Auðvitað á að treysta fólki sjálfu fyrir því hvert það beinir viðskiptum sínum Sigurður G. Guðjónsson skrifar 29. júlí 2024 09:00 Kröftug umræða hefur verið í sumar um viðskiptahætti fyrirtækja sem bjóða áhættuspil á netinu. Einsog áður hefur verið bent á í greinum hér á Vísi er mikilvægt að gera skýran greinarmun á fyrirtækjum sem vanda til verka og hinna sem gera það ekki. Morgan Stanley gefur Betsson AAA í einkunn Skjólstæðingur minn, Betsson, sem skráð er í sænsku kauphöllinni, er eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa um árabil lagt mikla áherslu á að gefa engan afslátt af góðum viðskiptaháttum. Þann 12. júlí gaf til dæmis matsfyrirtæki Morgan Stanley Capital International (MSCI) Betsson hæstu mögulegu einkunn, AAA, þegar kemur að viðmiðinu um ,,Umhverfislega og félagslega þætti og stjórnarhætti” (Environmental, Social and Governance - ESG). Þetta er viðmið sem fjárfestar styðjast við til að meta mögulegar fjárfestingar sínar út frá aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga, þar á meðal hvernig fyrirtæki kemur fram við starfsfólk, viðskiptavini og samfélagið sem það starfar í. Óvandaður málflutningur Í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi sunnudaginn 21. júlí sl. lét Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), aðaleiganda stærsta veðmálafyrirtækis landsins, Íslenskra getrauna, gamminn geysa um starfsemi þessa. Bauð hann upp á fjölda staðreyndavillana og bar sakir um ólögmæta starfsemi á öll erlend fyrirtæki sem bjóða fjárhættuspil á netinu. Lárus má fullyrti þannig að tuttugu til þrjátíu milljarðar króna fari úr landi vegna starfsemi erlendra veðmálasíðna. Lárus nefndi engar heimildir til stuðnings þessari fullyrðingu sagði bara „menn segja“. Lárus á hins vegar að að vita betur því hann sat í starfshópi á vegum dómsmálaráðherra, sem ætlað var að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála, og aflaði starfshópurinn sér upplýsinga frá fjármálafyrirtækjum um mögulegt umfang fjárhættuspila á erlendum veðmálasíðum. Samkvæmt þeim gögnum var umfangið metið á bilinu 10,5 til 12 milljarðar króna á ári. Um þetta má lesa á blaðsíðu 22 í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra. Þar er nefnt að Íslendingar „eyði“ þessari tölu á erlendum veðmálasíðum en ekki lagt mat á hvað þeir hafi fengið til baka. Þá mátti skilja á Lárusi að stjórnvöld um alla Evrópu stæðu í stórræðum við að loka fjárhættuspilasíðum á netinu og að þar væru aðeins starfandi einokunarfyrirtæki á borð við þau sem hann kemur að hér á landi fyrir hönd ÍSÍ. Þetta er rangt, eins og hefur nú verið útskýrt kurteisislega fyrir Lárusi og öðrum áhugasömum lesendum í aðsendri grein. Ísland og Noregur eru nánast einu rikin eftir innan Evrópska efnahagssvæðisins sem hafa ekki uppfært löggjöf sína um fjárhættuspil með tilliti til nútímans þar sem verslun og þjónusta á netinu er hluti af daglegu lífi. Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð eru meðal þjóða sem hafa afnumið einokunarmódel sín og innleitt leyfiskerfi opið öllum ábyrgum rekstraraðilum. Í grunninn hafa stjórnvöld víðast um álfuna ákveðið að treysta fólki sjálfu fyrir því við hverja það kýs að eiga viðskipti. Eðilega, myndu örugglega flestir segja. Engin veðmál á leiki yngri flokka hjá Betsson Hjá Betsson er ekki í boði að veðja á leiki yngri flokka (sem er því miður raunin hjá ýmsum öðrum síðum). Þá leggur fyrirtækið blátt bann við því að fólk undir 18 ára aldri opni reikninga og/eða spila fjárhættuspil hjá Betsson. Fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að óska eftir sönnun um aldur frá öllum viðskiptavinum sínum og getur lokað reikningum þangað til viðeigandi gögn hafa borist. Er þetta hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins, sem hvergi er hvikað frá. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Kröftug umræða hefur verið í sumar um viðskiptahætti fyrirtækja sem bjóða áhættuspil á netinu. Einsog áður hefur verið bent á í greinum hér á Vísi er mikilvægt að gera skýran greinarmun á fyrirtækjum sem vanda til verka og hinna sem gera það ekki. Morgan Stanley gefur Betsson AAA í einkunn Skjólstæðingur minn, Betsson, sem skráð er í sænsku kauphöllinni, er eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa um árabil lagt mikla áherslu á að gefa engan afslátt af góðum viðskiptaháttum. Þann 12. júlí gaf til dæmis matsfyrirtæki Morgan Stanley Capital International (MSCI) Betsson hæstu mögulegu einkunn, AAA, þegar kemur að viðmiðinu um ,,Umhverfislega og félagslega þætti og stjórnarhætti” (Environmental, Social and Governance - ESG). Þetta er viðmið sem fjárfestar styðjast við til að meta mögulegar fjárfestingar sínar út frá aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga, þar á meðal hvernig fyrirtæki kemur fram við starfsfólk, viðskiptavini og samfélagið sem það starfar í. Óvandaður málflutningur Í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi sunnudaginn 21. júlí sl. lét Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), aðaleiganda stærsta veðmálafyrirtækis landsins, Íslenskra getrauna, gamminn geysa um starfsemi þessa. Bauð hann upp á fjölda staðreyndavillana og bar sakir um ólögmæta starfsemi á öll erlend fyrirtæki sem bjóða fjárhættuspil á netinu. Lárus má fullyrti þannig að tuttugu til þrjátíu milljarðar króna fari úr landi vegna starfsemi erlendra veðmálasíðna. Lárus nefndi engar heimildir til stuðnings þessari fullyrðingu sagði bara „menn segja“. Lárus á hins vegar að að vita betur því hann sat í starfshópi á vegum dómsmálaráðherra, sem ætlað var að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála, og aflaði starfshópurinn sér upplýsinga frá fjármálafyrirtækjum um mögulegt umfang fjárhættuspila á erlendum veðmálasíðum. Samkvæmt þeim gögnum var umfangið metið á bilinu 10,5 til 12 milljarðar króna á ári. Um þetta má lesa á blaðsíðu 22 í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra. Þar er nefnt að Íslendingar „eyði“ þessari tölu á erlendum veðmálasíðum en ekki lagt mat á hvað þeir hafi fengið til baka. Þá mátti skilja á Lárusi að stjórnvöld um alla Evrópu stæðu í stórræðum við að loka fjárhættuspilasíðum á netinu og að þar væru aðeins starfandi einokunarfyrirtæki á borð við þau sem hann kemur að hér á landi fyrir hönd ÍSÍ. Þetta er rangt, eins og hefur nú verið útskýrt kurteisislega fyrir Lárusi og öðrum áhugasömum lesendum í aðsendri grein. Ísland og Noregur eru nánast einu rikin eftir innan Evrópska efnahagssvæðisins sem hafa ekki uppfært löggjöf sína um fjárhættuspil með tilliti til nútímans þar sem verslun og þjónusta á netinu er hluti af daglegu lífi. Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð eru meðal þjóða sem hafa afnumið einokunarmódel sín og innleitt leyfiskerfi opið öllum ábyrgum rekstraraðilum. Í grunninn hafa stjórnvöld víðast um álfuna ákveðið að treysta fólki sjálfu fyrir því við hverja það kýs að eiga viðskipti. Eðilega, myndu örugglega flestir segja. Engin veðmál á leiki yngri flokka hjá Betsson Hjá Betsson er ekki í boði að veðja á leiki yngri flokka (sem er því miður raunin hjá ýmsum öðrum síðum). Þá leggur fyrirtækið blátt bann við því að fólk undir 18 ára aldri opni reikninga og/eða spila fjárhættuspil hjá Betsson. Fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að óska eftir sönnun um aldur frá öllum viðskiptavinum sínum og getur lokað reikningum þangað til viðeigandi gögn hafa borist. Er þetta hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins, sem hvergi er hvikað frá. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun