Heimilið mitt var botnlausa tjaldið fyrir manninn sem nauðgaði mér Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 7. ágúst 2024 11:00 Fyrir nokkrum árum síðan var ég spurð: „Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum þar sem konum er nauðgað og fólk talar um þetta sem eðlilegan hlut? Ég hef heyrt þetta kallað nauðgunarhátíð!“ Spurningin kom frá franskri vinkonu minni sem hefur búið á Íslandi í nokkur ár og á þessum tíma hefur hún kynnt sér land og þjóð í gegn um bæði Íslendinga og útlendinga sem búa hér. „Þetta er ógeðslegt fyrirbæri og ég yrði bara hrædd um öryggi mitt að fara á svona hátíð,“ sagði hún. Ég skil hana svo vel. Við áttum þetta samtal árið 2018, árið sem hlutfallslega langflestar nauðganir voru tilkynntar í Vestmannaeyjum, eða tæpar nítján á hverja tíu þúsund íbúa. Þessa háu tölu yfir árið má rekja meðal annars til Þjóðhátíðar. Nauðgunarbrandari Patriks Atlasonar og Skaupið 2012 Nauðgunarbrandari Patriks Atlasonar er svo skýrt merki um það að enn eigum við langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Það að fyrirmynd ungra krakka spyr hlustanda í útvarpsþætti sínum á FM957 hvort hann ætli að mæta á Þjóðhátíð í Eyjum með botnlaust tjald segir allt sem segja þarf um hvert hugur hans leitar þegar hann hugsar um þessa hátíð. En þetta var náttúrulega bara grín, er það ekki? Botnlausa tjaldið er frásögn af því hvernig vinir höfðu tekið sig saman eitt árið og skorið botn úr tjaldi til að geta sett yfir áfengisdauðar konur í þeim tilgangi að nauðga þeim. Þetta er greypt svo djúpt í menningu okkar að þetta rataði í Áramótaskaupið árið 2012. Í senu er ungur maður að leita sér að tjaldi og það þarf að vera botnlaust því hann er að sko að fara á Þjóðhátíð í Eyjum og í bakgrunni ómar lagið „Lífið er yndislegt“. Öllu gamni fylgir einhver alvara. Á sama hátt með Patrik Atlason og Skaupið nær orðræðan til hlustenda á öllum aldri, hvort sem er í útvarpi, sjónvarpi eða lesnu efni. Það er mikilvægt að huga að því hvað maður segir, ekki ýta undir nauðgunarmenningu og beinlínis gera grín úr aðferð sem notuð hefur verið til að nauðga fólki á Þjóðhátíð. Fyrir þau sem þekkja afleiðingar þess konar ofbeldis er sárt og óhugnanlegt að heyra talað um það í léttu rúmi. Nauðgarar bera einir ábyrgð á gjörðum sínum Nauðgarar finna sér oftast leiðir til að athafna sig óáreittir, til dæmis bak við lokaðar dyr á klósetti á skemmtistað, í bíl, á afskekktu svæði á vinnustað og svo mætti lengi telja. Eða eins og í mínu tilviki, á heimilinu mínu. Þetta er í raun ekkert nýtt, heldur raunveruleg ógn og staðreynd í lífi fjölda kvenna. Lögreglan, í samstarfi við 112.is og dómsmálaráðuneytið, fór aftur af stað með átak yfir Verslunarmannahelgina „Er allt í góðu?“ eða „Góða skemmtun“ eins og það heitir núna. Í spurningakönnun þeirra á netinu spyrja þau „Getur þú haft áhrif á hvort annað fólk beitir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni?“ Svarið mitt var að sjálfsögðu nei, en þá fékk ég þessa niðurstöðu: „Jú, þú getur haft áhrif! Í litlum samfélögum eins og vinahópum eða vinnustöðum eru áhrif hverrar manneskju töluverð. Þú getur kynnt frábært nýtt lag fyrir fólki eða hjálpað vinnufélaga að klára sín verkefni. Með því að taka virka afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi getur þú líka haft áhrif á hvernig djamm-menningin í kringum þig er, hvernig þolendum ofbeldis eða áreitni líður í kringum þig og þú minnkar svigrúmið sem mögulegir gerendur hafa til að áreita aðra eða beita ofbeldi.“ Í gegnum þetta átak hamast embættin í að telja okkur trú um að meðal manneskjan geti með jafn einföldum hætti og að kynna samstarfsfélaga fyrir nýju lagi, haft áhrif á það hvort einstaklingur beiti aðra manneskju ofbeldi. Það væri óskandi að maður gæti stoppað slíkt af, en eins og venjulega er ábyrgðin alfarið á geranda. Ekki þolenda eða fólksins í kringum geranda, heldur geranda. Kerfið bregst þolendum ítrekað Við verðum að horfast í augun við raunveruleikann; kynbundið ofbeldi er vandamál karla. Tilkynningar hrúgast inn í kerfið sem síðan dregur gerendur ekki til ábyrgðar. Kerfið bregst þolendum ofbeldis ítrekað með lélegum rannsóknarháttum og nær ótakmarkaðri heimild til að fella mál niður þrátt fyrir sterk sönnunargögn. Auðvitað er afstaða gegn ofbeldi það sem við viljum almennt í samfélaginu en það eina sem stoppar ofbeldismann er hann sjálfur. Það er ekki hægt að nauðga eða beita ofbeldi óvart. Þetta er ákvörðun þess sem tekur hana. Nú sitjum við hér, árið 2024, með mann sem þúsundir hlusta á, spyrja hlustanda einfaldlega í beinni útsendingu: „Ætlar þú að mæta á Þjóðhátíð með botnlaust tjald?“ - eins og það sé jafn eðlilegt og að spyrja hvort viðkomandi ætli að taka með sér regnjakka til Eyja. Það er greinilega bara eitthvað djók að nauðga. Ef karlar ætla ekki að taka vandann, sem kynbundið ofbeldi er, alvarlega þá er lítil von fyrir okkur hin. Patrik hefði kannski betur reynt að hafa áhrif með því að kynna nýtt lag fyrir okkur frekar en að rifja upp ógeðfelldan nauðgunarbrandara. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum síðan var ég spurð: „Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum þar sem konum er nauðgað og fólk talar um þetta sem eðlilegan hlut? Ég hef heyrt þetta kallað nauðgunarhátíð!“ Spurningin kom frá franskri vinkonu minni sem hefur búið á Íslandi í nokkur ár og á þessum tíma hefur hún kynnt sér land og þjóð í gegn um bæði Íslendinga og útlendinga sem búa hér. „Þetta er ógeðslegt fyrirbæri og ég yrði bara hrædd um öryggi mitt að fara á svona hátíð,“ sagði hún. Ég skil hana svo vel. Við áttum þetta samtal árið 2018, árið sem hlutfallslega langflestar nauðganir voru tilkynntar í Vestmannaeyjum, eða tæpar nítján á hverja tíu þúsund íbúa. Þessa háu tölu yfir árið má rekja meðal annars til Þjóðhátíðar. Nauðgunarbrandari Patriks Atlasonar og Skaupið 2012 Nauðgunarbrandari Patriks Atlasonar er svo skýrt merki um það að enn eigum við langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Það að fyrirmynd ungra krakka spyr hlustanda í útvarpsþætti sínum á FM957 hvort hann ætli að mæta á Þjóðhátíð í Eyjum með botnlaust tjald segir allt sem segja þarf um hvert hugur hans leitar þegar hann hugsar um þessa hátíð. En þetta var náttúrulega bara grín, er það ekki? Botnlausa tjaldið er frásögn af því hvernig vinir höfðu tekið sig saman eitt árið og skorið botn úr tjaldi til að geta sett yfir áfengisdauðar konur í þeim tilgangi að nauðga þeim. Þetta er greypt svo djúpt í menningu okkar að þetta rataði í Áramótaskaupið árið 2012. Í senu er ungur maður að leita sér að tjaldi og það þarf að vera botnlaust því hann er að sko að fara á Þjóðhátíð í Eyjum og í bakgrunni ómar lagið „Lífið er yndislegt“. Öllu gamni fylgir einhver alvara. Á sama hátt með Patrik Atlason og Skaupið nær orðræðan til hlustenda á öllum aldri, hvort sem er í útvarpi, sjónvarpi eða lesnu efni. Það er mikilvægt að huga að því hvað maður segir, ekki ýta undir nauðgunarmenningu og beinlínis gera grín úr aðferð sem notuð hefur verið til að nauðga fólki á Þjóðhátíð. Fyrir þau sem þekkja afleiðingar þess konar ofbeldis er sárt og óhugnanlegt að heyra talað um það í léttu rúmi. Nauðgarar bera einir ábyrgð á gjörðum sínum Nauðgarar finna sér oftast leiðir til að athafna sig óáreittir, til dæmis bak við lokaðar dyr á klósetti á skemmtistað, í bíl, á afskekktu svæði á vinnustað og svo mætti lengi telja. Eða eins og í mínu tilviki, á heimilinu mínu. Þetta er í raun ekkert nýtt, heldur raunveruleg ógn og staðreynd í lífi fjölda kvenna. Lögreglan, í samstarfi við 112.is og dómsmálaráðuneytið, fór aftur af stað með átak yfir Verslunarmannahelgina „Er allt í góðu?“ eða „Góða skemmtun“ eins og það heitir núna. Í spurningakönnun þeirra á netinu spyrja þau „Getur þú haft áhrif á hvort annað fólk beitir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni?“ Svarið mitt var að sjálfsögðu nei, en þá fékk ég þessa niðurstöðu: „Jú, þú getur haft áhrif! Í litlum samfélögum eins og vinahópum eða vinnustöðum eru áhrif hverrar manneskju töluverð. Þú getur kynnt frábært nýtt lag fyrir fólki eða hjálpað vinnufélaga að klára sín verkefni. Með því að taka virka afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi getur þú líka haft áhrif á hvernig djamm-menningin í kringum þig er, hvernig þolendum ofbeldis eða áreitni líður í kringum þig og þú minnkar svigrúmið sem mögulegir gerendur hafa til að áreita aðra eða beita ofbeldi.“ Í gegnum þetta átak hamast embættin í að telja okkur trú um að meðal manneskjan geti með jafn einföldum hætti og að kynna samstarfsfélaga fyrir nýju lagi, haft áhrif á það hvort einstaklingur beiti aðra manneskju ofbeldi. Það væri óskandi að maður gæti stoppað slíkt af, en eins og venjulega er ábyrgðin alfarið á geranda. Ekki þolenda eða fólksins í kringum geranda, heldur geranda. Kerfið bregst þolendum ítrekað Við verðum að horfast í augun við raunveruleikann; kynbundið ofbeldi er vandamál karla. Tilkynningar hrúgast inn í kerfið sem síðan dregur gerendur ekki til ábyrgðar. Kerfið bregst þolendum ofbeldis ítrekað með lélegum rannsóknarháttum og nær ótakmarkaðri heimild til að fella mál niður þrátt fyrir sterk sönnunargögn. Auðvitað er afstaða gegn ofbeldi það sem við viljum almennt í samfélaginu en það eina sem stoppar ofbeldismann er hann sjálfur. Það er ekki hægt að nauðga eða beita ofbeldi óvart. Þetta er ákvörðun þess sem tekur hana. Nú sitjum við hér, árið 2024, með mann sem þúsundir hlusta á, spyrja hlustanda einfaldlega í beinni útsendingu: „Ætlar þú að mæta á Þjóðhátíð með botnlaust tjald?“ - eins og það sé jafn eðlilegt og að spyrja hvort viðkomandi ætli að taka með sér regnjakka til Eyja. Það er greinilega bara eitthvað djók að nauðga. Ef karlar ætla ekki að taka vandann, sem kynbundið ofbeldi er, alvarlega þá er lítil von fyrir okkur hin. Patrik hefði kannski betur reynt að hafa áhrif með því að kynna nýtt lag fyrir okkur frekar en að rifja upp ógeðfelldan nauðgunarbrandara. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun