„Margt fólk að tjá sig sem veit ekkert“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2024 08:01 Glódís Perla fagnar sigrinum á Þýskalandi. Vísir/Anton Brink Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði og leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi, naut þess sérstaklega vel að vinna þýska landsliðið á dögunum. Hún fagnar skoðanaskiptum um landsliðið, þó þau eigi til að vera misgáfuleg. Glódís segir tilfinninguna hafa verið sérstaklega góða í hópnum komandi inn í verkefnið fyrr í mánuðinum. „Maður fann það, þegar ég kom inn í verkefnið, að það var ótrúlega mikill hugur í liðinu, góð einbeiting og mikill kraftur frá fyrstu æfingu út alla vikuna. Það var mjög gaman og maður fékk svo mikla orku við að koma inn í hópinn. Það skiptir ótrúlega miklu máli og okkur langaði að klára þetta á heimavelli,“ segir Glódís Perla. En hversu stórt er þetta, að vinna Þýskaland 3-0? „Þetta er gríðarlega stórt. Það er ótrúlega gaman að hugsa til baka hvað þetta var frábær dagur í alla staði. Að vinna Þýskaland, ekki bara fyrir slysni, ef maður getur orðað það svoleiðis. Við áttum það skilið. Að vinna þær 3-0, ég held þetta sé stærsta tap Þýskalands í mörg ár,“ „Þeim finnst örugglega vandræðalegt að hafa tapað á móti okkur. Það er gaman fyrir mig af því að ég spila úti líka,“ segir Glódís brosandi. Umræðan af hinu góða, þó misjöfn sé Landsliðið hefur sætt gagnrýni síðustu misseri sem það svaraði sannarlega fyrir með þessum stóra sigri. En hvað gefur Glódís Perla fyrir þá gagnrýni? „Mega ekki allir vera með sína skoðun. Ég hef alltaf sagt það, fólk má hafa þær skoðanir sem það vill. Hins vegar eru rosalega margt fólk að tjá sig sem veit ekkert, veit lítið um kvennafótbotla og fylgist ekkert með,“ „Og það er rosalega auðvelt að fylgjast með í dag. Ef mann langar að hafa skoðun á þessu og að tjá sig er mjög auðvelt að vera upplýstur. En nei, nei það er bara flott að það sé umræða og ég held að það sé lykillinn í þessu, að það sé umræða og að fólki sé ekki sama,“ segir Glódís. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Fleiri bútar úr viðtalinu við Glódísi verða birtir á næstu dögum. Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Glódís segir tilfinninguna hafa verið sérstaklega góða í hópnum komandi inn í verkefnið fyrr í mánuðinum. „Maður fann það, þegar ég kom inn í verkefnið, að það var ótrúlega mikill hugur í liðinu, góð einbeiting og mikill kraftur frá fyrstu æfingu út alla vikuna. Það var mjög gaman og maður fékk svo mikla orku við að koma inn í hópinn. Það skiptir ótrúlega miklu máli og okkur langaði að klára þetta á heimavelli,“ segir Glódís Perla. En hversu stórt er þetta, að vinna Þýskaland 3-0? „Þetta er gríðarlega stórt. Það er ótrúlega gaman að hugsa til baka hvað þetta var frábær dagur í alla staði. Að vinna Þýskaland, ekki bara fyrir slysni, ef maður getur orðað það svoleiðis. Við áttum það skilið. Að vinna þær 3-0, ég held þetta sé stærsta tap Þýskalands í mörg ár,“ „Þeim finnst örugglega vandræðalegt að hafa tapað á móti okkur. Það er gaman fyrir mig af því að ég spila úti líka,“ segir Glódís brosandi. Umræðan af hinu góða, þó misjöfn sé Landsliðið hefur sætt gagnrýni síðustu misseri sem það svaraði sannarlega fyrir með þessum stóra sigri. En hvað gefur Glódís Perla fyrir þá gagnrýni? „Mega ekki allir vera með sína skoðun. Ég hef alltaf sagt það, fólk má hafa þær skoðanir sem það vill. Hins vegar eru rosalega margt fólk að tjá sig sem veit ekkert, veit lítið um kvennafótbotla og fylgist ekkert með,“ „Og það er rosalega auðvelt að fylgjast með í dag. Ef mann langar að hafa skoðun á þessu og að tjá sig er mjög auðvelt að vera upplýstur. En nei, nei það er bara flott að það sé umræða og ég held að það sé lykillinn í þessu, að það sé umræða og að fólki sé ekki sama,“ segir Glódís. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Fleiri bútar úr viðtalinu við Glódísi verða birtir á næstu dögum.
Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira