Ungt fólk á Íslandi: kjósið ykkur út úr ójöfnuði og ranglæti í jöfnuð og réttlæti! Ole Anton Bieltvedt skrifar 13. ágúst 2024 08:01 Þjóðfélagið skiptist í hópa á ýmsum forsendum og út frá ýmsum skilgreiningum. Ein skilgreiningin er, að skipta fólki upp í fjármagnseigendur, annars vegar, og þá, sem eru það ekki, hins vegar. Það vantar gott íslenzkt heiti yfir þennan síðari hóp, „skuldarar“ nær því ekki vel - fjármagnseigendur skulda oft líka - og hef ég ákveðið að kalla þennan síðarnefnda hóp „fjármagnsþurfa“. Hér er mest um venjulegt fólk að ræða, frá þeim, sem minna mega sín, upp í miðstétt og jafnvel lengra, en sá hópur, sem þarf fjármagn annarra, fjármagnseigenda, til að fjármagna sínar óskir, þarfir og sína velferð, sítt líf - kannske bíl, íbúð, hús, eða aðrar óskir eða þarfir - er stór hluti þjóðfélagsþegna. Í rauninni má segja, að grunn hagsmunabaráttan í hverju þjóðfélagi fari fram milli fjármagnseigenda og fjármagnsþurfa. Báðir hópar þurfa þó á hinum að halda. Fjármagnsþurfar komast ekki undan því, að leita til fjármagnseigenda. Fjármagnseigendur geta, hins vegar, líka ávaxtað sitt pund með margvíslegri annarri fjárfestingu, svo sem í hlutabréfum, verðbréfum, fasteignum, atvinnurekstri o.s.frv. Þeir hafa því oftast haft yfirhöndina í þessum samskiptum. Stóra hagsmunamálið fyrir fjármagnseigendur og fjármagnsþurfa er spurningin um vexti. Hversu háa vexti þurfa fjármagnsþurfar að greiða. Hér hafa fjármagnseigendur lengi haft sterka stöðu, neytt aflsmunar og þvingað fjármagnsþurfa til að greiða háa vexti, oft í slíkum mæli, að við arðráni liggur. Fjármagnsþurfar greiddu þá oft fjámagnið, sem þeir fengu að láni, margfalt til baka vegna hárra vaxtakrafna fjármagns-eigenda. Þannig verða fjármagnseigendur ríkari og ríkari, en fjármagnsþurfar eiga oft í vök að verjast við að tryggja sína stöðu, þrátt fyrir mikið starfsframlag eða aðra harða viðleitni til verðmætasköpunar. Það, sem umfram er daglegum þörfum og grunn eignarmyndun, rennur oft til fjármagnseigenda. Þarna verður til mikið misrétti, mikill ójöfnuður, fjármagnsþurfar vinna og strita, en komast rétt af, á sama tíma og fjármagnseigendur fleyta rjómann ofan af afrakstri erfiðisins og blómstra. Þetta á auðvitað sérstaklega við um þjóðfélög, þar sem vextir eru háir. Þar er Ísland fremst í flokki meðal vestrænna þjóða, vegna okkar örmynntar, íslenzku krónunnar, og þess stjórnarfars og þeirrar peningastefnu, sem hér er rekin, en fjármagnsþurfar verða um þessar mundir að greiða bönkum og fjármagnseigendum frá 11 upp í 18 prósent vexti, þó að verðbólga – hér án húsnæðiskostnaðar, sem á ekki heima í verðbólguútreikningi – sé ekki „nema“ 4,3%. Eru þeir vextir, sem íslenzkir fjármagnsþurfar þurfa að greiða, tvö- eða þrefallt hærri en þeir vextir, sem almennt gerast í hinum vestræna heimi. Þetta stórskaðar auðvitað afkomu og efnahagslega velferð þorra Íslendinga. Er í raun með ólíkindum, að kjósendur hér skuli hafa kosið þessa stórfelldu slagsíðu á sinni afkomu og velferð yfir sig, aftur og aftur, í hundrað ár. Sennilega hefur hér vantað þekkingu og skilning. Gjaldmiðill er efnahagslegt verkfæri og stjórnunartæki. Á bak við gjaldmiðla standa pólítískar hugmyndir og stjórnendur í formi stjórnmálaleiðtoga, fjármálayfirvalda og seðlabanka. Með peningastjórn, gjaldmiðli og ramma utan um hann, er hægt að hafa áhrif á eða stjórna verðgildi gjaldmiðils, stöðugleika hans og þeirri ávöxtun, sem fjármagnseigendur geta tekið eða mega taka af fjármagnsþurfum. Fyrir tilstuðlan ESB, Evrópusambandsins, og Evrópska Seðlabankans, hefur gjaldmiðli sambandsins, Evrunni, nú verið beitt í tvo áratugi til að skapa stóraukið jafnrétti milli fjármagnseigenda og fjármagnsþurfa, með innleiðingu algjörrar lágvaxtastefnu, sem aftur byggir á styrk og stöðugleika gjaldmiðilsins. Þannig losna fjármagnseigendur við áhættuna af því, að verðgildi peninga þeirra rýrni, en á sama hátt hefur ávöxtunin, sem fjármagnseigendur og bankar fengu lengi vel, 5-10-15% ársvextir, sem tvöfaldaði kannske fjármuni þeirra á fimm árum, verið færð niður 1-3-5% ársávöxtun, og hefur greiðslubirgði fjármagnsþurfa auðvitað verið létt að sama skapi. Ef litið er til verðbólgu í þessu sambandi, þá hún á Evru-svæðinu nú um 2,5%. Þetta nýja gjaldmiðilsverkfæri, Evran, hefur þannig stórbætt hag fjármagnsþurfa í 26 Evru-löndum og tryggt mörgum þeirra gott og blómlegt líf, sem ella hefði verið draumur einn. Jafnhliða hefur öryggi fjármagnseigenda verið aukið. Það er mál til komið, að Íslendingar setji sig inn í þessi mál og átti sig á því, annars vegar, hversu mikið og öflugt jafnréttistæki Evran er, og, hins vegar, hversu mikill skaðræðisvaldur og ójöfnuðartól krónan er. Ungt fólk á Íslandi; kjósið ykkur nú út úr ójöfnuði og ranglæti inn í jafnrétti og réttlæti með því að styðja Evru-flokka landsins í næstu kosningum. Það er ekki víst, að þær séu langt undan. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Þjóðfélagið skiptist í hópa á ýmsum forsendum og út frá ýmsum skilgreiningum. Ein skilgreiningin er, að skipta fólki upp í fjármagnseigendur, annars vegar, og þá, sem eru það ekki, hins vegar. Það vantar gott íslenzkt heiti yfir þennan síðari hóp, „skuldarar“ nær því ekki vel - fjármagnseigendur skulda oft líka - og hef ég ákveðið að kalla þennan síðarnefnda hóp „fjármagnsþurfa“. Hér er mest um venjulegt fólk að ræða, frá þeim, sem minna mega sín, upp í miðstétt og jafnvel lengra, en sá hópur, sem þarf fjármagn annarra, fjármagnseigenda, til að fjármagna sínar óskir, þarfir og sína velferð, sítt líf - kannske bíl, íbúð, hús, eða aðrar óskir eða þarfir - er stór hluti þjóðfélagsþegna. Í rauninni má segja, að grunn hagsmunabaráttan í hverju þjóðfélagi fari fram milli fjármagnseigenda og fjármagnsþurfa. Báðir hópar þurfa þó á hinum að halda. Fjármagnsþurfar komast ekki undan því, að leita til fjármagnseigenda. Fjármagnseigendur geta, hins vegar, líka ávaxtað sitt pund með margvíslegri annarri fjárfestingu, svo sem í hlutabréfum, verðbréfum, fasteignum, atvinnurekstri o.s.frv. Þeir hafa því oftast haft yfirhöndina í þessum samskiptum. Stóra hagsmunamálið fyrir fjármagnseigendur og fjármagnsþurfa er spurningin um vexti. Hversu háa vexti þurfa fjármagnsþurfar að greiða. Hér hafa fjármagnseigendur lengi haft sterka stöðu, neytt aflsmunar og þvingað fjármagnsþurfa til að greiða háa vexti, oft í slíkum mæli, að við arðráni liggur. Fjármagnsþurfar greiddu þá oft fjámagnið, sem þeir fengu að láni, margfalt til baka vegna hárra vaxtakrafna fjármagns-eigenda. Þannig verða fjármagnseigendur ríkari og ríkari, en fjármagnsþurfar eiga oft í vök að verjast við að tryggja sína stöðu, þrátt fyrir mikið starfsframlag eða aðra harða viðleitni til verðmætasköpunar. Það, sem umfram er daglegum þörfum og grunn eignarmyndun, rennur oft til fjármagnseigenda. Þarna verður til mikið misrétti, mikill ójöfnuður, fjármagnsþurfar vinna og strita, en komast rétt af, á sama tíma og fjármagnseigendur fleyta rjómann ofan af afrakstri erfiðisins og blómstra. Þetta á auðvitað sérstaklega við um þjóðfélög, þar sem vextir eru háir. Þar er Ísland fremst í flokki meðal vestrænna þjóða, vegna okkar örmynntar, íslenzku krónunnar, og þess stjórnarfars og þeirrar peningastefnu, sem hér er rekin, en fjármagnsþurfar verða um þessar mundir að greiða bönkum og fjármagnseigendum frá 11 upp í 18 prósent vexti, þó að verðbólga – hér án húsnæðiskostnaðar, sem á ekki heima í verðbólguútreikningi – sé ekki „nema“ 4,3%. Eru þeir vextir, sem íslenzkir fjármagnsþurfar þurfa að greiða, tvö- eða þrefallt hærri en þeir vextir, sem almennt gerast í hinum vestræna heimi. Þetta stórskaðar auðvitað afkomu og efnahagslega velferð þorra Íslendinga. Er í raun með ólíkindum, að kjósendur hér skuli hafa kosið þessa stórfelldu slagsíðu á sinni afkomu og velferð yfir sig, aftur og aftur, í hundrað ár. Sennilega hefur hér vantað þekkingu og skilning. Gjaldmiðill er efnahagslegt verkfæri og stjórnunartæki. Á bak við gjaldmiðla standa pólítískar hugmyndir og stjórnendur í formi stjórnmálaleiðtoga, fjármálayfirvalda og seðlabanka. Með peningastjórn, gjaldmiðli og ramma utan um hann, er hægt að hafa áhrif á eða stjórna verðgildi gjaldmiðils, stöðugleika hans og þeirri ávöxtun, sem fjármagnseigendur geta tekið eða mega taka af fjármagnsþurfum. Fyrir tilstuðlan ESB, Evrópusambandsins, og Evrópska Seðlabankans, hefur gjaldmiðli sambandsins, Evrunni, nú verið beitt í tvo áratugi til að skapa stóraukið jafnrétti milli fjármagnseigenda og fjármagnsþurfa, með innleiðingu algjörrar lágvaxtastefnu, sem aftur byggir á styrk og stöðugleika gjaldmiðilsins. Þannig losna fjármagnseigendur við áhættuna af því, að verðgildi peninga þeirra rýrni, en á sama hátt hefur ávöxtunin, sem fjármagnseigendur og bankar fengu lengi vel, 5-10-15% ársvextir, sem tvöfaldaði kannske fjármuni þeirra á fimm árum, verið færð niður 1-3-5% ársávöxtun, og hefur greiðslubirgði fjármagnsþurfa auðvitað verið létt að sama skapi. Ef litið er til verðbólgu í þessu sambandi, þá hún á Evru-svæðinu nú um 2,5%. Þetta nýja gjaldmiðilsverkfæri, Evran, hefur þannig stórbætt hag fjármagnsþurfa í 26 Evru-löndum og tryggt mörgum þeirra gott og blómlegt líf, sem ella hefði verið draumur einn. Jafnhliða hefur öryggi fjármagnseigenda verið aukið. Það er mál til komið, að Íslendingar setji sig inn í þessi mál og átti sig á því, annars vegar, hversu mikið og öflugt jafnréttistæki Evran er, og, hins vegar, hversu mikill skaðræðisvaldur og ójöfnuðartól krónan er. Ungt fólk á Íslandi; kjósið ykkur nú út úr ójöfnuði og ranglæti inn í jafnrétti og réttlæti með því að styðja Evru-flokka landsins í næstu kosningum. Það er ekki víst, að þær séu langt undan. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun