„Veit ekki af hverju IBA hatar mig“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2024 10:31 Imane Khelif kyssir gullmedalíuna sína. getty/Aytac Unal Imane Khelif var í skýjunum eftir að hafa unnið til gullverðlauna í 66 kg flokki í hnefaleikakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París. Hún segir að allar árásirnar sem hún hefur orðið fyrir geri sigurinn sætari. Khelif vann kínverska heimsmeistarann Yang Liu í úrslitabardaganum í gær. Allir dómararnir dæmdu Khelif sigur. Khelif er einn umtalaðasti íþróttamaður Ólympíuleikanna en mikið hefur verið rætt og ritað um þátttöku hennar. Sem kunnugt er meinaði Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) henni að keppa á heimsmeistaramótinu í fyrra og sagði að hún hefði ekki staðist kynjapróf. IBA kemur hins vegar ekki lengur að hnefaleikakeppninni á Ólympíuleikunum og þar mátti Khelif keppa. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur gagnrýnt ákvörðun IBA að banna Khelif og hinni taívönsku Lin Yu-ting að taka þátt á HM harðlega. „Ég er kona eins og hver önnur. Ég fæddist sem kona, hef lifað sem kona og keppt sem kona, á því liggur enginn vafi,“ sagði Khelif eftir bardagann í gær. „Óvinir fylgja velgengni og þeir geta ekki unað mér því að ná árangri. Það gerir sigurinn líka sætari. Allt sem hefur verið sagt um mig á samfélagsmiðlum er siðlaust. Ég vil breyta skoðun fólks.“ Khelif sendi svo IBA tóninn. „Frá 2018 hef ég keppt undir merkjum IBA og þeir vita allt um mig. Ég kannast ekki við þetta IBA. Þeir hata mig og ég veit ekki af hverju. Ég sendi þeim skilaboð í dag að heiður minn er ofar öllu.“ Khelif er fyrsta alsírska konan sem vinnur Ólympíugull í hnefaleikum og fyrsti alsírski boxarinn sem afrekar það síðan Hocine Soltani á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996. Box Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Khelif vann kínverska heimsmeistarann Yang Liu í úrslitabardaganum í gær. Allir dómararnir dæmdu Khelif sigur. Khelif er einn umtalaðasti íþróttamaður Ólympíuleikanna en mikið hefur verið rætt og ritað um þátttöku hennar. Sem kunnugt er meinaði Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) henni að keppa á heimsmeistaramótinu í fyrra og sagði að hún hefði ekki staðist kynjapróf. IBA kemur hins vegar ekki lengur að hnefaleikakeppninni á Ólympíuleikunum og þar mátti Khelif keppa. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur gagnrýnt ákvörðun IBA að banna Khelif og hinni taívönsku Lin Yu-ting að taka þátt á HM harðlega. „Ég er kona eins og hver önnur. Ég fæddist sem kona, hef lifað sem kona og keppt sem kona, á því liggur enginn vafi,“ sagði Khelif eftir bardagann í gær. „Óvinir fylgja velgengni og þeir geta ekki unað mér því að ná árangri. Það gerir sigurinn líka sætari. Allt sem hefur verið sagt um mig á samfélagsmiðlum er siðlaust. Ég vil breyta skoðun fólks.“ Khelif sendi svo IBA tóninn. „Frá 2018 hef ég keppt undir merkjum IBA og þeir vita allt um mig. Ég kannast ekki við þetta IBA. Þeir hata mig og ég veit ekki af hverju. Ég sendi þeim skilaboð í dag að heiður minn er ofar öllu.“ Khelif er fyrsta alsírska konan sem vinnur Ólympíugull í hnefaleikum og fyrsti alsírski boxarinn sem afrekar það síðan Hocine Soltani á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996.
Box Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira