Af hverju eru Bandaríkjamenn svona lélegir í boðhlaupi? Siggeir Ævarsson skrifar 10. ágúst 2024 09:00 Christian Coleman reynir af veikum mætti að rétta Kenneth Bednarek keflið í hlaupinu í gær. vísir/Getty Enn eina Ólympíuleikana komst karlaboðhlaupssveit Bandaríkjanna ekki á verðlaunapall í 4x100 metra boðhlaupi eftir að liðið var dæmt úr leik í úrslitum í gær. Tuttugu ár eru liðin síðan Bandaríkin unnu síðast til verðlauna í greininni. Bandaríkin hafa undanfarin ár átt marga af sterkustu hlaupurum heims en þeim hefur engu að síður mistekist trekk í trekk að vinna til verðlauna í 4 x 100 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum. Liðið þótti sigurstranglegt í ár, jafnvel þó svo að Noah Lyles hafi þurft að draga sig úr keppni vegna covid smits. En liðið komst ekki einu sinni upp úr undanriðlinum. Skiptin hjá Christian Coleman og Kenny Bednarek voru algjörlega misheppnuð og þegar Bednarek komst loks af stað kom í ljós að skiptin voru ólögleg og liðið var dæmt úr keppni. Ótrúleg hrakfallasaga og misheppnuð skipti trekk í trekk Bandaríska liðið vann greinina árið 2000 en síðustu verðlaun liðsins komu í hús í 2004 þegar liðið endaði í öðru sæti eftir misheppnuð skipti sem kostuðu liðið sigurinn. 2008 missti liðið keflið og komst ekki upp úr undanriðli. 2012 náði liðið öðru sæti á eftir Jamaíku en var síðan dæmt úr leik vegna lyfjamisnotkunar Tyson Gay. 2016 var liðið dæmt úr leik í úrslitum eftir misheppnuð skipti og árið 2021 náði liðið ekki í úrslit, enn á ný eftir misheppnuð skipti. Misheppnuð skipti eru eins og rauður þráður í þessari upptalningu. Það er engu líkara en hlaupararnir kunni einfaldlega ekki að rétta keflið á milli. Carl Lewis, sem vann níu sinnum til gullverðlauna á Ólympíuleikunum, er ekki sáttur við þjálfun liðsins og hefur kallað eftir því að kerfið verði sprengt upp og vandar þjálfurum liðsins ekki kveðjurnar. It is time to blow up the system. This continues to be completely unacceptable. It is clear that EVERYONE at @usatf is more concerned with relationships than winning. No athlete should step on the track and run another relay until this program is changed from top to bottom. https://t.co/Re6THj8QTm— Carl Lewis (@Carl_Lewis) August 9, 2024 Það er þó vert að halda því til haga að þetta sama þjálfarateymi stýrði kvennaliði Bandaríkjanna til sigurs í sömu grein en kvennasveitin hefur alls unnið gullið tólf sinnum og virðist hreinlega bara vera mun betur samstillt en karlasveitin. Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Fleiri fréttir Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Sjá meira
Bandaríkin hafa undanfarin ár átt marga af sterkustu hlaupurum heims en þeim hefur engu að síður mistekist trekk í trekk að vinna til verðlauna í 4 x 100 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum. Liðið þótti sigurstranglegt í ár, jafnvel þó svo að Noah Lyles hafi þurft að draga sig úr keppni vegna covid smits. En liðið komst ekki einu sinni upp úr undanriðlinum. Skiptin hjá Christian Coleman og Kenny Bednarek voru algjörlega misheppnuð og þegar Bednarek komst loks af stað kom í ljós að skiptin voru ólögleg og liðið var dæmt úr keppni. Ótrúleg hrakfallasaga og misheppnuð skipti trekk í trekk Bandaríska liðið vann greinina árið 2000 en síðustu verðlaun liðsins komu í hús í 2004 þegar liðið endaði í öðru sæti eftir misheppnuð skipti sem kostuðu liðið sigurinn. 2008 missti liðið keflið og komst ekki upp úr undanriðli. 2012 náði liðið öðru sæti á eftir Jamaíku en var síðan dæmt úr leik vegna lyfjamisnotkunar Tyson Gay. 2016 var liðið dæmt úr leik í úrslitum eftir misheppnuð skipti og árið 2021 náði liðið ekki í úrslit, enn á ný eftir misheppnuð skipti. Misheppnuð skipti eru eins og rauður þráður í þessari upptalningu. Það er engu líkara en hlaupararnir kunni einfaldlega ekki að rétta keflið á milli. Carl Lewis, sem vann níu sinnum til gullverðlauna á Ólympíuleikunum, er ekki sáttur við þjálfun liðsins og hefur kallað eftir því að kerfið verði sprengt upp og vandar þjálfurum liðsins ekki kveðjurnar. It is time to blow up the system. This continues to be completely unacceptable. It is clear that EVERYONE at @usatf is more concerned with relationships than winning. No athlete should step on the track and run another relay until this program is changed from top to bottom. https://t.co/Re6THj8QTm— Carl Lewis (@Carl_Lewis) August 9, 2024 Það er þó vert að halda því til haga að þetta sama þjálfarateymi stýrði kvennaliði Bandaríkjanna til sigurs í sömu grein en kvennasveitin hefur alls unnið gullið tólf sinnum og virðist hreinlega bara vera mun betur samstillt en karlasveitin.
Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Fleiri fréttir Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Sjá meira