Vandaður aðdragandi vindorkuvers Hörður Arnarson skrifar 17. ágúst 2024 10:01 Undirbúningur að byggingu Búrfellslundar, vindorkuvers Landsvirkjunar við Vaðöldu, hefur staðið á annan áratug. Á þeim tíma hafa aðstæður allar verið rannsakaðar ítarlega, Alþingi fjallað margoft um virkjunarkostinn, hann farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum, flókið umsóknarferli virkjunarleyfis staðið í tæp tvö ár, sveitarfélagið hefur unnið deiliskipulag svæðisins, gengið var frá lögbundnum samningum um tengingu vindorkuversins við dreifikerfi raforku og samið við ríkið um lands- og vindorkuréttindi. Lokahnykkurinn er framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu, sem vonir standa til að komi í hús sem fyrst. Af þessari upptalningu má ljóst vera að leyfisveitingaferlið vegna Búrfellslundar hefur verið mjög ítarlegt og fjarri því að það sé geðþótta háð eða að skýran ramma skorti, eins og fleygt hefur verið fram. Virkjunarkosturinn var lagður fram til umfjöllunar í rammaáætlun í upphafi árs 2013 og hefur því verið 11 ár til umfjöllunar hjá löggjafanum og stjórnsýslunni. Upptalningin hér í byrjun greinar er mikil einföldun, þar kemur ekki fram hversu ítarlegar rannsóknir voru gerðar á náttúrufari, gróðri og farleiðum fugla, auk sífelldra vindmælinga. Þar kemur heldur ekki fram að mat á umhverfisáhrifum stóð frá miðju ári 2014 fram til loka árs 2016, en á því tímabili ákvað Alþingi að setja vindorkuverið í biðflokk. Í umhverfismatinu var horft til ásýndar, landslags, hljóðvistar, jarðmyndana, gróðurs, fugla, samfélags og fornleifa. Landsvirkjun lagði mikla áherslu á að bregðast við athugasemdum sem bárust og endurhannaði vindorkuverið sem m.a. var minnkað til að draga sem allra mest úr sjónrænum áhrifum þess. Alþingi hefði átt að afgreiða rammaáætlun árið 2017, en fimm ár liðu þar til sú afgreiðsla lá fyrir. Árið 2022, hátt í áratug eftir að virkjunarkosturinn var fyrst lagður fram til umfjöllunar, setti Alþingi hann í orkunýtingarflokk. Í október það sama ár sótti Landsvirkjun um virkjunarleyfi, hið fyrsta sem sótt er um fyrir fullbúnu vindorkuveri hér á landi. Virkjunarleyfið var afgreitt núna í ágúst 2024, eftir ítarlega yfirferð Orkustofnunar. Á meðan beðið var eftir virkjunarleyfinu þurfti að huga að ýmsum málum öðrum, t.d. skipulagsmálum sveitarfélagsins, tengisamningi við Landsnet og samningum við ríkið, sem áður voru nefndir. Ítarleg umfjöllun á öllum stigum Fyrsta vindorkuver landsins á auðvitað að fá ítarlega og vandaða umfjöllun á öllum stigum og Landsvirkjun hefur ávallt lagt sig fram um að vanda til alls undirbúnings og eiga samráð við alla hagaðila á öllum stigum máls. Vel má vera að endurskoða þurfi leyfisveitingaferli að einhverju leyti en það er fjarstæða að láta eins og ekki hafi verið hugað að öllum þáttum málsins á sl. 11 árum. Reyndar hefur þessi langi tími reynst okkur erfiðastur, það setur orkufyrirtæki þjóðarinnar óneitanlega skorður við skipulagningu orkuöflunar þegar ekki er hægt að sjá með meiri vissu fram í tímann. Niðurstöður rannsókna okkar sýna að afar hagstætt er að reka vindorkuver við Vaðöldu. Aðliggjandi fjallgarðar skapa mjög góð skilyrði fyrir vindorkunýtingu og hönnun vindorkuversins hefur tekið mið af því til að hámarka orkuvinnsluna. Vindorkan vinnur mjög vel með vatnsaflsstöðvum á þessu stærsta orkuvinnslusvæði okkar og við erum sannfærð um að vindorkan verður sterk þriðja stoð í orkukerfi landsins. Við höfum sett okkur skýr markmið um orkuskipti en við getum ekki hætt að nota bensín og olíu nema við fáum græna orkugjafa í staðinn. Þar ætlar orkufyrirtæki þjóðarinnar sannarlega að leggja sitt af mörkum. Hörður er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Vindorka Landsvirkjun Orkumál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Undirbúningur að byggingu Búrfellslundar, vindorkuvers Landsvirkjunar við Vaðöldu, hefur staðið á annan áratug. Á þeim tíma hafa aðstæður allar verið rannsakaðar ítarlega, Alþingi fjallað margoft um virkjunarkostinn, hann farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum, flókið umsóknarferli virkjunarleyfis staðið í tæp tvö ár, sveitarfélagið hefur unnið deiliskipulag svæðisins, gengið var frá lögbundnum samningum um tengingu vindorkuversins við dreifikerfi raforku og samið við ríkið um lands- og vindorkuréttindi. Lokahnykkurinn er framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu, sem vonir standa til að komi í hús sem fyrst. Af þessari upptalningu má ljóst vera að leyfisveitingaferlið vegna Búrfellslundar hefur verið mjög ítarlegt og fjarri því að það sé geðþótta háð eða að skýran ramma skorti, eins og fleygt hefur verið fram. Virkjunarkosturinn var lagður fram til umfjöllunar í rammaáætlun í upphafi árs 2013 og hefur því verið 11 ár til umfjöllunar hjá löggjafanum og stjórnsýslunni. Upptalningin hér í byrjun greinar er mikil einföldun, þar kemur ekki fram hversu ítarlegar rannsóknir voru gerðar á náttúrufari, gróðri og farleiðum fugla, auk sífelldra vindmælinga. Þar kemur heldur ekki fram að mat á umhverfisáhrifum stóð frá miðju ári 2014 fram til loka árs 2016, en á því tímabili ákvað Alþingi að setja vindorkuverið í biðflokk. Í umhverfismatinu var horft til ásýndar, landslags, hljóðvistar, jarðmyndana, gróðurs, fugla, samfélags og fornleifa. Landsvirkjun lagði mikla áherslu á að bregðast við athugasemdum sem bárust og endurhannaði vindorkuverið sem m.a. var minnkað til að draga sem allra mest úr sjónrænum áhrifum þess. Alþingi hefði átt að afgreiða rammaáætlun árið 2017, en fimm ár liðu þar til sú afgreiðsla lá fyrir. Árið 2022, hátt í áratug eftir að virkjunarkosturinn var fyrst lagður fram til umfjöllunar, setti Alþingi hann í orkunýtingarflokk. Í október það sama ár sótti Landsvirkjun um virkjunarleyfi, hið fyrsta sem sótt er um fyrir fullbúnu vindorkuveri hér á landi. Virkjunarleyfið var afgreitt núna í ágúst 2024, eftir ítarlega yfirferð Orkustofnunar. Á meðan beðið var eftir virkjunarleyfinu þurfti að huga að ýmsum málum öðrum, t.d. skipulagsmálum sveitarfélagsins, tengisamningi við Landsnet og samningum við ríkið, sem áður voru nefndir. Ítarleg umfjöllun á öllum stigum Fyrsta vindorkuver landsins á auðvitað að fá ítarlega og vandaða umfjöllun á öllum stigum og Landsvirkjun hefur ávallt lagt sig fram um að vanda til alls undirbúnings og eiga samráð við alla hagaðila á öllum stigum máls. Vel má vera að endurskoða þurfi leyfisveitingaferli að einhverju leyti en það er fjarstæða að láta eins og ekki hafi verið hugað að öllum þáttum málsins á sl. 11 árum. Reyndar hefur þessi langi tími reynst okkur erfiðastur, það setur orkufyrirtæki þjóðarinnar óneitanlega skorður við skipulagningu orkuöflunar þegar ekki er hægt að sjá með meiri vissu fram í tímann. Niðurstöður rannsókna okkar sýna að afar hagstætt er að reka vindorkuver við Vaðöldu. Aðliggjandi fjallgarðar skapa mjög góð skilyrði fyrir vindorkunýtingu og hönnun vindorkuversins hefur tekið mið af því til að hámarka orkuvinnsluna. Vindorkan vinnur mjög vel með vatnsaflsstöðvum á þessu stærsta orkuvinnslusvæði okkar og við erum sannfærð um að vindorkan verður sterk þriðja stoð í orkukerfi landsins. Við höfum sett okkur skýr markmið um orkuskipti en við getum ekki hætt að nota bensín og olíu nema við fáum græna orkugjafa í staðinn. Þar ætlar orkufyrirtæki þjóðarinnar sannarlega að leggja sitt af mörkum. Hörður er forstjóri Landsvirkjunar.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun