Meiri harka í framkvæmdum en áður og fleiri mál fyrir dóm Lovísa Arnardóttir skrifar 8. ágúst 2024 09:06 Reynir Sævarsson, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga, segir meiri hörku í heimi framkvæmda í dag en áður. Mynd/Efla Reynir Sævarsson, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga, segir hlutverk eftirlitsaðila við framkvæmdir jafn stórt og þess sem hannar framkvæmdina. Hann segir algengara nú en áður að mál fari fyrir dómstóla þegar eitthvað kemur upp við framkvæmd. Reynir fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Mikið hefur verið fjallað um ýmsar framkvæmdir í fréttum undanfarið eins og til dæmis í leikskólanum Brákarborg þar sem gerð voru mistök við hönnun. Reynir segir dæmigert að eftirliti sé sinnt af öðrum en þeim sem sá um hönnun og það sé sérstakt hlutverk sem sé óháð henni. Sá sem sjái um eftirlitið eigi að sjá til þess að hún sé samkvæmt hönnun og lögum og reglum. „Það er mjög stórt og mikilvægt hlutverk í heildarkeðjunni að sinna eftirliti,“ segir Reynir og að umfang þess sé svipað og hönnunin sjálf. Í eftirlitinu felst það að fylgjast með framkvæmdinni sjálfri, efnunum sem er verið að nota og allt niður í það að telja steypujárnin áður en það er steypt. Reynir segir að erlendis séu stundum eftirlitsaðilarnir frá sama fyrirtæki og hönnuðu. Það séu kostir og gallar við bæði. Það sé auðveldara að gagnrýna ef það er ekki sami aðili. Hann segir að innan félags verkfræðinga sé mikið rætt um ábyrgð og að félagið hafi opnað samtal við stærstu verkkaupa, sem eru ríki og sveitarfélög. Hann segir að þetta sé risamál og þróunin sé að það sé meiri harka í þessum verkefnum. Áður fyrr hafi ekki reynt jafn mikið á ábyrgð. Menn hafi gert sitt besta og þeim verið treyst. En stundum hafi verið gerð mistök en það hafi verið þannig. Í dag fari mál frekar fyrir dómstóla og það reyni á ábyrgðir. Krafa um ótakmarkaða ábyrgð Hann segir þetta í raun eðlilega þróun. Það sé meiri samkeppni og það sé eðlilegt að það séu í gildi reglur og ábyrgðir sem reyni stundum á. „Það sem við höfum verið að gagnrýna er svo að það hafa verið gerðar kröfur um endalausa ábyrgð. Að það séu engin þök á því hvað ráðgjafafyrirtæki gæti þurft að greiða í bætur,“ segir Reynir. Það geti verið mistök í eftirliti og hönnun. Hann segir það ekki ganga að hafa ótakmarkaða ábyrgð. Hann tekur dæmi um stíflu sem er verið að hanna við virkjun. Verkefnið sé ekki flókið sjálft þó stíflan sé sjálf. Að hanna stífluna sé í raun fljótgert en ef hún klikki svo sé það gífurlegt tjón. Fyrirtæki með tíu starfsmenn sem vinni við það að hanna stíflur muni alltaf eiga erfitt með að ganga í ábyrgð fyrr slíkt tjón. Þegar eitthvað fari úrskeiðis, eins og ef stíflan myndi bresta, sé yfirleitt ekki bara einn þáttur sem hafi farið úrskeiðis. Það séu margir samverkandi þættir. Þó svo að það sé hægt að greina hvað kom fyrir sé ekki endilega einn aðili ábyrgur fyrir því. „Þetta verður stundum ekki eins einfalt og við myndum vilja hafa það,“ segir hann og að oft sé það samstarfið sem sé að klikka en ekki einfaldir hlutir í hönnun. Viðtalið er hægt að hlusta á i heild sinni hér að ofan. Skipulag Bítið Tengdar fréttir Vill „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum“ Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gagnrýnir orð Einars Þorsteinassonar borgarstjóra um að ráðist verði í „alvöru úttekt“ á máli leikskólans Brákarborgar. 7. ágúst 2024 23:06 Ármúlinn verði vel nothæfur leikskóli eftir tvær vikur Samskiptastjóri Reykjavíkurborgar segir að unnið verði að því næstu tvær vikurnar að gera húsnæðið í Ármúla huggulegt og leikskólahæft. Hún segir að ekki liggi fyrir hversu langan tíma framkvæmdir við Brákarborg munu taka, en borgin hafi veitt foreldrum allar upplýsingar sem eru fyrir hendi. Fundur verði boðaður með foreldrum á næstunni. 26. júlí 2024 15:13 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um ýmsar framkvæmdir í fréttum undanfarið eins og til dæmis í leikskólanum Brákarborg þar sem gerð voru mistök við hönnun. Reynir segir dæmigert að eftirliti sé sinnt af öðrum en þeim sem sá um hönnun og það sé sérstakt hlutverk sem sé óháð henni. Sá sem sjái um eftirlitið eigi að sjá til þess að hún sé samkvæmt hönnun og lögum og reglum. „Það er mjög stórt og mikilvægt hlutverk í heildarkeðjunni að sinna eftirliti,“ segir Reynir og að umfang þess sé svipað og hönnunin sjálf. Í eftirlitinu felst það að fylgjast með framkvæmdinni sjálfri, efnunum sem er verið að nota og allt niður í það að telja steypujárnin áður en það er steypt. Reynir segir að erlendis séu stundum eftirlitsaðilarnir frá sama fyrirtæki og hönnuðu. Það séu kostir og gallar við bæði. Það sé auðveldara að gagnrýna ef það er ekki sami aðili. Hann segir að innan félags verkfræðinga sé mikið rætt um ábyrgð og að félagið hafi opnað samtal við stærstu verkkaupa, sem eru ríki og sveitarfélög. Hann segir að þetta sé risamál og þróunin sé að það sé meiri harka í þessum verkefnum. Áður fyrr hafi ekki reynt jafn mikið á ábyrgð. Menn hafi gert sitt besta og þeim verið treyst. En stundum hafi verið gerð mistök en það hafi verið þannig. Í dag fari mál frekar fyrir dómstóla og það reyni á ábyrgðir. Krafa um ótakmarkaða ábyrgð Hann segir þetta í raun eðlilega þróun. Það sé meiri samkeppni og það sé eðlilegt að það séu í gildi reglur og ábyrgðir sem reyni stundum á. „Það sem við höfum verið að gagnrýna er svo að það hafa verið gerðar kröfur um endalausa ábyrgð. Að það séu engin þök á því hvað ráðgjafafyrirtæki gæti þurft að greiða í bætur,“ segir Reynir. Það geti verið mistök í eftirliti og hönnun. Hann segir það ekki ganga að hafa ótakmarkaða ábyrgð. Hann tekur dæmi um stíflu sem er verið að hanna við virkjun. Verkefnið sé ekki flókið sjálft þó stíflan sé sjálf. Að hanna stífluna sé í raun fljótgert en ef hún klikki svo sé það gífurlegt tjón. Fyrirtæki með tíu starfsmenn sem vinni við það að hanna stíflur muni alltaf eiga erfitt með að ganga í ábyrgð fyrr slíkt tjón. Þegar eitthvað fari úrskeiðis, eins og ef stíflan myndi bresta, sé yfirleitt ekki bara einn þáttur sem hafi farið úrskeiðis. Það séu margir samverkandi þættir. Þó svo að það sé hægt að greina hvað kom fyrir sé ekki endilega einn aðili ábyrgur fyrir því. „Þetta verður stundum ekki eins einfalt og við myndum vilja hafa það,“ segir hann og að oft sé það samstarfið sem sé að klikka en ekki einfaldir hlutir í hönnun. Viðtalið er hægt að hlusta á i heild sinni hér að ofan.
Skipulag Bítið Tengdar fréttir Vill „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum“ Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gagnrýnir orð Einars Þorsteinassonar borgarstjóra um að ráðist verði í „alvöru úttekt“ á máli leikskólans Brákarborgar. 7. ágúst 2024 23:06 Ármúlinn verði vel nothæfur leikskóli eftir tvær vikur Samskiptastjóri Reykjavíkurborgar segir að unnið verði að því næstu tvær vikurnar að gera húsnæðið í Ármúla huggulegt og leikskólahæft. Hún segir að ekki liggi fyrir hversu langan tíma framkvæmdir við Brákarborg munu taka, en borgin hafi veitt foreldrum allar upplýsingar sem eru fyrir hendi. Fundur verði boðaður með foreldrum á næstunni. 26. júlí 2024 15:13 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Vill „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum“ Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gagnrýnir orð Einars Þorsteinassonar borgarstjóra um að ráðist verði í „alvöru úttekt“ á máli leikskólans Brákarborgar. 7. ágúst 2024 23:06
Ármúlinn verði vel nothæfur leikskóli eftir tvær vikur Samskiptastjóri Reykjavíkurborgar segir að unnið verði að því næstu tvær vikurnar að gera húsnæðið í Ármúla huggulegt og leikskólahæft. Hún segir að ekki liggi fyrir hversu langan tíma framkvæmdir við Brákarborg munu taka, en borgin hafi veitt foreldrum allar upplýsingar sem eru fyrir hendi. Fundur verði boðaður með foreldrum á næstunni. 26. júlí 2024 15:13