Rán um hábjartan dag Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 8. ágúst 2024 14:30 Um verslunarmannahelgina fórum við konan til Akureyrar, höfuðstaðar Norðurlands. Þangað er gott að koma og veðrið var frábært. Nú, þegar maður er á ferðalagi, þá þarf maður að borða, maður losnar ekkert við það. Margir hafa eflaust tekið eftir mjög háu verðlagi hér á Íslandi undanfarin misseri, svimandi hárri verðbólgu og vöxtum, sem stjórnvöld virðast lítið sem ekkert ráða við, þrátt fyrir ákveðnar aðgerðir í þeim efnum. Kannski eru það bara ekki réttu aðgerðirnar, en það er ef til vill efni í aðra grein. Reyndar vil ég meina að sökum alls þess rugls sem viðgengst hér í verðlags og vaxtamálum séu margir Íslendingar orðnir ,,dofnir“ á vissan hátt, þ.e.a.s. að þeir láti bara bjóða sér hvað sem er. Að svokallað ,,verðskyn“ landans sé meira og minna lamað eða brenglað, að almenningur einfaldlega búist við að allt kosti annann handlegginn. Að þetta eigi bara að vera svona og að það sé eitthvað náttúrulögmál. Það er hins vegar ekki þannig. Bjórdós á 1750 krónur! En aftur að Akureyri. Þar litum við inn á nýlegan veitingastað nálægt gististaðnum. Þar var hægt að fá ostbita sem smárétt á um 4000 krónur. Á sama stað var boðið upp á bjórdós (330 ml) á 1750 krónur! Sé það uppreiknað í 500 ml (stóran bjór) þá er það rúmlega 2600 krónur! Það sér hver heilvita maður að þetta er galið. Við stóðum upp og fórum. Á öðrum stað var boðið upp á hamborgara á 4500 krónur og á enn öðrum var boðið upp á kjúklingalund (ekkert merkileg), á heilar 7700 krónur. Þarna tók maður reyndar andköf. Ef við gefum okkur að lundin hafi verið 200 grömm að þyngd, þá er kílóverðið á þessum blessaða kjúlla samtals 38.500 krónur! Á tónlistarsviðinu var svo einnig boðið upp á ,,cover-tónleika“ (lög eftir aðra), þar sem miðinn kostaði tæpar 8.000 krónur! Það er vel í lagt. Um daginn sá ég tónleika með Unu Torfa í Bæjarbíói í Hafnarfirði, þar sem hún lék frumsamið efni og þar kostaði miðinn um þúsund krónum minna. Þessu sem hér er lýst er auðvitað ekkert annað en brjálæði og kannski lýsir frasinn ,,rán um hábjartan dag“ þessu kannski best. Hvernig dettur mönnum þessi verðlagning í hug? Hvað liggur að baki henni? Hugsa þeir sem svo að það sér bara hægt að bjóða fólki hvað sem er? Auðvitað er orðið ,,græðgi“ fyrsta orðið sem manni dettur í hug. Og svo auðvitað öllum ferðamönnunum boðið upp á þessa sturlun. Ég ætla reyndar að minnast á að þetta var ekki svona á öllum stöðum, það voru staðir þar sem verðið var þannig að ekki var hægt að skilgreina það sem ,,tilraun til ráns.“ Þetta skal tekið fram til að gæta sanngirni. Það var sem sagt til það sem kalla mætti ,,eðlilegt verð.“ En hitt stingur bara svo rosalega í augun. Sjokk í sundi En svona að lokum verð ég svo að minnast á verðið fyrir stakan sundmiða í sundlaug Akureyrar, þessari fínu laug bæjarins, en hann kostaði 1300 krónur! Það var eins og fá blauta tuska (eða bara sundskýlu!) í andlitið, það kostaði sem sagt 2600 krónur fyrir okkur hjónin í sund. Hvað er í gangi? Íslendingar eru alltaf að monta sig af sundmenningunni, en með þessu áframhaldi verður gengið af henni dauðri, það er nokkuð ljóst. Kannski verður það bara vel efnuð yfirstéttin á Íslandi sem mun stunda sund í framtíðinni? Lýðurinn geti bara notað sturtuna heima og skrúbbað af sér þar. Eftir að hafa samt, og þrátt fyrir allt, bara haft það fínt, í fínu veðri fyrir norðan, þá keyrðum við til baka í borgina á rándýru bensíni. Bensíni, sem virðist vera haldið dýru hér á Íslandi og ekki vera í neinum tengslum við það sem kallað er ,,heimsmarkaðsverð á olíu.“ Það er eitthvað verulega dularfullt við eldsneytismarkaðinn á Íslandi, sem virðist vera ónæmur fyrir verðbreytingum úti í heimi, nema þá helst þegar þær eru eru upp á við, en það er kannski efni í aðra sögu um ,,rán um hábjartan dag.“ Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Akureyri Verðlag Neytendur Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Um verslunarmannahelgina fórum við konan til Akureyrar, höfuðstaðar Norðurlands. Þangað er gott að koma og veðrið var frábært. Nú, þegar maður er á ferðalagi, þá þarf maður að borða, maður losnar ekkert við það. Margir hafa eflaust tekið eftir mjög háu verðlagi hér á Íslandi undanfarin misseri, svimandi hárri verðbólgu og vöxtum, sem stjórnvöld virðast lítið sem ekkert ráða við, þrátt fyrir ákveðnar aðgerðir í þeim efnum. Kannski eru það bara ekki réttu aðgerðirnar, en það er ef til vill efni í aðra grein. Reyndar vil ég meina að sökum alls þess rugls sem viðgengst hér í verðlags og vaxtamálum séu margir Íslendingar orðnir ,,dofnir“ á vissan hátt, þ.e.a.s. að þeir láti bara bjóða sér hvað sem er. Að svokallað ,,verðskyn“ landans sé meira og minna lamað eða brenglað, að almenningur einfaldlega búist við að allt kosti annann handlegginn. Að þetta eigi bara að vera svona og að það sé eitthvað náttúrulögmál. Það er hins vegar ekki þannig. Bjórdós á 1750 krónur! En aftur að Akureyri. Þar litum við inn á nýlegan veitingastað nálægt gististaðnum. Þar var hægt að fá ostbita sem smárétt á um 4000 krónur. Á sama stað var boðið upp á bjórdós (330 ml) á 1750 krónur! Sé það uppreiknað í 500 ml (stóran bjór) þá er það rúmlega 2600 krónur! Það sér hver heilvita maður að þetta er galið. Við stóðum upp og fórum. Á öðrum stað var boðið upp á hamborgara á 4500 krónur og á enn öðrum var boðið upp á kjúklingalund (ekkert merkileg), á heilar 7700 krónur. Þarna tók maður reyndar andköf. Ef við gefum okkur að lundin hafi verið 200 grömm að þyngd, þá er kílóverðið á þessum blessaða kjúlla samtals 38.500 krónur! Á tónlistarsviðinu var svo einnig boðið upp á ,,cover-tónleika“ (lög eftir aðra), þar sem miðinn kostaði tæpar 8.000 krónur! Það er vel í lagt. Um daginn sá ég tónleika með Unu Torfa í Bæjarbíói í Hafnarfirði, þar sem hún lék frumsamið efni og þar kostaði miðinn um þúsund krónum minna. Þessu sem hér er lýst er auðvitað ekkert annað en brjálæði og kannski lýsir frasinn ,,rán um hábjartan dag“ þessu kannski best. Hvernig dettur mönnum þessi verðlagning í hug? Hvað liggur að baki henni? Hugsa þeir sem svo að það sér bara hægt að bjóða fólki hvað sem er? Auðvitað er orðið ,,græðgi“ fyrsta orðið sem manni dettur í hug. Og svo auðvitað öllum ferðamönnunum boðið upp á þessa sturlun. Ég ætla reyndar að minnast á að þetta var ekki svona á öllum stöðum, það voru staðir þar sem verðið var þannig að ekki var hægt að skilgreina það sem ,,tilraun til ráns.“ Þetta skal tekið fram til að gæta sanngirni. Það var sem sagt til það sem kalla mætti ,,eðlilegt verð.“ En hitt stingur bara svo rosalega í augun. Sjokk í sundi En svona að lokum verð ég svo að minnast á verðið fyrir stakan sundmiða í sundlaug Akureyrar, þessari fínu laug bæjarins, en hann kostaði 1300 krónur! Það var eins og fá blauta tuska (eða bara sundskýlu!) í andlitið, það kostaði sem sagt 2600 krónur fyrir okkur hjónin í sund. Hvað er í gangi? Íslendingar eru alltaf að monta sig af sundmenningunni, en með þessu áframhaldi verður gengið af henni dauðri, það er nokkuð ljóst. Kannski verður það bara vel efnuð yfirstéttin á Íslandi sem mun stunda sund í framtíðinni? Lýðurinn geti bara notað sturtuna heima og skrúbbað af sér þar. Eftir að hafa samt, og þrátt fyrir allt, bara haft það fínt, í fínu veðri fyrir norðan, þá keyrðum við til baka í borgina á rándýru bensíni. Bensíni, sem virðist vera haldið dýru hér á Íslandi og ekki vera í neinum tengslum við það sem kallað er ,,heimsmarkaðsverð á olíu.“ Það er eitthvað verulega dularfullt við eldsneytismarkaðinn á Íslandi, sem virðist vera ónæmur fyrir verðbreytingum úti í heimi, nema þá helst þegar þær eru eru upp á við, en það er kannski efni í aðra sögu um ,,rán um hábjartan dag.“ Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar