Skipulagði innbrot tíu ára Jakob Bjarnar skrifar 29. júlí 2024 10:56 Guðmundur Týr Þórarinnsson sem lengi var kallaður Mummi í Götusmiðjunni. Hann gerir upp málin í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar. vísir/vilhelm Mummi Týr Þórarinsson, fyrrverandi forstjóri Götusmiðjunnar segist hafa verið sannkallað götubarn sem hafi ekki átt neinn alvöru samastað á uppvaxtarárum sínum. Þetta kom ekki til af góðu en Mummi flúði óbærilegar aðstæður sem voru heima fyrir. Mummi sem gestur i nýju hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og þar sagðist þar hafa þrifist illa í því sem hann kallar ferkantað skólaumhverfi. Hann átti erfiða æsku sem enginn ætti að þurfa að upplifa. „Ég valdi götuna frekar en heimilið, af því að aðstæður þar voru svo slæmar. Ég bjó við aðstæður þar sem var mikil drykkja og heimilisofbeldi og þess vegna var lítið annað að gera en að vera úti.“ Mummi segist þannig hafa verið klassískt götubarn. „Minn heimur var úti á götu og ég fór helst bara heim til að borða og sofa. Á götunni var ég samþykktur og þar fannst mér ég eiga mína fjölskyldu. Ég var gæinn sem skipulagði fyrsta innbrotið mitt 10 ára gamall og gerði það með bravör. Þegar ég fer inn í unglingsárin er þetta í raun dæmt til að mistakast. Ég var lesblindur og skrifblindur, kom frá slæmu heimili og var kominn í glæpi og óreglu.“ Með Élja-Grími og Dadda buff á síðutogara Og ungur fór Mummi til sjós. „Ég er 14 ára gamall kominn á síðutogara með gaurum eins og „Élja Grími“ og „Dadda-buff“ sem voru blindfullir þegar við fórum um borð. Þeir litu út eins og útigangsmenn þegar þeir komu um borð og þetta voru ekki beint aðstæður fyrir barn. Þarna er ég kominn í heim fullorðinna sem seinþroska krakki. Á einum stað var ég skíthræddur við þessar aðstæður og þessa menn, en ég varð að reyna að halda uppi grímu og bera mig vel. Ég var alltaf klár í kjaftinum og gat tekið samræður við hvern sem var,” segir Mummi, sem fór fljótlega að misnota áfengi og endaði með því að fara í meðferð. ,,Ég byrjaði að drekka 13 ára gamall og ég man að fyrsta skiptið sem ég varð fullur opnuðust himnarnir. Ég gat allt í einu verið með sjálfum mér og skömmin og biturleikinn hurfu. Morguninn eftir hugsaði ég strax að þetta ætlaði ég að gera aftur. En auðvitað endaði þetta ekki vel. Ég var bara krakki að deyfa sársauka. Ég endaði á því að fara í meðferð, en fékk ekki að vera þar lengi. Mér var sparkað úr meðferð af Vogi eftir sjö daga fyrir að vera ekki nógu góður alki eins og það var orðað við mig.” Hið opinbera neitaði að horfast í augu við vandann Mummi hefur nú verið edrú í meira en 30 ár. Hann er þekktastur fyrir ötult starf með unglingum í fíknivanda og rak mörg ár meðferðarheimilið Götusmiðjuna sem gott orð fór af. Hann segist strax hafa fundið sig í þeirri vinnu: „Ég held að ég hafi ómeðvitað alltaf verið að bjarga sjálfum mér með því að velja mér þessa tegund af vinnu. Ég fann það þegar ég hitti þessa unglinga hvað ég tengdi við þau út af minni fortíð. Ekki síst unglingsdrengi sem áttu erfitt uppdráttar og bjuggu við mikinn óstöðuleika heima fyrir. Þessar týpur af strákum sóttu í mig og ég fann að ég gat haft jákvæð áhrif á þá. Það var enginn skilingur á stöðu þessarra krakka í kerfinu og samfélagið vildi helst bara ekkert af þessu vita.“ Mummi segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar eftir að hafa horft á þessa krakka fara inn og út úr meðferðum og sum hver deyja. „Hið opinbera vildi ekki vita af þessum vanda og afneitaði honum. Ég tók þess vegna bara af skarið og opnaði Götusmiðjuna, meðferðarúrræði með óskilgreindan tíma fyrir þá sem nýttu sér úrræðið. Eina skilyrðið var að börnin væru undir 18 ára og hafði barnaverndarstofa svokallaða yfirumsjón með milligöngu þeirra ungmenna sem nýttu sér úrræðið.“ Þrjú þúsund ungmenni í gegnum úrræði Mumma Á þeim 14 árum sem Götusmiðjan var starfrækt fóru um 2.000 ungmenni í gegnum úrræðið og árangurinn var mjög góður þó að ég segi sjálfur frá. „Tveimur árum eftir meðferð voru 50% ungmennanna í góðum málum, sjálfbær félagslega og fjárhagslega, með vinnu og þak yfir höfuðið.“ Mummi segir að þó að margt hafi verið mjög erfitt bæði í vinnu og einkalífi horfi hann þakklátur yfir farinn veg þegar kemur að viðburðarríkri ævi: ,,Ég fæ hlýtt í hjartað þegar ég hugsa um Götusmiðjuna og sú vinna segir mér að ég hafi gert eitthvað rétt í gegnum tíðina. Það sem gleður mig mest er þegar ég hitti krakka sem voru hjá mér í Götusmiðjunni og lifa núna fallegu og innihaldsríku lífi. Þetta eru í heildina um þrjú þúsund ungmenni sem komu í gegnum úrræðin hjá mér. Eðli málsins samkvæmt dóu sumir og aðrir fóru í fangelsi, en fjöldi þessarra krakka náðu að eignast farsælt og gott líf. Það gleður mig mikið þegar ég hugsa um það og segi það upphátt.” Hægt er að nálgast viðtalið við Mumma og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Meðferðarheimili SÁÁ Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Mummi sem gestur i nýju hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og þar sagðist þar hafa þrifist illa í því sem hann kallar ferkantað skólaumhverfi. Hann átti erfiða æsku sem enginn ætti að þurfa að upplifa. „Ég valdi götuna frekar en heimilið, af því að aðstæður þar voru svo slæmar. Ég bjó við aðstæður þar sem var mikil drykkja og heimilisofbeldi og þess vegna var lítið annað að gera en að vera úti.“ Mummi segist þannig hafa verið klassískt götubarn. „Minn heimur var úti á götu og ég fór helst bara heim til að borða og sofa. Á götunni var ég samþykktur og þar fannst mér ég eiga mína fjölskyldu. Ég var gæinn sem skipulagði fyrsta innbrotið mitt 10 ára gamall og gerði það með bravör. Þegar ég fer inn í unglingsárin er þetta í raun dæmt til að mistakast. Ég var lesblindur og skrifblindur, kom frá slæmu heimili og var kominn í glæpi og óreglu.“ Með Élja-Grími og Dadda buff á síðutogara Og ungur fór Mummi til sjós. „Ég er 14 ára gamall kominn á síðutogara með gaurum eins og „Élja Grími“ og „Dadda-buff“ sem voru blindfullir þegar við fórum um borð. Þeir litu út eins og útigangsmenn þegar þeir komu um borð og þetta voru ekki beint aðstæður fyrir barn. Þarna er ég kominn í heim fullorðinna sem seinþroska krakki. Á einum stað var ég skíthræddur við þessar aðstæður og þessa menn, en ég varð að reyna að halda uppi grímu og bera mig vel. Ég var alltaf klár í kjaftinum og gat tekið samræður við hvern sem var,” segir Mummi, sem fór fljótlega að misnota áfengi og endaði með því að fara í meðferð. ,,Ég byrjaði að drekka 13 ára gamall og ég man að fyrsta skiptið sem ég varð fullur opnuðust himnarnir. Ég gat allt í einu verið með sjálfum mér og skömmin og biturleikinn hurfu. Morguninn eftir hugsaði ég strax að þetta ætlaði ég að gera aftur. En auðvitað endaði þetta ekki vel. Ég var bara krakki að deyfa sársauka. Ég endaði á því að fara í meðferð, en fékk ekki að vera þar lengi. Mér var sparkað úr meðferð af Vogi eftir sjö daga fyrir að vera ekki nógu góður alki eins og það var orðað við mig.” Hið opinbera neitaði að horfast í augu við vandann Mummi hefur nú verið edrú í meira en 30 ár. Hann er þekktastur fyrir ötult starf með unglingum í fíknivanda og rak mörg ár meðferðarheimilið Götusmiðjuna sem gott orð fór af. Hann segist strax hafa fundið sig í þeirri vinnu: „Ég held að ég hafi ómeðvitað alltaf verið að bjarga sjálfum mér með því að velja mér þessa tegund af vinnu. Ég fann það þegar ég hitti þessa unglinga hvað ég tengdi við þau út af minni fortíð. Ekki síst unglingsdrengi sem áttu erfitt uppdráttar og bjuggu við mikinn óstöðuleika heima fyrir. Þessar týpur af strákum sóttu í mig og ég fann að ég gat haft jákvæð áhrif á þá. Það var enginn skilingur á stöðu þessarra krakka í kerfinu og samfélagið vildi helst bara ekkert af þessu vita.“ Mummi segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar eftir að hafa horft á þessa krakka fara inn og út úr meðferðum og sum hver deyja. „Hið opinbera vildi ekki vita af þessum vanda og afneitaði honum. Ég tók þess vegna bara af skarið og opnaði Götusmiðjuna, meðferðarúrræði með óskilgreindan tíma fyrir þá sem nýttu sér úrræðið. Eina skilyrðið var að börnin væru undir 18 ára og hafði barnaverndarstofa svokallaða yfirumsjón með milligöngu þeirra ungmenna sem nýttu sér úrræðið.“ Þrjú þúsund ungmenni í gegnum úrræði Mumma Á þeim 14 árum sem Götusmiðjan var starfrækt fóru um 2.000 ungmenni í gegnum úrræðið og árangurinn var mjög góður þó að ég segi sjálfur frá. „Tveimur árum eftir meðferð voru 50% ungmennanna í góðum málum, sjálfbær félagslega og fjárhagslega, með vinnu og þak yfir höfuðið.“ Mummi segir að þó að margt hafi verið mjög erfitt bæði í vinnu og einkalífi horfi hann þakklátur yfir farinn veg þegar kemur að viðburðarríkri ævi: ,,Ég fæ hlýtt í hjartað þegar ég hugsa um Götusmiðjuna og sú vinna segir mér að ég hafi gert eitthvað rétt í gegnum tíðina. Það sem gleður mig mest er þegar ég hitti krakka sem voru hjá mér í Götusmiðjunni og lifa núna fallegu og innihaldsríku lífi. Þetta eru í heildina um þrjú þúsund ungmenni sem komu í gegnum úrræðin hjá mér. Eðli málsins samkvæmt dóu sumir og aðrir fóru í fangelsi, en fjöldi þessarra krakka náðu að eignast farsælt og gott líf. Það gleður mig mikið þegar ég hugsa um það og segi það upphátt.” Hægt er að nálgast viðtalið við Mumma og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Meðferðarheimili SÁÁ Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira