Tímabært að stokka spilin og gefa upp á nýtt Maarten Haijer skrifar 24. júlí 2024 07:01 Síðastliðinn sunnudag sagði Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem er aðaleigandi umfangsmesta veðmálafyrirtækis Íslands, Íslenskra getrauna, í útvarpsþættinum Sprengisandur á Bylgjunni að Evrópulönd hefðu verið að loka því sem hann kallaði „ólöglegar“ fjárhættuspilasíðum á netinu, sem eru starfræktar af einkafyrirtækjum, og gaf í skyn að aðeins einokunarfyrirtæki hefðu starfsleyfi. Það er rangt. Staðreyndin er sú að í 27 af 31 Evrópuríki hefur á undanförnum árum umgjörð fjárhættuspila á netinu verið styrkt með því að marka þessari starfsemi lög og reglur þar sem einkafyrirtæki fá starfsleyfi ef þau uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Um alla álfuna hafa lönd afnumið í áföngum þrönga einokun happdrættis- og veðmálafyrirtækja og innleitt leyfiskerfi sem er opið ábyrgum þjónustufyrirtækjum að uppfylltum ströngum skilyrðum. Breytingarnar taka ekki síst mið af því að um starfsemi á netinu gilda önnur lögmál en hefðbundin landamæri ná yfir. Núgildandi einokunarkerfi Íslands er ekki aðeins á skjön við stýringu málaflokksins í nánast öllum öðrum Evrópulöndum heldur einnig í andstöðu við hvernig Íslendingar sjálfir, sem hafa á áhuga á getraunum og öðrum fjárhættuspilum, kjósa að haga viðskiptum sínum. Það liggur í hlutarins eðli að einokunarstarfsemi takmarkar val neytenda. Fjárhættuspili á netinu er verðdrifnn markaður. Fólk spilar fyrir eigin fjármuni og vill eðlilega hámarka mögulega ávöxtun sína. Tilraunir til að takmarka val neytenda með einokun skapar því fleiri vandamál en það leysir. Þeir sem vilja veðja á úrslit íþróttaleikja eða stunda önnur fjárhættuspil leita uppi valkosti sem bjóða betur en einokunarfyrirtækin. Sú leit leiðir þá stundum á óöruggar vefsíður sem eru reknar af vafasömum fyrirtækjum. Bætt öryggi neytenda Þessi áhætta fyrir neytendur er raunveruleg og er ein meginástæða þess að mikilvægt er að innleiða leyfiskerfi á Íslandi. Það myndi hvetja fleiri spilara til að sækja í þjónustu traustra fyrirtækja sem leggja höfuðáherslu á öruggari fjárhættuspil og réttindi neytenda eins og er ávallt í forgangi meðal aðildarfélaga í viðskiptasamtökum okkar, The European Gaming and Betting Association (EGBA), sem saman hafa leyfi til að veita þjónustu í yfir tuttugu Evrópulöndum. Leyfiskerfi gerir íslenskum stjórnvöldum kleift að hafa betri stjórn á spilamarkaði sínum með því að skylda leyfishafa til að fylgja staðbundnu regluverki. Vafasamar vefsíður munu eiga erfiðara um vik að ná til sín viðskiptavinum og neytendavernd verða betri. Þá liggur fyrir að leyfiskerfi mun afla íslenska ríkinu meiri skatttekna af eftirlitsskyldum fjárhættuspilasíðum, og því fjárhagslegi ávinningurinn ótvíræður. Horfum til Danmerkur og Svíþjóðar Á undanförnum fimmtán árum hefur verið í áföngum komið á vel ígrunduðu og neytendamiðuðu regluverki í Danmörku og Svíþjóð. Reynslan frá báðum löndum sýnir að það hafði jákvæð áhrif á markaðinn að hætta einokun og taka upp leyfiskerfi og varð ekki til að auka óheilbrigð fjárhættuspil á netinu. Fyrirtækin sem höfðu áður einkaleyfi í þessum löndum hafa líka dafnað vel, sem sýnir sjálfsagt best hversu jákvæð áhrif samkeppni hefur á þessu sviði rétt eins og öðrum. Ísland getur náð sambærilegum árangri og Svíþjóð og Danmörk en það þarf pólitískan vilja og hugrekki til að breyta um stefnu. Upptaka leyfiskerfis snýst ekki um að hvetja fleiri til að stunda fjárhættuspil. Þvert á móti snýst slík breyting um að búa til reglusett umhverfi sem er öruggara fyrir spilara en núverandi umhverfi á Íslandi. Innleiðing leyfiskerfis er ekki án áskoranna eins og reynslan frá öðrum Evrópulöndum sýnir. Það mun krefjast vandaðrar vinnu sem metur neytenda-, reglugerðar- og efnahagslegan ávinning af innleiðingu nýs kerfis. Þessar áskoranir eru óumflýjanlegar en nánast öllum Evrópulöndum hefur tekist að leysa þær farsællega. Það er kominn tími til að Ísland stokki spilin og gefi upp á nýtt í nálgun sinni á regluverki um fjárhættuspil. Þannig getur landið fært sig inn í nútímann og lagað sig að því umhverfi sem tíðkast um alla Evrópu. Höfundur er Maarten Haijer, framkvæmdastjóri The European Gaming and Betting Association (EGBA) í Brussel. Betsson, Bet365, Entain, Evoke, Flutter, og Kindred eru meðal fyrirtækja í samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn sunnudag sagði Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem er aðaleigandi umfangsmesta veðmálafyrirtækis Íslands, Íslenskra getrauna, í útvarpsþættinum Sprengisandur á Bylgjunni að Evrópulönd hefðu verið að loka því sem hann kallaði „ólöglegar“ fjárhættuspilasíðum á netinu, sem eru starfræktar af einkafyrirtækjum, og gaf í skyn að aðeins einokunarfyrirtæki hefðu starfsleyfi. Það er rangt. Staðreyndin er sú að í 27 af 31 Evrópuríki hefur á undanförnum árum umgjörð fjárhættuspila á netinu verið styrkt með því að marka þessari starfsemi lög og reglur þar sem einkafyrirtæki fá starfsleyfi ef þau uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Um alla álfuna hafa lönd afnumið í áföngum þrönga einokun happdrættis- og veðmálafyrirtækja og innleitt leyfiskerfi sem er opið ábyrgum þjónustufyrirtækjum að uppfylltum ströngum skilyrðum. Breytingarnar taka ekki síst mið af því að um starfsemi á netinu gilda önnur lögmál en hefðbundin landamæri ná yfir. Núgildandi einokunarkerfi Íslands er ekki aðeins á skjön við stýringu málaflokksins í nánast öllum öðrum Evrópulöndum heldur einnig í andstöðu við hvernig Íslendingar sjálfir, sem hafa á áhuga á getraunum og öðrum fjárhættuspilum, kjósa að haga viðskiptum sínum. Það liggur í hlutarins eðli að einokunarstarfsemi takmarkar val neytenda. Fjárhættuspili á netinu er verðdrifnn markaður. Fólk spilar fyrir eigin fjármuni og vill eðlilega hámarka mögulega ávöxtun sína. Tilraunir til að takmarka val neytenda með einokun skapar því fleiri vandamál en það leysir. Þeir sem vilja veðja á úrslit íþróttaleikja eða stunda önnur fjárhættuspil leita uppi valkosti sem bjóða betur en einokunarfyrirtækin. Sú leit leiðir þá stundum á óöruggar vefsíður sem eru reknar af vafasömum fyrirtækjum. Bætt öryggi neytenda Þessi áhætta fyrir neytendur er raunveruleg og er ein meginástæða þess að mikilvægt er að innleiða leyfiskerfi á Íslandi. Það myndi hvetja fleiri spilara til að sækja í þjónustu traustra fyrirtækja sem leggja höfuðáherslu á öruggari fjárhættuspil og réttindi neytenda eins og er ávallt í forgangi meðal aðildarfélaga í viðskiptasamtökum okkar, The European Gaming and Betting Association (EGBA), sem saman hafa leyfi til að veita þjónustu í yfir tuttugu Evrópulöndum. Leyfiskerfi gerir íslenskum stjórnvöldum kleift að hafa betri stjórn á spilamarkaði sínum með því að skylda leyfishafa til að fylgja staðbundnu regluverki. Vafasamar vefsíður munu eiga erfiðara um vik að ná til sín viðskiptavinum og neytendavernd verða betri. Þá liggur fyrir að leyfiskerfi mun afla íslenska ríkinu meiri skatttekna af eftirlitsskyldum fjárhættuspilasíðum, og því fjárhagslegi ávinningurinn ótvíræður. Horfum til Danmerkur og Svíþjóðar Á undanförnum fimmtán árum hefur verið í áföngum komið á vel ígrunduðu og neytendamiðuðu regluverki í Danmörku og Svíþjóð. Reynslan frá báðum löndum sýnir að það hafði jákvæð áhrif á markaðinn að hætta einokun og taka upp leyfiskerfi og varð ekki til að auka óheilbrigð fjárhættuspil á netinu. Fyrirtækin sem höfðu áður einkaleyfi í þessum löndum hafa líka dafnað vel, sem sýnir sjálfsagt best hversu jákvæð áhrif samkeppni hefur á þessu sviði rétt eins og öðrum. Ísland getur náð sambærilegum árangri og Svíþjóð og Danmörk en það þarf pólitískan vilja og hugrekki til að breyta um stefnu. Upptaka leyfiskerfis snýst ekki um að hvetja fleiri til að stunda fjárhættuspil. Þvert á móti snýst slík breyting um að búa til reglusett umhverfi sem er öruggara fyrir spilara en núverandi umhverfi á Íslandi. Innleiðing leyfiskerfis er ekki án áskoranna eins og reynslan frá öðrum Evrópulöndum sýnir. Það mun krefjast vandaðrar vinnu sem metur neytenda-, reglugerðar- og efnahagslegan ávinning af innleiðingu nýs kerfis. Þessar áskoranir eru óumflýjanlegar en nánast öllum Evrópulöndum hefur tekist að leysa þær farsællega. Það er kominn tími til að Ísland stokki spilin og gefi upp á nýtt í nálgun sinni á regluverki um fjárhættuspil. Þannig getur landið fært sig inn í nútímann og lagað sig að því umhverfi sem tíðkast um alla Evrópu. Höfundur er Maarten Haijer, framkvæmdastjóri The European Gaming and Betting Association (EGBA) í Brussel. Betsson, Bet365, Entain, Evoke, Flutter, og Kindred eru meðal fyrirtækja í samtökunum.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun