Sleppur við sektir eftir auglýsingu um hundrað prósent lán Jón Þór Stefánsson skrifar 7. ágúst 2024 22:29 Auglýsingarnar vörðuðu fjármögnun á bílum. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Bílasala Guðfinns og fata- og skartgripaverslunin Brá sleppa við að þurfa að greiða dagsektir vegna villandi og ófullnægjandi upplýsinga á vefsíðum sínum. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu sem hafði áður úrskurðað um að verslunarnar tvær skyldu greiða dagsektir myndu þær ekki gera úrbætur. Mál bílasölunnar og Brár eru aðskilin. Annars vegar hafði Neytendastofa komist að þeirri niðurstöðu að Bílasala Guðfinns hefði brotið gegn ákvæðum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðsetningu með því að fullyrða á vefsíðu sinni að „100% lán í boði“ þar sem fjármögnunin var í raun samsett. Í úrskurði Neytendastofu kemur fram að frá apríl í fyrra og þangað til í maí á þessu ári hefði stofnunin ítrekað sent bílasölunni bréf en lítið fengið af svörum. Það hafi hins vegar þegar málið var tekið til meðferðar að bílasalan gaf þau svör að með hundrað prósent lánamöguleika væri átt við að áttatíu til níutíu prósenta fjármögnun frá lánafyrirtækjum sem láni til bílaviðskipta. Eftirstöðvarnar væru síðan oft á greiðslukortum og á Pei, Netgíró, og Aur. Þá ef viðskiptavinir væru með eldri bíl þá væri beðið með greiðslu. „Engin frekari svör bárust frá félaginu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir,“ segir í úrskurði Neytendastofu sem komst að þeirri niðurstöðu að samsett fjármögnun með þessum hætti gæti ekki talist sem hundrað prósent lán. Neytendastofa bannaði Bílasölu Guðfinns að viðhafa þessa viðskiptahætti gerði henni að greiða tuttugu þúsund krónur á dag þangað til farið væri að ákvörðun hennar. Líkt og áður segir gerði bílasalan úrbætur sem Neytendastofu þykir fullnægjandi. Þess má geta að árið 2022 kom upp sams konar mál þar sem Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að fullyrðingar Stóru bílasölunnar ehf. um möguleika á hundrað prósent láni. Nánar má lesa um það hér. Mega víst skila nærfötum Hins vegar var það mál verslunarinnar Brár, sem er rekin af Hjartadrottningunni ehf. Neytendastofa sagði fyrirtækið hafa veitt rangar upplýsingar um frest til að falla frá samningi og að sá réttur kaupenda væri takmarkaður með ólögmætum hætti. Málið varðaði skilmála á vefsíðu verslunarinnar. Á meðal þess sem Neytendastofa benti á er að í lögum komi fram að neytandi hafi fjórtán daga frest til að falla frá samningi sem byrji að líða þegar neytandi á vöruna í sína vörslu, en ekki þegar varan væri komin á valinn afhendingarstað líkt og sagði í skilmálanum hjá Brá. Þá setti stofnunin einnig út á neytendur hafi ekki fengið að skila keyptum nærfötum. Í skilmálunum kom jafnframt fram að ef fólk ætlaði að skila fötum þyrftu þau að veraí upprunalegu ásigkomulagi, ónotuð og með framleiðslu- eða verðmiða. Þar að auki þurfti að framvísa kvittun. „Ekkert [í lögununum] mælir fyrir um og heimilar svo víðtæka takmörkun á réttinum til að falla frá samningi,” segir í úrskurðinum. Neytendastofa krafiðst þess að Hjartadrottningin ehf. myndi fara að leiðbeiningum sínum innan tveggja vikna ella fengi verslunin á sig tuttugu þúsund króna dagsektir. En líkt og áður segir voru gerðar fullnægjandi breytingar á síðunni áður en dagsektirnar tóku gildi. Bílar Verslun Neytendur Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Mál bílasölunnar og Brár eru aðskilin. Annars vegar hafði Neytendastofa komist að þeirri niðurstöðu að Bílasala Guðfinns hefði brotið gegn ákvæðum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðsetningu með því að fullyrða á vefsíðu sinni að „100% lán í boði“ þar sem fjármögnunin var í raun samsett. Í úrskurði Neytendastofu kemur fram að frá apríl í fyrra og þangað til í maí á þessu ári hefði stofnunin ítrekað sent bílasölunni bréf en lítið fengið af svörum. Það hafi hins vegar þegar málið var tekið til meðferðar að bílasalan gaf þau svör að með hundrað prósent lánamöguleika væri átt við að áttatíu til níutíu prósenta fjármögnun frá lánafyrirtækjum sem láni til bílaviðskipta. Eftirstöðvarnar væru síðan oft á greiðslukortum og á Pei, Netgíró, og Aur. Þá ef viðskiptavinir væru með eldri bíl þá væri beðið með greiðslu. „Engin frekari svör bárust frá félaginu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir,“ segir í úrskurði Neytendastofu sem komst að þeirri niðurstöðu að samsett fjármögnun með þessum hætti gæti ekki talist sem hundrað prósent lán. Neytendastofa bannaði Bílasölu Guðfinns að viðhafa þessa viðskiptahætti gerði henni að greiða tuttugu þúsund krónur á dag þangað til farið væri að ákvörðun hennar. Líkt og áður segir gerði bílasalan úrbætur sem Neytendastofu þykir fullnægjandi. Þess má geta að árið 2022 kom upp sams konar mál þar sem Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að fullyrðingar Stóru bílasölunnar ehf. um möguleika á hundrað prósent láni. Nánar má lesa um það hér. Mega víst skila nærfötum Hins vegar var það mál verslunarinnar Brár, sem er rekin af Hjartadrottningunni ehf. Neytendastofa sagði fyrirtækið hafa veitt rangar upplýsingar um frest til að falla frá samningi og að sá réttur kaupenda væri takmarkaður með ólögmætum hætti. Málið varðaði skilmála á vefsíðu verslunarinnar. Á meðal þess sem Neytendastofa benti á er að í lögum komi fram að neytandi hafi fjórtán daga frest til að falla frá samningi sem byrji að líða þegar neytandi á vöruna í sína vörslu, en ekki þegar varan væri komin á valinn afhendingarstað líkt og sagði í skilmálanum hjá Brá. Þá setti stofnunin einnig út á neytendur hafi ekki fengið að skila keyptum nærfötum. Í skilmálunum kom jafnframt fram að ef fólk ætlaði að skila fötum þyrftu þau að veraí upprunalegu ásigkomulagi, ónotuð og með framleiðslu- eða verðmiða. Þar að auki þurfti að framvísa kvittun. „Ekkert [í lögununum] mælir fyrir um og heimilar svo víðtæka takmörkun á réttinum til að falla frá samningi,” segir í úrskurðinum. Neytendastofa krafiðst þess að Hjartadrottningin ehf. myndi fara að leiðbeiningum sínum innan tveggja vikna ella fengi verslunin á sig tuttugu þúsund króna dagsektir. En líkt og áður segir voru gerðar fullnægjandi breytingar á síðunni áður en dagsektirnar tóku gildi.
Bílar Verslun Neytendur Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira