Stefnir í helmingshækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2024 08:43 Samtök atvinnulífsins gagnrýna borgaryfirvöld fyrir tregðu til að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í ljósi hækkunar fasteignamats ólíkt nágrannasveitarfélögum. Vísir/Vilhelm Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði munu hafa hækkað um helming á áratug á næsta ári samkvæmt nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Þau segja skattlagninguna verða sífellt meira íþyngjandi fyrir atvinnurekendur. Alls áætla Samtök iðnaðarins að fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði nemi tæplega 39 milljörðum króna á næsta ári sem sé hækkun um nærri því sjö prósent milli ára. Hækkunin sé afleiðing hækkunar fasteignamats. Gangi það eftir verði þessir skattar helmingi hærri að raunvirði á næsta ári en þeir voru fyrir tíu árum. Hækkun fasteignaskattanna hafi hækkað umfram vöxt verðmætasköpunar hagkerfisins. Hlutfall þeirra hafi farið úr 0,7 í 0,8 prósent af landframleiðslu síðasta áratuginn. Nær helmingur sveitarfélaga landsins er með skattlagningu atvinnuhúsnæðis í lögbundnu hámarki, 1,65 prósent, samkvæmt greiningunni. Samtökin gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir að vera treg til þess að mæta hækkun fasteignamats með lækkun álagningarhlutfallsins, ólíkt Kópavogi og Hafnarfirði sem þau telja til fyrirmyndar. Tæplega önnur hvor króna af tekjum sveitarfélaga af atvinnuhúsnæði renni í borgarsjóð og uppbygging atvinnuhúsnæðis hafi verið meiri í sveitarfélögum utan Reykjavíkur undanfarin ár. Ósátt við tengingu skatta við fasteignamat Fasteignaskatta á fyrirtæki á Íslandi segja Samtök iðnaðarins mjög háa í alþjóðlegum samanburði. Á meðal OECD-ríkja séu þeir skattar tæplega 0,5 prósent landframleiðslu, borið saman við 0,8 prósent hér. Hlutfallið sé mun lægra á Norðurlöndunum en á Íslandi. Þá eru Samtök iðnaðarins ósátt við hvernig fasteignaskattarnir eru reiknaði út á Íslandi. Álagningin sé beintengd þróun fasteignamats sem þróast aftur í takt við mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnnar um þróun verðs á atvinnuhúsnæði. Í þessu telja samtökin felast hvati fyrir sveitarfélög að takmarka lóðaframboð til þess að þrýsta upp húsnæðisverði og auka tekjur af fasteignasköttum. Í ýmsum löndum, sem eru ekki tilgreind frekar í tilkynningu samtakanna, hafi verið takmarkað eða komið alfarið í veg fyrir að mikil hækkun húsnæðisverð skili verulegri hækkun fasteignaskatta. Skattar og tollar Fasteignamarkaður Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Alls áætla Samtök iðnaðarins að fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði nemi tæplega 39 milljörðum króna á næsta ári sem sé hækkun um nærri því sjö prósent milli ára. Hækkunin sé afleiðing hækkunar fasteignamats. Gangi það eftir verði þessir skattar helmingi hærri að raunvirði á næsta ári en þeir voru fyrir tíu árum. Hækkun fasteignaskattanna hafi hækkað umfram vöxt verðmætasköpunar hagkerfisins. Hlutfall þeirra hafi farið úr 0,7 í 0,8 prósent af landframleiðslu síðasta áratuginn. Nær helmingur sveitarfélaga landsins er með skattlagningu atvinnuhúsnæðis í lögbundnu hámarki, 1,65 prósent, samkvæmt greiningunni. Samtökin gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir að vera treg til þess að mæta hækkun fasteignamats með lækkun álagningarhlutfallsins, ólíkt Kópavogi og Hafnarfirði sem þau telja til fyrirmyndar. Tæplega önnur hvor króna af tekjum sveitarfélaga af atvinnuhúsnæði renni í borgarsjóð og uppbygging atvinnuhúsnæðis hafi verið meiri í sveitarfélögum utan Reykjavíkur undanfarin ár. Ósátt við tengingu skatta við fasteignamat Fasteignaskatta á fyrirtæki á Íslandi segja Samtök iðnaðarins mjög háa í alþjóðlegum samanburði. Á meðal OECD-ríkja séu þeir skattar tæplega 0,5 prósent landframleiðslu, borið saman við 0,8 prósent hér. Hlutfallið sé mun lægra á Norðurlöndunum en á Íslandi. Þá eru Samtök iðnaðarins ósátt við hvernig fasteignaskattarnir eru reiknaði út á Íslandi. Álagningin sé beintengd þróun fasteignamats sem þróast aftur í takt við mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnnar um þróun verðs á atvinnuhúsnæði. Í þessu telja samtökin felast hvati fyrir sveitarfélög að takmarka lóðaframboð til þess að þrýsta upp húsnæðisverði og auka tekjur af fasteignasköttum. Í ýmsum löndum, sem eru ekki tilgreind frekar í tilkynningu samtakanna, hafi verið takmarkað eða komið alfarið í veg fyrir að mikil hækkun húsnæðisverð skili verulegri hækkun fasteignaskatta.
Skattar og tollar Fasteignamarkaður Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira