Misstu af syninum vinna Ólympíuverðlaun af því að þau keyptu ranga miða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2024 12:32 Victor Lindgren fagnar Ólympíusilfri sínu en foreldrar hans misstu því miður af keppninni. Getty/Charles McQuillan Sænski skotíþróttamaðurinn Victor Lindgren vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í París í gær en hrakfarir foreldra hans vöktu líka athygli. Lindgren varð í öðru sæti í keppni með riffli af tíu metra færi. Gullverðlaunin fóru til Kínverjans Sheng Lihao og bronsið til Króatans Miran Maricic. Sá kínverski er aðeins nítján ára gamall en Króatinn var reynsluboltinn á verðlaunapallinum enda orðinn 27 ára. Lindgren er nefnilega aðeins 21 árs gamall og að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum. Hann varð aðeins sjötti í undankeppninni en nýtti skotin sín vel þegar allt var undir í úrslitunum. Lindgren brosti líka út að eyrum þegar sænskir fjölmiðlar ræddu við hann eftir keppnina. Hann hrósaði foreldrum sínum fyrir stuðninginn en þá kom í ljós að þeir voru vissulega í París en misstu af keppninni hans. Móðir hans sagði síðan hálf vandræðaleg frá ástæðunni fyrir því. Foreldrarnir keyptu vissulega fjóra miða og héldu að þau væri að kaupa miða á keppni sonarins. Svo kom í ljós að þetta voru miðar á allt aðra keppni. „Við vorum svo glöð í gær af því að við náðum fjórum miðum. Vandamálið var bara að það var fyrir keppni í leirdúfuskotfmi,“ sagði Ulrika, móðir hans, og hló. Strákurinn notar riffill í sinni keppni en ekki haglabyssu. Miðarnir voru því í keppni í Leirdúfuskotfimi á föstudaginn en í þeirri keppni keppir einmitt Íslendingurinn Hákon Þór Svavarsson. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Skotíþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Lindgren varð í öðru sæti í keppni með riffli af tíu metra færi. Gullverðlaunin fóru til Kínverjans Sheng Lihao og bronsið til Króatans Miran Maricic. Sá kínverski er aðeins nítján ára gamall en Króatinn var reynsluboltinn á verðlaunapallinum enda orðinn 27 ára. Lindgren er nefnilega aðeins 21 árs gamall og að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum. Hann varð aðeins sjötti í undankeppninni en nýtti skotin sín vel þegar allt var undir í úrslitunum. Lindgren brosti líka út að eyrum þegar sænskir fjölmiðlar ræddu við hann eftir keppnina. Hann hrósaði foreldrum sínum fyrir stuðninginn en þá kom í ljós að þeir voru vissulega í París en misstu af keppninni hans. Móðir hans sagði síðan hálf vandræðaleg frá ástæðunni fyrir því. Foreldrarnir keyptu vissulega fjóra miða og héldu að þau væri að kaupa miða á keppni sonarins. Svo kom í ljós að þetta voru miðar á allt aðra keppni. „Við vorum svo glöð í gær af því að við náðum fjórum miðum. Vandamálið var bara að það var fyrir keppni í leirdúfuskotfmi,“ sagði Ulrika, móðir hans, og hló. Strákurinn notar riffill í sinni keppni en ekki haglabyssu. Miðarnir voru því í keppni í Leirdúfuskotfimi á föstudaginn en í þeirri keppni keppir einmitt Íslendingurinn Hákon Þór Svavarsson. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet)
Skotíþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira