Fundur leigjendasamtakanna með húsnæðishóp Samfylkingar Yngvi Sighvatsson skrifar 9. ágúst 2024 10:00 Í síðustu viku átti Yngvi Sighvatsson, varaformaður Leigjendasamtakanna, fund með Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, sem fer fyrir húsnæðishópi flokksins í aðdraganda komandi kosninga. Fundurinn var að frumkvæði okkar þar sem við hjá Leigjendasamtökunum höfum lengi reynt að koma á framfæri áhyggjum okkar á grundvallarbreytingum á íslenskum húsnæðismarkaði þar sem á einu kynslóðarbili hefur húsnæðisverð ekki bara hækkað tífalt í verði, heldur hefur hlutfall þeirra sem búa í eigin húsnæði dregist saman úr rúmlega 90% í ca. 60%. Hér á eftir eru helstu punktarnir frá þessum góða fundi. Fyrsta atriðið var einfaldlega að sýna þingmanninum fram á að húsnæðisverð hefur í raun hækkað tífalt í verði frá aldamótum, eða á einu kynslóðarbili, en á sama tíma hefur verðgildi launa rúmlega þrefaldast. Það er staðreynd sem stjórnvöld verða að horfast í augu við og bregðast við, en hafa ekki gert sökum þess hverjir stjórna og í hverra umboði þau starfa. Frá fundi Yngva með Jóhanni Páli. Af hverju gerðist þetta og hver leyfði þessu ástandi að raungerast? Eftirfarandi atburðarrás bendir til þess að í raun hafi verið spilað með okkur, svona risastórt matador sem íslenskir auðmenn mala gull á. Um aldamót var verkamannabústaðakerfið lagt niður, en þá var félagslegt húsnæði í boði hérlendis um 11% af húsnæðismarkaðinum. Í dag er það rúmlega 3%. Hlutfall Íslendinga sem bjuggu þá í eigin húsnæði um 90% (verkó meðtalið). Um 2003 er lögum síðan breytt þar sem sveitarfélögunum er leyft að selja lóðir til tekjuöflunar, eða til hæstbjóðanda. Áður máttu sveitarfélög rukka þann kostnað sem til féll til að gera lóð byggingarhæfa og máttu ekki mismuna fólki eftir eignastöðu þess eins og í dag. Í aðdraganda hrunsins þá byrjaði ballið að fullri alvöru, Framsóknarflokkurinn, sem ásamt Sjálfstæðisflokki ber höfuðábyrgð á ástandinu, kom 90% lánunum í gegn, húsnæðisverð byrjaði að rjúka upp og svo hrundi spilaborgin. Í kjölfar hrunsins átti sér stað gríðarleg eignatilfærsla og þúsundir fjölskyldna misstu heimili sín sem síðan voru seld á undirverði, með málamyndaskilmálum til fjárfesta og varð þá til grunnurinn að stóru leigufélögunum sem síðan hafa skipulega ýtt undir hækkun leigu/húsnæðisverðs okkur hinum til mikils skaða, eitthvað sem Leigjendasamtökin bendu á í bréfi til samkeppniseftirlitsins 2016. Siðan var það framsóknarkonan Eygló Harðardóttir sem stóð fyrir breytingum á lögum um samvinnufélög, sem gerðu uppbyggingu húsnæðis á vegum samvinnufélaga gott sem ómögulega, en hér áður voru heilu hverfin byggð upp af samvinnufélögum, prentara, bókara og svo framvegis. Sveitarfélögin hunsa síðan skýr landslög sem segja að ekki bara beri þeim skylda til að skaffa fólki húsnæði sem vantar heimili, heldur ber þeim skylda að hafa frumkvæði um slíkt. Umsjónaraðili fasteignamarkaðarins, HMS og forveri þess bera mikla ábyrgð á ástandinu, bæði með því að fela það, ýkja þær tölur sem henta og svo er sú stofnun lykilspilari í því að koma hér á fót risa leigufélögum og því vanhæf í því að fjalla um eigin gjörðir, enda sama fólkið við stjórn þá og nú. Hér að ofan sjáum við grundvallarbreytingu á húsnæðisstefnu landsins, þar sem grunnþörf okkar allra er í raun seld frá okkur til hæstbjóðanda og fólki skipulega smalað í sífellt dýrara húsnæði þar sem öllum björgum er haldið frá því, enda er hlutfall félagslegs húsnæðis hér á landi einungis ríflega 3% í dag (var 11% um aldamót) sem er margfalt minna en annarsstaðar í Evrópu. Fasteignamarkaðurinn er í dag gott sem eingöngu fyrir fjárfesta, enda um 90% af nýbyggðum íbúðum sem fara til þeirra og þar liggur vandinn, miklu frekar en í skorti á húsnæði því sá skortur er heimatilbúinn með hagnaðarvon í huga hjá hagsmunaraðilum sem síðan spila með þá stjórnmálamenn sem til þarf. Fjölskylda sem stenst ekki lánshæfismat þarf að borga dýrari mánaðargreiðslur fyrir íbúðina sem fjárfestirinn keypti og leigði þeim, því ríkið skattleggur borgarana og greiðir út 10 milljarða eða svo á hverju ári til að viðhalda hér okurleigu. Það þekkist ekki erlendis og vakti mikla furðu meðal gesta á þingi alþjóðasamtaka leigjenda í fyrra að borga út leigubætur en hafa siðan engar hömlur á leiguverði, enda er það tvennt í raun ósamrýmanlegt eins og sést vel hérlendis þar sem leiga hækkar yfirleitt umfram hækkun húsnæðisbóta í hvert skipti sem þær hækka sem þýðir akkúrat það að auðmenn þessa lands fá meira úr vasa skattgreiðenda. Lóðabrask sem kom til í kjölfar lagabreytinga þar sem lóðir ganga kaupum og sölum með tilheyrandi kostnaði og töfum á framkvæmdum, sem að lokum smyr allt að 10 milljónum á hverja selda íbúð. BHM benti á fyrir um ári að byggingaverktakar hafa aukið hagnað sinn um 100% að raungildi á síðustu árum. Ef þetta ástand er ekki tilbúið og hinn “frjálsi markaður” virkaði sem skyldi hér, þá væri að sjálfsögðu búið að byggja fyrir allan þann fjölda sem vantar heimili, enda ástandið varað mjög lengi. En svo er ekki. Lausnin á þessu ástandi er sú að skilgreina húsnæði sem grunnþörf, eða mannréttindi okkar allra, taka vöruna „húsnæði“ af fjárfestingamarkaði og færa aftur til fólksins enda sér það hver heilvita maður að húsnæðisverð er hér komið í ósjálfbært ástand sökum græðgi og óstjórnar. Taka þarf upp viðmiðunarverð húsaleigu sem miðast við að enginn tapi á því að leigja út húsnæði, en það sé ekki gert með ofurgróða í huga. Leigubremsa er ekki lausn því annað af tvennu verður þá að koma til, hækka þarf grunnlaun til jafns við tíföldun húsnæðisverðs eða lækka hér húsnæðisverð til jafns við hækkun launa síðustu 24 árin. Það að húsnæði sé í dag fjárfestingarvara sem leigjendur borga síðan upp ásamt ríkinu í formi húsnæðisbóta er ekki ástand sem við viljum viðhalda. Leggja þarf af núverandi húsnæðisbótakerfi og snúa því við samhliða viðmiðunarverði húsaleigu þar sem kaupendur húsnæðis geta sótt um bætur ef sýnt er fram á að húsnæðið beri sannarlega aukinn kostnað, ekki eingöngu kostnað fjárfestisins á uppkaupum á rándýru húsnæði. Koma þarf í veg fyrir uppkaup fjárfesta á íbúðum með því að þrengja lánaskilyrði, takmarka gróðavonina og skattleggja auka íbúðir. Koma þarf í veg fyrir auðar íbúðir til lengri tíma, það er gert víða erlendis og ber að líta til þeirra lausna. Til að stöðva svarta leigustarfsemi þarf að skapa hvata og öryggi fyrir leigjendur slíks húsnæðis til þess að tilkynna slíkt og gera slíka starfsemi refsiverða. Stöðva þarf útleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna, enda slík gróðastarfsemi ótæk í miðri húsnæðiskreppu. Helstu mótrök sumra gegn hvers kyns hömlum á leiguverði er að fjárfestar myndu þá ekki vilja kaupa húsnæði til þess að leigja út. En fyrir okkur er það einfaldlega ákjósanlegt að venjulegir Íslendingar fái að kaupa sér íbúðir og fjárfestar fari í að fjárfesta frekar á markaði með eitthvað annað en grunnréttindi okkar. Vakin var athygli þingmannsins á því hvernig húsaleigubótakerfið virkar illa fyrir þá sem allra minnst mega sín því öll hækkun húsnæðisbóta frá ríkinu skerðir beint bætur frá sveitarfélaginu og var ekki annað að sjá en hann væri sammála því. Rætt var um stöðnun í uppbyggingu og stríðan straum af glærusýningum sem engu virðast skila. Þingmaðurinn benti réttilega á að skipulagsmál geri alla uppbyggingu hæga en spurt var þá hvort Alþingi Íslendinga hefði ekki umboð og vald til þess að bregðast ákveðið við neyðarástandinu. Í framhaldinu komum við í Leigjendasamtökunum til með að senda Jóhanni hugmyndir okkar um innflutning og uppsetningar á forbyggðum húsum. En hægt væri þannig að byggja upp stórt hverfi á nokkrum mánuðum fyrir hluta þess kostnaðar sem venjulegar framkvæmdir krefðust. Við bendum einnig á að Samfylkingin er líka ábyrg fyrir ástandinu, sérstaklega ef þéttingarstefna borgarinnar er skoðuð í samhengi við þann bráðavanda sem nú ríkir á fasteignamarkaði. Við ræddum líka skammsýni sumra stjórnmálamanna sem sem vilja ekki bregðast við vandanum því „frelsið“ til að græða er þeim svo mikilvægt, en þeir sjá ekki heildaráhrifin í samkeppnislausu umhverfi eins og markaðurinn hér er, sem birtast á margvíslegan máta í samfélaginu. Húsnæðisverð hækkar þrefalt á við launavísitölu á einu kynslóðarbili. Umpólun á eignarhaldi þar sem hlutfall fólks í eigin húsnæði hefur farið úr 90% í 61% á sama tíma. Hagfræðingar sem ekki starfa innan íslenska bankakerfisins eru flestir sammála um að stærsti drifkraftur verðbólgunnar hér sé húsnæðismarkaðurinn. Á fundi Leigjendasamtakanna með Atvinnufjelaginu fyrir ekki svo löngu var sameiginleg niðurstaða okkar að húsnæðisverð væri farið að valda minni fyrirtækjum miklum vanda því þau verða að geta borgað laun sem duga fyrir þeim aukna kostnaði. Samkeppnisstaða landsins á alþjóðavettvangi versnar því allt verður dýrara, öll þjónusta, veitingar og svo framvegis og samdráttur verður til að mynda í ferðamannaiðnaði með tilheyrandi áhrifum á þjóðarbúið. Sífellt hærri hluti tekna ríkissjóðs fer í að niðurgreiða leiguverð með húsaleigubótum, sem er skattur á almenning í þágu allra ríkasta fólksins. Fjöldi fólks borgar það mikinn hluta tekna sinna í húsnæði að það nær ekki að taka þátt í samfélaginu og dregur því úr umfangi og heildar umsvifum hagkerfisins fyrir vikið, sem og lífsgæðum fólksins. Þessi fundur var eins og sagt var í byrjun góður og vonum við í Leigjendasamtökunum að hæstvirtur þingmaður Jóhann Páll sjái vandann eins og hann er vaxinn og að hann og flokkur hans séu nógu kjörkuð til þess að taka stórar ákvarðanir með fólkinu í landinu, gegn hagsmunaöflunum sem hafa leitt okkar á þann stað sem við erum í dag. Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna og leikjahönnuður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Samfylkingin Húsnæðismál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku átti Yngvi Sighvatsson, varaformaður Leigjendasamtakanna, fund með Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, sem fer fyrir húsnæðishópi flokksins í aðdraganda komandi kosninga. Fundurinn var að frumkvæði okkar þar sem við hjá Leigjendasamtökunum höfum lengi reynt að koma á framfæri áhyggjum okkar á grundvallarbreytingum á íslenskum húsnæðismarkaði þar sem á einu kynslóðarbili hefur húsnæðisverð ekki bara hækkað tífalt í verði, heldur hefur hlutfall þeirra sem búa í eigin húsnæði dregist saman úr rúmlega 90% í ca. 60%. Hér á eftir eru helstu punktarnir frá þessum góða fundi. Fyrsta atriðið var einfaldlega að sýna þingmanninum fram á að húsnæðisverð hefur í raun hækkað tífalt í verði frá aldamótum, eða á einu kynslóðarbili, en á sama tíma hefur verðgildi launa rúmlega þrefaldast. Það er staðreynd sem stjórnvöld verða að horfast í augu við og bregðast við, en hafa ekki gert sökum þess hverjir stjórna og í hverra umboði þau starfa. Frá fundi Yngva með Jóhanni Páli. Af hverju gerðist þetta og hver leyfði þessu ástandi að raungerast? Eftirfarandi atburðarrás bendir til þess að í raun hafi verið spilað með okkur, svona risastórt matador sem íslenskir auðmenn mala gull á. Um aldamót var verkamannabústaðakerfið lagt niður, en þá var félagslegt húsnæði í boði hérlendis um 11% af húsnæðismarkaðinum. Í dag er það rúmlega 3%. Hlutfall Íslendinga sem bjuggu þá í eigin húsnæði um 90% (verkó meðtalið). Um 2003 er lögum síðan breytt þar sem sveitarfélögunum er leyft að selja lóðir til tekjuöflunar, eða til hæstbjóðanda. Áður máttu sveitarfélög rukka þann kostnað sem til féll til að gera lóð byggingarhæfa og máttu ekki mismuna fólki eftir eignastöðu þess eins og í dag. Í aðdraganda hrunsins þá byrjaði ballið að fullri alvöru, Framsóknarflokkurinn, sem ásamt Sjálfstæðisflokki ber höfuðábyrgð á ástandinu, kom 90% lánunum í gegn, húsnæðisverð byrjaði að rjúka upp og svo hrundi spilaborgin. Í kjölfar hrunsins átti sér stað gríðarleg eignatilfærsla og þúsundir fjölskyldna misstu heimili sín sem síðan voru seld á undirverði, með málamyndaskilmálum til fjárfesta og varð þá til grunnurinn að stóru leigufélögunum sem síðan hafa skipulega ýtt undir hækkun leigu/húsnæðisverðs okkur hinum til mikils skaða, eitthvað sem Leigjendasamtökin bendu á í bréfi til samkeppniseftirlitsins 2016. Siðan var það framsóknarkonan Eygló Harðardóttir sem stóð fyrir breytingum á lögum um samvinnufélög, sem gerðu uppbyggingu húsnæðis á vegum samvinnufélaga gott sem ómögulega, en hér áður voru heilu hverfin byggð upp af samvinnufélögum, prentara, bókara og svo framvegis. Sveitarfélögin hunsa síðan skýr landslög sem segja að ekki bara beri þeim skylda til að skaffa fólki húsnæði sem vantar heimili, heldur ber þeim skylda að hafa frumkvæði um slíkt. Umsjónaraðili fasteignamarkaðarins, HMS og forveri þess bera mikla ábyrgð á ástandinu, bæði með því að fela það, ýkja þær tölur sem henta og svo er sú stofnun lykilspilari í því að koma hér á fót risa leigufélögum og því vanhæf í því að fjalla um eigin gjörðir, enda sama fólkið við stjórn þá og nú. Hér að ofan sjáum við grundvallarbreytingu á húsnæðisstefnu landsins, þar sem grunnþörf okkar allra er í raun seld frá okkur til hæstbjóðanda og fólki skipulega smalað í sífellt dýrara húsnæði þar sem öllum björgum er haldið frá því, enda er hlutfall félagslegs húsnæðis hér á landi einungis ríflega 3% í dag (var 11% um aldamót) sem er margfalt minna en annarsstaðar í Evrópu. Fasteignamarkaðurinn er í dag gott sem eingöngu fyrir fjárfesta, enda um 90% af nýbyggðum íbúðum sem fara til þeirra og þar liggur vandinn, miklu frekar en í skorti á húsnæði því sá skortur er heimatilbúinn með hagnaðarvon í huga hjá hagsmunaraðilum sem síðan spila með þá stjórnmálamenn sem til þarf. Fjölskylda sem stenst ekki lánshæfismat þarf að borga dýrari mánaðargreiðslur fyrir íbúðina sem fjárfestirinn keypti og leigði þeim, því ríkið skattleggur borgarana og greiðir út 10 milljarða eða svo á hverju ári til að viðhalda hér okurleigu. Það þekkist ekki erlendis og vakti mikla furðu meðal gesta á þingi alþjóðasamtaka leigjenda í fyrra að borga út leigubætur en hafa siðan engar hömlur á leiguverði, enda er það tvennt í raun ósamrýmanlegt eins og sést vel hérlendis þar sem leiga hækkar yfirleitt umfram hækkun húsnæðisbóta í hvert skipti sem þær hækka sem þýðir akkúrat það að auðmenn þessa lands fá meira úr vasa skattgreiðenda. Lóðabrask sem kom til í kjölfar lagabreytinga þar sem lóðir ganga kaupum og sölum með tilheyrandi kostnaði og töfum á framkvæmdum, sem að lokum smyr allt að 10 milljónum á hverja selda íbúð. BHM benti á fyrir um ári að byggingaverktakar hafa aukið hagnað sinn um 100% að raungildi á síðustu árum. Ef þetta ástand er ekki tilbúið og hinn “frjálsi markaður” virkaði sem skyldi hér, þá væri að sjálfsögðu búið að byggja fyrir allan þann fjölda sem vantar heimili, enda ástandið varað mjög lengi. En svo er ekki. Lausnin á þessu ástandi er sú að skilgreina húsnæði sem grunnþörf, eða mannréttindi okkar allra, taka vöruna „húsnæði“ af fjárfestingamarkaði og færa aftur til fólksins enda sér það hver heilvita maður að húsnæðisverð er hér komið í ósjálfbært ástand sökum græðgi og óstjórnar. Taka þarf upp viðmiðunarverð húsaleigu sem miðast við að enginn tapi á því að leigja út húsnæði, en það sé ekki gert með ofurgróða í huga. Leigubremsa er ekki lausn því annað af tvennu verður þá að koma til, hækka þarf grunnlaun til jafns við tíföldun húsnæðisverðs eða lækka hér húsnæðisverð til jafns við hækkun launa síðustu 24 árin. Það að húsnæði sé í dag fjárfestingarvara sem leigjendur borga síðan upp ásamt ríkinu í formi húsnæðisbóta er ekki ástand sem við viljum viðhalda. Leggja þarf af núverandi húsnæðisbótakerfi og snúa því við samhliða viðmiðunarverði húsaleigu þar sem kaupendur húsnæðis geta sótt um bætur ef sýnt er fram á að húsnæðið beri sannarlega aukinn kostnað, ekki eingöngu kostnað fjárfestisins á uppkaupum á rándýru húsnæði. Koma þarf í veg fyrir uppkaup fjárfesta á íbúðum með því að þrengja lánaskilyrði, takmarka gróðavonina og skattleggja auka íbúðir. Koma þarf í veg fyrir auðar íbúðir til lengri tíma, það er gert víða erlendis og ber að líta til þeirra lausna. Til að stöðva svarta leigustarfsemi þarf að skapa hvata og öryggi fyrir leigjendur slíks húsnæðis til þess að tilkynna slíkt og gera slíka starfsemi refsiverða. Stöðva þarf útleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna, enda slík gróðastarfsemi ótæk í miðri húsnæðiskreppu. Helstu mótrök sumra gegn hvers kyns hömlum á leiguverði er að fjárfestar myndu þá ekki vilja kaupa húsnæði til þess að leigja út. En fyrir okkur er það einfaldlega ákjósanlegt að venjulegir Íslendingar fái að kaupa sér íbúðir og fjárfestar fari í að fjárfesta frekar á markaði með eitthvað annað en grunnréttindi okkar. Vakin var athygli þingmannsins á því hvernig húsaleigubótakerfið virkar illa fyrir þá sem allra minnst mega sín því öll hækkun húsnæðisbóta frá ríkinu skerðir beint bætur frá sveitarfélaginu og var ekki annað að sjá en hann væri sammála því. Rætt var um stöðnun í uppbyggingu og stríðan straum af glærusýningum sem engu virðast skila. Þingmaðurinn benti réttilega á að skipulagsmál geri alla uppbyggingu hæga en spurt var þá hvort Alþingi Íslendinga hefði ekki umboð og vald til þess að bregðast ákveðið við neyðarástandinu. Í framhaldinu komum við í Leigjendasamtökunum til með að senda Jóhanni hugmyndir okkar um innflutning og uppsetningar á forbyggðum húsum. En hægt væri þannig að byggja upp stórt hverfi á nokkrum mánuðum fyrir hluta þess kostnaðar sem venjulegar framkvæmdir krefðust. Við bendum einnig á að Samfylkingin er líka ábyrg fyrir ástandinu, sérstaklega ef þéttingarstefna borgarinnar er skoðuð í samhengi við þann bráðavanda sem nú ríkir á fasteignamarkaði. Við ræddum líka skammsýni sumra stjórnmálamanna sem sem vilja ekki bregðast við vandanum því „frelsið“ til að græða er þeim svo mikilvægt, en þeir sjá ekki heildaráhrifin í samkeppnislausu umhverfi eins og markaðurinn hér er, sem birtast á margvíslegan máta í samfélaginu. Húsnæðisverð hækkar þrefalt á við launavísitölu á einu kynslóðarbili. Umpólun á eignarhaldi þar sem hlutfall fólks í eigin húsnæði hefur farið úr 90% í 61% á sama tíma. Hagfræðingar sem ekki starfa innan íslenska bankakerfisins eru flestir sammála um að stærsti drifkraftur verðbólgunnar hér sé húsnæðismarkaðurinn. Á fundi Leigjendasamtakanna með Atvinnufjelaginu fyrir ekki svo löngu var sameiginleg niðurstaða okkar að húsnæðisverð væri farið að valda minni fyrirtækjum miklum vanda því þau verða að geta borgað laun sem duga fyrir þeim aukna kostnaði. Samkeppnisstaða landsins á alþjóðavettvangi versnar því allt verður dýrara, öll þjónusta, veitingar og svo framvegis og samdráttur verður til að mynda í ferðamannaiðnaði með tilheyrandi áhrifum á þjóðarbúið. Sífellt hærri hluti tekna ríkissjóðs fer í að niðurgreiða leiguverð með húsaleigubótum, sem er skattur á almenning í þágu allra ríkasta fólksins. Fjöldi fólks borgar það mikinn hluta tekna sinna í húsnæði að það nær ekki að taka þátt í samfélaginu og dregur því úr umfangi og heildar umsvifum hagkerfisins fyrir vikið, sem og lífsgæðum fólksins. Þessi fundur var eins og sagt var í byrjun góður og vonum við í Leigjendasamtökunum að hæstvirtur þingmaður Jóhann Páll sjái vandann eins og hann er vaxinn og að hann og flokkur hans séu nógu kjörkuð til þess að taka stórar ákvarðanir með fólkinu í landinu, gegn hagsmunaöflunum sem hafa leitt okkar á þann stað sem við erum í dag. Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna og leikjahönnuður
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar