Segir tíð lyfjapróf á kínversku sundfólki hluta af samsæri Evrópu og Bandaríkjanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2024 11:31 Qin Haiyang setti heimsmet í tvö hundruð metra bringusundi á HM í fyrra. Þar vann hann gull í fimmtíu, hundrað og tvö hundruð metra bringusundi, eitthvað sem enginn hafði áður afrekað. getty/Dimitris Mantzouranis Qin Haiyang, heimsmethafi í tvö hundruð metra bringusundi, er pirraður á tíðum lyfjaprófum á Ólympíuleikunum í París og sakar þá sem standa fyrir þeim um að vera hluti af samsæri Evrópu og Bandaríkjanna um að leggja stein í götu Kínverja. Qin er einn fremsti sundkappi heims og þykir líklegur til afreka í bringusundsgreinunum á Ólympíuleikunum sem verða formlega settir í dag. Kínverskt sundfólk hefur reglulega verið tekið í lyfjapróf á Ólympíuleikunum, eða að meðaltali fimm til sjö sinnum á fyrstu tíu dögum þess í París. Prófin eru tekin á öllum tímum sólarhringsins. Qin segir að markmiðið með þessum tíðu lyfjaprófum sé að trufla kínverska sundfólkið. „Þetta sannar að evrópsku og bandarísku liðunum finnst þeim ógnað af frammistöðu kínverska liðsins undanfarin ár,“ skrifaði Qin á samfélagsmiðla. „Þetta eru brögð til að trufla taktinn í undirbúningi okkar og veikja andlegar varnir okkar! En við erum óhrædd. Þegar þú ert með hreina samvisku óttastu ekki rógburð. Liðið undirbýr sig á eðlilegum hraða. Við munum standast pressuna og þagga niður í gagnrýnisröddunum!“ Það er þó ekki að ástæðulausu að kínversku keppendurnir eru prófaðir reglulega. Í sameiginlegri rannsókn New York Times og ARD í Þýskalandi, sem var birt í apríl, kom í ljós að 23 kínverskum keppendum, þar á meðal Qin, var heimilið að taka þátt á Ólympíuleikunum þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjapróf. Alþjóða lyfjaeftirlitið, Wada, féllst þó á útskýringar Kínverja um að eldhúsið á hótelinu sem þeir dvöldust á hafi verið mengað. Wada lofaði þó að auka eftirlit með kínverskum keppendum og lyfjanotkun þeirra á Ólympíuleikunum í París. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Kína Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Sjá meira
Qin er einn fremsti sundkappi heims og þykir líklegur til afreka í bringusundsgreinunum á Ólympíuleikunum sem verða formlega settir í dag. Kínverskt sundfólk hefur reglulega verið tekið í lyfjapróf á Ólympíuleikunum, eða að meðaltali fimm til sjö sinnum á fyrstu tíu dögum þess í París. Prófin eru tekin á öllum tímum sólarhringsins. Qin segir að markmiðið með þessum tíðu lyfjaprófum sé að trufla kínverska sundfólkið. „Þetta sannar að evrópsku og bandarísku liðunum finnst þeim ógnað af frammistöðu kínverska liðsins undanfarin ár,“ skrifaði Qin á samfélagsmiðla. „Þetta eru brögð til að trufla taktinn í undirbúningi okkar og veikja andlegar varnir okkar! En við erum óhrædd. Þegar þú ert með hreina samvisku óttastu ekki rógburð. Liðið undirbýr sig á eðlilegum hraða. Við munum standast pressuna og þagga niður í gagnrýnisröddunum!“ Það er þó ekki að ástæðulausu að kínversku keppendurnir eru prófaðir reglulega. Í sameiginlegri rannsókn New York Times og ARD í Þýskalandi, sem var birt í apríl, kom í ljós að 23 kínverskum keppendum, þar á meðal Qin, var heimilið að taka þátt á Ólympíuleikunum þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjapróf. Alþjóða lyfjaeftirlitið, Wada, féllst þó á útskýringar Kínverja um að eldhúsið á hótelinu sem þeir dvöldust á hafi verið mengað. Wada lofaði þó að auka eftirlit með kínverskum keppendum og lyfjanotkun þeirra á Ólympíuleikunum í París.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Kína Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Sjá meira