Miðaldra á hjúkrunarheimili! Jóhanna Ólafsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 12:01 Ég sem verkefnastjóri vinaverkefna hjá Rauða krossinum í Árnessýslu, hef rekið mig á að eitthvað af fólki undir 67 ára aldri dvelur á hjúkrunarheimilum ætluðum öldruðum. Það hefur verið mér hugleikið hvernig félagslegar aðstæður þessa fólks eru. Á hjúkrunarheimilum, þar sem fólk stoppar að meðaltali í tvö ár og mikil endurnýjun er á heimilisfólki, finnst mér ólíkegt að góðar félagslegar sé aðstæður fyrir þá sem eru yngri en 67 ára. Hvernig virkar þetta umhverfi fyrir einstaklinga sem þurfa að dvelja langtímum saman á hjúkrunarheimilum, t.d. einhvern sem er 52 ára og sér fram á 15 ár þar til hann nær réttu aldursskilyrði hjúkrunarheimilisins? Er verið að tryggja að þessir einstaklingar geti sótt sér þær félagslegar aðstæður, t.d. fá þeir þá ferðaþjónustu sem þeir þurfa til að nálgast félagslegar aðstæður sem eru æskilegar fyrir þennan aldur? Er þeim tryggt að þeir geti sótt atvinnuúrræði sem eru í boði fyrir þennan hóp, eins og t.d. atvinna með stuðningi eða hæfingarstöðvar sem þeir geta sótt sér þjónustu hjá? Mig grunar að þarna rekist á alls konar kerfi sem tala ekki saman og vísa á hvort annað, á meðan þessi einstaklingur fær að dúsa inni og fær aðeins grunnþjónustu, hjúkrunarþjónustu, á meðan félagslega þættinum er ekki sinnt eins og um einstakling undir 67 ára væri að ræða. Einstaklingur sem er 51 árs gamall á sennilega lítið sameiginlegt með einstaklingi sem er 94 ára, áhugamál og aldursmunur spila þar inn í. Þessir einstaklingar eru í enn meiri hættu á að einangrast, þeir eru líklegri til að sækja ekki í félagskap með öðrum heimilismönnum, og eru líklegri til að sækja ekki í þá afþreyingu sem er í boði fyrir aldraða inni á hjúkrunarheimilum, og enda á að einangra sig enn frekar og halda sig frekar til í einkaherbergjum og eiga minni samskipti en ella. Ég veit þó að starfsfólk reynir sitt allra besta í þessum aðstæðum. En hvað veldur því að kerfin tala ekki saman? Af hverju eru fá hjúkrunarheimili ætluð þessum aldurshópi? Þörfin er klárlega fyrir hendi. Af hverju fellur þessi hópur undir lög um aldraða og fær þjónustu ætlaða öldruðum? Af hverju fellur þessi hópur ekki undir lög um fatlaða? Réttur fatlaðs fólks er að lifa sjálfstæðu lífi og hafa fulla stjórn á sínu lífi, þar með talið eigin ákvörðunarrétt, búseturétt og samfélagsþátttöku. Réttur fatlaðra ætti að vera sá sami og allra annarra til að lifa eðlilegu lífi. Markmið laga um aldraða er að þeir eigi kost á þeirri heilbrigðis- og félagsþjónustu sem þeir þurfa á að halda miðað við ástand hins aldraða. Samkvæmt lögum telst aldraður vera sá sem hefur náð 67 ára aldri. Breyting var þó gerð á þessum lögum 2018 sem heimilar dvöl yngri en 67 ára á hjúkrunarrými, háð því skilyrði að mat liggi fyrir um þörf þeirra fyrir slíka dvöl. Þetta eru þær spurningar sem brenna á mér núna. Hvert á ég að beina þeim veit ég ekki alveg. Ég veit líka að ég er ekki að fara að breyta heiminum, en ég get spurt: Hvað get ég gert? Hvað getur þú gert? Vinaverkefni Rauða krossins miðast við að styrkja og efla félagslega þátttöku og vinna út frá þörfum notenda hverju sinni. Félagsleg tengsl hafa mikið að segja þegar kemur að heilsu og vellíðan. Þannig getum við sem sjálfboðaliðar veitt félagsskap hjá einstaklingum undir 67 ára í búsetu fyrir aldraða. Hlutverk sjálfboðaliða er að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Vantar þig félagsskap? Veistu um einhvern sem vantar félagsskap? Viltu veita félagsskap? Hægt er að sækja um að taka þátt í félagsverkefninu okkar á heimasíðunni okkar www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri vinaverkefna Rauða krossins í Árnessýslu og er heimsóknavinur einstaklings sem er 52 ára og þar af leiðandi yngri en 67 ára í þjónustuúrræði fyrir aldraða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ég sem verkefnastjóri vinaverkefna hjá Rauða krossinum í Árnessýslu, hef rekið mig á að eitthvað af fólki undir 67 ára aldri dvelur á hjúkrunarheimilum ætluðum öldruðum. Það hefur verið mér hugleikið hvernig félagslegar aðstæður þessa fólks eru. Á hjúkrunarheimilum, þar sem fólk stoppar að meðaltali í tvö ár og mikil endurnýjun er á heimilisfólki, finnst mér ólíkegt að góðar félagslegar sé aðstæður fyrir þá sem eru yngri en 67 ára. Hvernig virkar þetta umhverfi fyrir einstaklinga sem þurfa að dvelja langtímum saman á hjúkrunarheimilum, t.d. einhvern sem er 52 ára og sér fram á 15 ár þar til hann nær réttu aldursskilyrði hjúkrunarheimilisins? Er verið að tryggja að þessir einstaklingar geti sótt sér þær félagslegar aðstæður, t.d. fá þeir þá ferðaþjónustu sem þeir þurfa til að nálgast félagslegar aðstæður sem eru æskilegar fyrir þennan aldur? Er þeim tryggt að þeir geti sótt atvinnuúrræði sem eru í boði fyrir þennan hóp, eins og t.d. atvinna með stuðningi eða hæfingarstöðvar sem þeir geta sótt sér þjónustu hjá? Mig grunar að þarna rekist á alls konar kerfi sem tala ekki saman og vísa á hvort annað, á meðan þessi einstaklingur fær að dúsa inni og fær aðeins grunnþjónustu, hjúkrunarþjónustu, á meðan félagslega þættinum er ekki sinnt eins og um einstakling undir 67 ára væri að ræða. Einstaklingur sem er 51 árs gamall á sennilega lítið sameiginlegt með einstaklingi sem er 94 ára, áhugamál og aldursmunur spila þar inn í. Þessir einstaklingar eru í enn meiri hættu á að einangrast, þeir eru líklegri til að sækja ekki í félagskap með öðrum heimilismönnum, og eru líklegri til að sækja ekki í þá afþreyingu sem er í boði fyrir aldraða inni á hjúkrunarheimilum, og enda á að einangra sig enn frekar og halda sig frekar til í einkaherbergjum og eiga minni samskipti en ella. Ég veit þó að starfsfólk reynir sitt allra besta í þessum aðstæðum. En hvað veldur því að kerfin tala ekki saman? Af hverju eru fá hjúkrunarheimili ætluð þessum aldurshópi? Þörfin er klárlega fyrir hendi. Af hverju fellur þessi hópur undir lög um aldraða og fær þjónustu ætlaða öldruðum? Af hverju fellur þessi hópur ekki undir lög um fatlaða? Réttur fatlaðs fólks er að lifa sjálfstæðu lífi og hafa fulla stjórn á sínu lífi, þar með talið eigin ákvörðunarrétt, búseturétt og samfélagsþátttöku. Réttur fatlaðra ætti að vera sá sami og allra annarra til að lifa eðlilegu lífi. Markmið laga um aldraða er að þeir eigi kost á þeirri heilbrigðis- og félagsþjónustu sem þeir þurfa á að halda miðað við ástand hins aldraða. Samkvæmt lögum telst aldraður vera sá sem hefur náð 67 ára aldri. Breyting var þó gerð á þessum lögum 2018 sem heimilar dvöl yngri en 67 ára á hjúkrunarrými, háð því skilyrði að mat liggi fyrir um þörf þeirra fyrir slíka dvöl. Þetta eru þær spurningar sem brenna á mér núna. Hvert á ég að beina þeim veit ég ekki alveg. Ég veit líka að ég er ekki að fara að breyta heiminum, en ég get spurt: Hvað get ég gert? Hvað getur þú gert? Vinaverkefni Rauða krossins miðast við að styrkja og efla félagslega þátttöku og vinna út frá þörfum notenda hverju sinni. Félagsleg tengsl hafa mikið að segja þegar kemur að heilsu og vellíðan. Þannig getum við sem sjálfboðaliðar veitt félagsskap hjá einstaklingum undir 67 ára í búsetu fyrir aldraða. Hlutverk sjálfboðaliða er að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Vantar þig félagsskap? Veistu um einhvern sem vantar félagsskap? Viltu veita félagsskap? Hægt er að sækja um að taka þátt í félagsverkefninu okkar á heimasíðunni okkar www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri vinaverkefna Rauða krossins í Árnessýslu og er heimsóknavinur einstaklings sem er 52 ára og þar af leiðandi yngri en 67 ára í þjónustuúrræði fyrir aldraða.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar