Í sambandi við Suðurnesin Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar 22. júlí 2024 12:00 Framkvæmdir eru hafnar á ný við Suðurnesjalínu 2, framkvæmdir sem munu skila íbúum á svæðinu meira orkuöryggi, betri lífsgæðum og um leið færa okkur skrefi nær orkuskiptunum, en Suðurnesjalína 2 er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu sem gegnir þar lykilhlutverki. Þetta eru tímamót í orkusögunni og við hlökkum til að skrifa þennan kafla sem hefur átt sér langa forsögu, sögu sem nær aftur til ársins 2005. Eins og í góðum sögum hefur gengið á ýmsu en við skulum fara örstutt aftur í tímann þegar Suðurnesjalína var hluti af verkefni sem hét Suðvesturlínur og var verkefni í flutningskerfinu sem náði frá Hellisheiði að Geithálsi, í Hafnarfjörð og út á Reykjanes. Undirbúningur tók tíma og í september 2009 féllst Skipulagsstofnun á mat okkar hjá Landsneti á umhverfisáhrifum með skilyrðum. Verkefnið Suðvesturlínur varð ekki að veruleika og á fyrri hluta árs 2011 hófst undirbúningur á Suðurnesjalínu 2, en brýn nauðsyn var að ráðast í þá framkvæmd til að bæta afhendingaröryggi á Suðurnesjum og auka flutningsgetu milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Næstu ár var línan í umræðunni á sama tíma og bara ein lína flutti rafmagn til og frá svæðinu með óásættanlegu afhendingaröryggi og með Reykjanesið undir í jarðskjálftum og eldgosum. Framkvæmdaleyfi komu og fóru, mikil umræða var um línuleiðina, jarðstrengi og loftlínur, landeigendur á hluta línuleiðarinnar voru ósáttir, ákvörðun var tekin um eignarnám og um tíma var línan fyrir dómstólum þar sem eignarnámið var á endanum fellt úr gildi og okkur gert að skoða betur möguleika á að leggja jarðstreng á hluta línuleiðarinnar. Í kjölfar dóma Hæstaréttar fór fram umfangsmikið mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og fleiri kostir metnir. Var þá lagður fram valkostur sem Skipulagsstofnun samþykkti í apríl 2022 og sveitarfélögin á línuleiðinni gáfu framkvæmdaleyfi fyrir og er línan á aðalskipulagi allra sveitarfélaganna og á svæðisskipulagi. Nú hefur verið samið við um 96% af landeigendum en ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála hefur heimilað eignarnám á þeim jörðum þar sem ekki hafa náðst samningar við alla landeigendur. Þetta er auðvitað örsaga sem hér er sögð og stiklað á stóru en í dag horfum við til framtíðar sem er ljós. Við erum nú þegar byrjuð á slóðagerð og í kjölfarið verður borað fyrir stagfestum og undirstöður settar niður. Öllum helstu innkaupum og útboðum er lokið og möstur, leiðarar og annað efni komið í framleiðslu. Stefnt er að því að línan verði tekin í rekstur haustið 2025. Okkur hjá Landsneti langar til að þakka öllum sem hafa komið að línunni undanfarin ár, sveitarstjórnarfólki sem við höfum átt í samskiptum við, stjórnvöldum, landeigendum, hagsmunaaðilum og verkefnaráði, fyrir samtalið sem skiptir okkur miklu máli. Samtal sem mun halda áfram á meðan á framkvæmd stendur og við stingum Suðurnesjalínu 2 í samband. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar á ný við Suðurnesjalínu 2, framkvæmdir sem munu skila íbúum á svæðinu meira orkuöryggi, betri lífsgæðum og um leið færa okkur skrefi nær orkuskiptunum, en Suðurnesjalína 2 er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu sem gegnir þar lykilhlutverki. Þetta eru tímamót í orkusögunni og við hlökkum til að skrifa þennan kafla sem hefur átt sér langa forsögu, sögu sem nær aftur til ársins 2005. Eins og í góðum sögum hefur gengið á ýmsu en við skulum fara örstutt aftur í tímann þegar Suðurnesjalína var hluti af verkefni sem hét Suðvesturlínur og var verkefni í flutningskerfinu sem náði frá Hellisheiði að Geithálsi, í Hafnarfjörð og út á Reykjanes. Undirbúningur tók tíma og í september 2009 féllst Skipulagsstofnun á mat okkar hjá Landsneti á umhverfisáhrifum með skilyrðum. Verkefnið Suðvesturlínur varð ekki að veruleika og á fyrri hluta árs 2011 hófst undirbúningur á Suðurnesjalínu 2, en brýn nauðsyn var að ráðast í þá framkvæmd til að bæta afhendingaröryggi á Suðurnesjum og auka flutningsgetu milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Næstu ár var línan í umræðunni á sama tíma og bara ein lína flutti rafmagn til og frá svæðinu með óásættanlegu afhendingaröryggi og með Reykjanesið undir í jarðskjálftum og eldgosum. Framkvæmdaleyfi komu og fóru, mikil umræða var um línuleiðina, jarðstrengi og loftlínur, landeigendur á hluta línuleiðarinnar voru ósáttir, ákvörðun var tekin um eignarnám og um tíma var línan fyrir dómstólum þar sem eignarnámið var á endanum fellt úr gildi og okkur gert að skoða betur möguleika á að leggja jarðstreng á hluta línuleiðarinnar. Í kjölfar dóma Hæstaréttar fór fram umfangsmikið mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og fleiri kostir metnir. Var þá lagður fram valkostur sem Skipulagsstofnun samþykkti í apríl 2022 og sveitarfélögin á línuleiðinni gáfu framkvæmdaleyfi fyrir og er línan á aðalskipulagi allra sveitarfélaganna og á svæðisskipulagi. Nú hefur verið samið við um 96% af landeigendum en ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála hefur heimilað eignarnám á þeim jörðum þar sem ekki hafa náðst samningar við alla landeigendur. Þetta er auðvitað örsaga sem hér er sögð og stiklað á stóru en í dag horfum við til framtíðar sem er ljós. Við erum nú þegar byrjuð á slóðagerð og í kjölfarið verður borað fyrir stagfestum og undirstöður settar niður. Öllum helstu innkaupum og útboðum er lokið og möstur, leiðarar og annað efni komið í framleiðslu. Stefnt er að því að línan verði tekin í rekstur haustið 2025. Okkur hjá Landsneti langar til að þakka öllum sem hafa komið að línunni undanfarin ár, sveitarstjórnarfólki sem við höfum átt í samskiptum við, stjórnvöldum, landeigendum, hagsmunaaðilum og verkefnaráði, fyrir samtalið sem skiptir okkur miklu máli. Samtal sem mun halda áfram á meðan á framkvæmd stendur og við stingum Suðurnesjalínu 2 í samband. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun