Yfir hundrað handteknir í óeirðum í Lundúnum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2024 22:57 Til átaka kom milli lögreglumanna og óeirðaseggja í Lundúnum. AP Mótmæli vegna stunguárásarinnar í bænum Southport í Norður-Englandi á mánudag hafa dreift sér út fyrir bæinn. Lögreglan í Lundúnum handtók tugi mótmælenda eftir að óeirðir brutust út við Downingstræti í kvöld. Í umfjöllun Sky News kemur fram að nokkur hundruð manns hafi safnast saman fyrir utan bústað forsætisráðherra að Downingstræti 10 í Lundúnum, kastað blysum og bjórdósum í grindverk og kallað upphrópanir á borð við „bjargið börnunum“ og „stöðvið bátana“. Sautján ára piltur er í haldi lögreglu grunaður um að hafa stungið þrjár barnungar stúlkur til bana í bænum Southport á mánudaginn. Fimm til viðbótar liggja þungt haldnar á spítala. Óeirðir brutust út í Southport í gær skömmu eftir að minningarathöfn vegna stúlknanna þriggja fór fram í bænum. Hópur óeirðaseggja kastaði flugeldum, steinum og flöskum að mosku í borginni, braut rúður, kveikti í lögreglubíl og grýtti lögreglu. Mótmælin koma í kjölfar rangra staðhæfinga öfgahægrihópa um að pilturinn sem grunaður er um verknaðinn sé hælisleitandi. Þvert á meiningar mótmælenda er hann ekki sagður hafa nein tengsl við íslam og lögregla telur ljóst að ákveðnir hópar vilji notfæra sér árásina til að kynda undir ofbeldi. Sky News hefur eftir lögreglu að yfir hundrað manns hafi þegar verið handteknir í tengslum við átökin í Lundúnum og að lögregla sé að ná tökum á ástandinu. Þá hafi óeirðir brotist út í bænum Hartlepool í Norður-Englandi og eldur verið kveiktur í lögreglubíl. Lögregla hafi handtekið fjóra í þeim aðgerðum. Svipuð atburðarás hafi átt sér stað í Manchester þegar óeirðarseggir köstuðu hlutum í lögreglumenn og almenning. Bretland England Hnífaárás í Southport Tengdar fréttir Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45 Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15 Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. 30. júlí 2024 15:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Í umfjöllun Sky News kemur fram að nokkur hundruð manns hafi safnast saman fyrir utan bústað forsætisráðherra að Downingstræti 10 í Lundúnum, kastað blysum og bjórdósum í grindverk og kallað upphrópanir á borð við „bjargið börnunum“ og „stöðvið bátana“. Sautján ára piltur er í haldi lögreglu grunaður um að hafa stungið þrjár barnungar stúlkur til bana í bænum Southport á mánudaginn. Fimm til viðbótar liggja þungt haldnar á spítala. Óeirðir brutust út í Southport í gær skömmu eftir að minningarathöfn vegna stúlknanna þriggja fór fram í bænum. Hópur óeirðaseggja kastaði flugeldum, steinum og flöskum að mosku í borginni, braut rúður, kveikti í lögreglubíl og grýtti lögreglu. Mótmælin koma í kjölfar rangra staðhæfinga öfgahægrihópa um að pilturinn sem grunaður er um verknaðinn sé hælisleitandi. Þvert á meiningar mótmælenda er hann ekki sagður hafa nein tengsl við íslam og lögregla telur ljóst að ákveðnir hópar vilji notfæra sér árásina til að kynda undir ofbeldi. Sky News hefur eftir lögreglu að yfir hundrað manns hafi þegar verið handteknir í tengslum við átökin í Lundúnum og að lögregla sé að ná tökum á ástandinu. Þá hafi óeirðir brotist út í bænum Hartlepool í Norður-Englandi og eldur verið kveiktur í lögreglubíl. Lögregla hafi handtekið fjóra í þeim aðgerðum. Svipuð atburðarás hafi átt sér stað í Manchester þegar óeirðarseggir köstuðu hlutum í lögreglumenn og almenning.
Bretland England Hnífaárás í Southport Tengdar fréttir Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45 Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15 Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. 30. júlí 2024 15:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45
Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15
Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. 30. júlí 2024 15:52