjögur mörk í dag er frábært,“ sagði Gunnar Magnús að lokum. Fótbolti Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
„Við lögðum upp úr þessum grunngildum í dag að fara tilbúnar inn í leikinn og sýna það á vellinum að við værum að berjast fyrir sæti okkar í deildinni og líka það á móti liði eins og Tindastól sem er líkamlega sterkt og beinskeytt lið. Mér fannst stelpurnar gera þetta virkilega vel í dag,“ sagði Gunnar Magnús um frammistöðu síns liðs í dag. Liðið lenti þó snemma undir í leiknum í dag, en á 10. mínútu skoraði Jordyn Rhodes fyrir gestina. Aðspurður hvort það hafi ekki verið skellur fyrir liðið á þeim tímapunkti, þá játaði Gunnar Magnússon það. „Vissulega og við höfum kannski ekki verið að höndla það eins vel og í fyrra, þar sem við vorum mjög oft að lenda undir og þá var bara karakter sem bjó í liðinu og liðsheild og við höfðuðum dálítið til þess í dag. Hvort sem við myndum lenda í einhverju mótlæti eða lenda undir, þá ætluðum við bara alltaf að halda áfram. Mér fannst við sýna í dag þann karakter sem við sýndum oft á tíðum í fyrra.“ Staðan var jöfn í hálfleik en Fylkiskonur skoruðu snemma í síðari hálfleik og bættu svo við þá forystu tveimur mörkum á lokakaflanum. En hvað sagði Gunnar Magnús við sína leikmenn í hálfleik? „Við bara skerptum aðeins á hlutunum og reyndum að halda áfram og vera duglegar áfram. Það var bara númer eitt tvö og þrjú hjá okkur í dag, vinnusemin, dugnaðurinn og viljinn og mér fannst þær gera það hrikalega vel. Annars skerptum við líka aðeins á sóknarhlutum í hálfleik, en annars var það bara að halda áfram og hafa trú á hlutunum. Þær gerðu það og það með stæl.“ Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Fylki, en liðið hefur nú jafnað Keflavík að stigum á botni deildarinnar og er aðeins tveimur stigum frá Tindastóli. „Við erum búin að koma okkur nær hinum liðunum. Þessi leikur fyrir okkur var úrslitaleikur, algjör. Með tapi hérna í dag þá hefðum við bara verið í mjög slæmri stöðu, en núna getum við byggt á þessu og fengið sjálfstraust. Þegar gengur illa hrynur sjálfstraustið en við gerðum þetta vel í dag og gerðum fjögur mörk. Í fyrra og á undirbúningstímabilinu vorum við að skora mikið, en það hefur hikstað verulega í sumar og það að gera fjögur mörk í dag er frábært,“ sagði Gunnar Magnús að lokum.
Fótbolti Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira