Endurgerði mynd af sér og Gumma Torfa 34 árum síðar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2024 14:00 Gary McIntyre og Guðmundur Torfason, 1990 og 2024. Þrátt fyrir að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því Guðmundur Torfason yfirgaf St Mirren er hann enn í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins. Það mátti glöggt hjá þegar hann mætti á leik skoska liðsins gegn Val í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöldi. Valur og St Mirren gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar á Hlíðarenda í gær. Guðmundur Torfason er formaður knattspyrnudeildar Fram en hann mætti samt á heimavöll eins af erkifjendum þeirra bláu í gær. Það var ekki að furða þar enda er Guðmundur fyrrverandi leikmaður St Mirren. Stuðningsmenn skoska liðsins hópuðust að Guðmundi þegar hann mætti á Hlíðarenda og allir vildu fá mynd af sér með honum. Einn þeirra sem fékk mynd af sér með Guðmundi var Gary McIntyre. Þetta er ekki fyrsta myndin af þeim saman því árið 1990 var tekin mynd af þeim, þegar McIntyre var ungur drengur og Guðmundur var að raða inn mörkum fyrir St Mirren. Þeir hittust svo aftur í gær, 34 árum eftir að fyrri myndin var tekin. Myndirnar tvær rötuðu á samfélagsmiðla enda mjög svo skemmtilegar. St Mirren keypti Guðmund frá Rapid Vín 1989 og hann lék með skoska liðinu til 1992. Í viðtali við íþróttadeild í gær minntist hann tíma síns hjá St Mirren með hlýju. „Þetta voru frábærir tímar á mínum ferli. Liðin nokkur ár síðan þá en það er alltaf gaman að sjá þegar minnst er á gamla félagið. Þetta var og er fjölskylduklúbbur og virkilega gaman að liðið sé komið hingað til lands að spila við Val.“ Guðmundur var svo spurður hverjum hann stæði með í leiknum á Hlíðarenda, Val eða St Mirren? „Maður vill náttúrulega alltaf hafa íslensku liðin í forgrunni. Vill þeim vel. En auðvitað slær hjartað alltaf með gamla félaginu líka. Það er alltaf erfitt þegar að svona er en maður heldur náttúrulega bara með íslenskri knattspyrnu,“ svaraði Guðmundur. Seinni leikur St Mirren og Vals fer fram á St Mirren Park á fimmtudaginn kemur. Sigurvegarinn í einvíginu kemst áfram í 3. umferð forkeppninnar og mætir þar annað hvort Go Ahead Eagles frá Hollandi eða Brann frá Noregi. Skoski boltinn Sambandsdeild Evrópu Valur Tengdar fréttir „Það var ekki planið hjá okkur“ Gylfi Þór Sigurðsson segir tilfinningarnar vera blendnar eftir markalaust jafntefli Vals við St. Mirren í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. 25. júlí 2024 20:58 Frá Ástralíu til Íslands til að komast á leik kvöldsins: „Þetta er risastórt“ Skoska liðið St.Mirren heimsækir Val í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Er um að ræða fyrri leik liðanna 2.umferð undankeppninnar. Stuðningsmenn liðsins hafa sett svip sinn á mannlífið í Reykjavíkurborg. Einn þeirra á að baki lengra ferðalag en hinir. Sá heitir Colin Bright. Hann flaug hingað til lands alla leið frá Ástralíu til að mæta á leik kvöldsins á N1 vellinum að Hlíðarenda. 25. júlí 2024 17:46 Skosk yfirtaka í miðborg Reykjavíkur Óhætt er að segja að skoska úrvalsdeildarfélagið St. Mirren muni fá góðan stuðning úr stúkunni á N1 vellinum að Hlíðarenda í kvöld þegar að liðið mætir Val í fyrri leik liðanna í 2.umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Stuðningsmenn skoska liðsins hafa fjölmennt til Reykjavíkur og sett sinn svip á mannlífið þar í dag. 25. júlí 2024 15:56 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Valur og St Mirren gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar á Hlíðarenda í gær. Guðmundur Torfason er formaður knattspyrnudeildar Fram en hann mætti samt á heimavöll eins af erkifjendum þeirra bláu í gær. Það var ekki að furða þar enda er Guðmundur fyrrverandi leikmaður St Mirren. Stuðningsmenn skoska liðsins hópuðust að Guðmundi þegar hann mætti á Hlíðarenda og allir vildu fá mynd af sér með honum. Einn þeirra sem fékk mynd af sér með Guðmundi var Gary McIntyre. Þetta er ekki fyrsta myndin af þeim saman því árið 1990 var tekin mynd af þeim, þegar McIntyre var ungur drengur og Guðmundur var að raða inn mörkum fyrir St Mirren. Þeir hittust svo aftur í gær, 34 árum eftir að fyrri myndin var tekin. Myndirnar tvær rötuðu á samfélagsmiðla enda mjög svo skemmtilegar. St Mirren keypti Guðmund frá Rapid Vín 1989 og hann lék með skoska liðinu til 1992. Í viðtali við íþróttadeild í gær minntist hann tíma síns hjá St Mirren með hlýju. „Þetta voru frábærir tímar á mínum ferli. Liðin nokkur ár síðan þá en það er alltaf gaman að sjá þegar minnst er á gamla félagið. Þetta var og er fjölskylduklúbbur og virkilega gaman að liðið sé komið hingað til lands að spila við Val.“ Guðmundur var svo spurður hverjum hann stæði með í leiknum á Hlíðarenda, Val eða St Mirren? „Maður vill náttúrulega alltaf hafa íslensku liðin í forgrunni. Vill þeim vel. En auðvitað slær hjartað alltaf með gamla félaginu líka. Það er alltaf erfitt þegar að svona er en maður heldur náttúrulega bara með íslenskri knattspyrnu,“ svaraði Guðmundur. Seinni leikur St Mirren og Vals fer fram á St Mirren Park á fimmtudaginn kemur. Sigurvegarinn í einvíginu kemst áfram í 3. umferð forkeppninnar og mætir þar annað hvort Go Ahead Eagles frá Hollandi eða Brann frá Noregi.
Skoski boltinn Sambandsdeild Evrópu Valur Tengdar fréttir „Það var ekki planið hjá okkur“ Gylfi Þór Sigurðsson segir tilfinningarnar vera blendnar eftir markalaust jafntefli Vals við St. Mirren í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. 25. júlí 2024 20:58 Frá Ástralíu til Íslands til að komast á leik kvöldsins: „Þetta er risastórt“ Skoska liðið St.Mirren heimsækir Val í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Er um að ræða fyrri leik liðanna 2.umferð undankeppninnar. Stuðningsmenn liðsins hafa sett svip sinn á mannlífið í Reykjavíkurborg. Einn þeirra á að baki lengra ferðalag en hinir. Sá heitir Colin Bright. Hann flaug hingað til lands alla leið frá Ástralíu til að mæta á leik kvöldsins á N1 vellinum að Hlíðarenda. 25. júlí 2024 17:46 Skosk yfirtaka í miðborg Reykjavíkur Óhætt er að segja að skoska úrvalsdeildarfélagið St. Mirren muni fá góðan stuðning úr stúkunni á N1 vellinum að Hlíðarenda í kvöld þegar að liðið mætir Val í fyrri leik liðanna í 2.umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Stuðningsmenn skoska liðsins hafa fjölmennt til Reykjavíkur og sett sinn svip á mannlífið þar í dag. 25. júlí 2024 15:56 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
„Það var ekki planið hjá okkur“ Gylfi Þór Sigurðsson segir tilfinningarnar vera blendnar eftir markalaust jafntefli Vals við St. Mirren í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. 25. júlí 2024 20:58
Frá Ástralíu til Íslands til að komast á leik kvöldsins: „Þetta er risastórt“ Skoska liðið St.Mirren heimsækir Val í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Er um að ræða fyrri leik liðanna 2.umferð undankeppninnar. Stuðningsmenn liðsins hafa sett svip sinn á mannlífið í Reykjavíkurborg. Einn þeirra á að baki lengra ferðalag en hinir. Sá heitir Colin Bright. Hann flaug hingað til lands alla leið frá Ástralíu til að mæta á leik kvöldsins á N1 vellinum að Hlíðarenda. 25. júlí 2024 17:46
Skosk yfirtaka í miðborg Reykjavíkur Óhætt er að segja að skoska úrvalsdeildarfélagið St. Mirren muni fá góðan stuðning úr stúkunni á N1 vellinum að Hlíðarenda í kvöld þegar að liðið mætir Val í fyrri leik liðanna í 2.umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Stuðningsmenn skoska liðsins hafa fjölmennt til Reykjavíkur og sett sinn svip á mannlífið þar í dag. 25. júlí 2024 15:56