Gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll börn á Íslandi - nú þarf að vanda til verka Guðrún E. Gunnarsdóttir, Laufey Steingrímsdóttir og Ludvig Guðmundsson skrifa 18. ágúst 2024 09:59 Aldin, félag eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá sker upp herör Börnin eru framtíðin. Öll viljum við hag þeirra sem mestan og bestan. Því er fagnaðarefni að í haust verða skólamáltíðir gjaldfrjálsar fyrir öll börn á Íslandi. Aldin, félag eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá, hvetur skólayfirvöld til að nýta tækifærið og gera kröfur um umhverfisvænar og heilsusamlegar skólamáltíðir og sjá til þess að þeim kröfum verið fylgt eftir. Fáum blandast hugur um mikilvægi góðrar næringar fyrir börn sem eru að vaxa og þroskast. Þar skiptir mestu máli gott og heilnæmt hráefni sem er lítið unnið og meðhöndlað af fagmennsku. Gjörunnin matvæli eiga þar lítið erindi, enda hafa rannsóknir undanfarinna ára sýnt að fáar tegundir matvæla hafa verri áhrif á heilsu. Skólamaturinn er ein af meginmáltíðum dagsins fyrir öll skólabörn og því er hér á ferðinni mikilvægt lýðheilsumál þar sem sannarlega þarf að vanda til verka. Umhverfisvænt mataræði er jafnframt heilsusamlegt Í dag valda matvæli um þriðjungi af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda og eru þar með ein af meginástæðum hlýnunar jarðar. Með því að velja umhverfisvænni kost og ekki síst minnka matarsóun við framreiðslu tugþúsunda máltíða hvern skóladag, má hafa veruleg áhrif á losun vegna fæðu. Það vill svo vel til að umhverfisvænt mataræði er jafnframt heilsusamlegt, raunar svo, að það fæði sem tengist bestri heilsu er það sem einnig er gott fyrir umhverfið. Því ætti að vera borðleggjandi að samræma þessa tvo mikilvægu þætti. Norrænar næringarráðleggingarnar sem komu út 2023 taka nú í fyrsta sinn ekki aðeins til heilsufarslegra þátta heldur einnig umhverfisþátta. Þar er m.a. mælt með að fólk borði meira af grænmeti og fæði úr jurtaríkinu almennt, meiri fisk en minna af kjöti og gjörunnum matvælum. Unnið er að íslenskum ráðleggingum sem byggja á þeim norrænu, og verður þar einnig tekið til umhverfisþátta. Embætti landlæknis hefur allt frá árinu 2003 gefið út Handbók fyrir grunnskólamötuneyti. Handbókin hefur verið uppfærð reglulega og byggir á ráðleggingum um mataræði. Þar eru góðar og ítarlegar leiðbeiningar og ráð varðandi skólamatinn, þar er fjallað um matarumhverfið, hollustu, matseðlagerð, innkaup, matarsóun og margt fleira. Í Handbókinni er einnig vísað til innkaupastefnu ríkisins þar sem rík áhersla er lögð á umhverfisvernd, kolefnisspor og vistvæn innkaup. Gert er ráð fyrir að Handbókin verði uppfærð skv. nýjustu útgáfu ráðlegginganna. Leiðbeiningarnar vantar því ekki en spurningin er um að nýta það sem til er og síðan að huga að eftirfylgninni. Mótun matarvenja hefst í bernsku Mótun matarvenja hefst í bernsku og því hafa skólamáltíðir mikilvægu hlutverki að gegna, ekki aðeins fyrir næringu dagsins í dag, heldur jafnframt fyrir framtíðarvenjur og viðhorf barnanna til matar og umhverfis. Notalegt umhverfi þar sem börnunum líður vel á matmálstíma hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á viðhorf þeirra til matarins. Matarsóun vegna lystarleysis, tímaskorts eða matvendni barna er mikil áskorun sem þarf að takast á við með öllum ráðum. Okkur er kunnugt um að margir skólar hafa reynt að takast á við vandann en betur má ef duga skal. Áhugasamir matráðar þar sem maturinn er eldaður á staðnum, hafa sumir hverjir gjörbreytt upplifun nemenda og minnkað matarsóun. Sums staðar hafa börn líka verið virkjuð og fengið að koma með tillögur að matseðlagerð, og á þann hátt fengið jákvæða reynslu og fræðslu um umhverfi, hollustu og kostnað matarins. Ljóst er að kostnaður sveitarfélaga og ríkis vegna þessa verkefnis verður umtalsverður, hleypur á milljörðum á ári. Það er því til mikils að vinna að gætt verði að hagkvæmni og vönduðum vinnubrögðum. Aldin skorar á sveitarstjórnarmenn og skólayfirvöld um land allt að nýta tækifærið sem hér gefst til að bæta umsjón og gæðastýringu skólamatarins til að tryggja að í boði verði holl og góð fæða sem gengur ekki á umhverfi eða náttúru. Börnin okkar eiga það besta skilið. Guðrún E. Gunnarsdóttir matvælafræðingur. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur. Ludvig Guðmundsson læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Aldin, félag eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá sker upp herör Börnin eru framtíðin. Öll viljum við hag þeirra sem mestan og bestan. Því er fagnaðarefni að í haust verða skólamáltíðir gjaldfrjálsar fyrir öll börn á Íslandi. Aldin, félag eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá, hvetur skólayfirvöld til að nýta tækifærið og gera kröfur um umhverfisvænar og heilsusamlegar skólamáltíðir og sjá til þess að þeim kröfum verið fylgt eftir. Fáum blandast hugur um mikilvægi góðrar næringar fyrir börn sem eru að vaxa og þroskast. Þar skiptir mestu máli gott og heilnæmt hráefni sem er lítið unnið og meðhöndlað af fagmennsku. Gjörunnin matvæli eiga þar lítið erindi, enda hafa rannsóknir undanfarinna ára sýnt að fáar tegundir matvæla hafa verri áhrif á heilsu. Skólamaturinn er ein af meginmáltíðum dagsins fyrir öll skólabörn og því er hér á ferðinni mikilvægt lýðheilsumál þar sem sannarlega þarf að vanda til verka. Umhverfisvænt mataræði er jafnframt heilsusamlegt Í dag valda matvæli um þriðjungi af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda og eru þar með ein af meginástæðum hlýnunar jarðar. Með því að velja umhverfisvænni kost og ekki síst minnka matarsóun við framreiðslu tugþúsunda máltíða hvern skóladag, má hafa veruleg áhrif á losun vegna fæðu. Það vill svo vel til að umhverfisvænt mataræði er jafnframt heilsusamlegt, raunar svo, að það fæði sem tengist bestri heilsu er það sem einnig er gott fyrir umhverfið. Því ætti að vera borðleggjandi að samræma þessa tvo mikilvægu þætti. Norrænar næringarráðleggingarnar sem komu út 2023 taka nú í fyrsta sinn ekki aðeins til heilsufarslegra þátta heldur einnig umhverfisþátta. Þar er m.a. mælt með að fólk borði meira af grænmeti og fæði úr jurtaríkinu almennt, meiri fisk en minna af kjöti og gjörunnum matvælum. Unnið er að íslenskum ráðleggingum sem byggja á þeim norrænu, og verður þar einnig tekið til umhverfisþátta. Embætti landlæknis hefur allt frá árinu 2003 gefið út Handbók fyrir grunnskólamötuneyti. Handbókin hefur verið uppfærð reglulega og byggir á ráðleggingum um mataræði. Þar eru góðar og ítarlegar leiðbeiningar og ráð varðandi skólamatinn, þar er fjallað um matarumhverfið, hollustu, matseðlagerð, innkaup, matarsóun og margt fleira. Í Handbókinni er einnig vísað til innkaupastefnu ríkisins þar sem rík áhersla er lögð á umhverfisvernd, kolefnisspor og vistvæn innkaup. Gert er ráð fyrir að Handbókin verði uppfærð skv. nýjustu útgáfu ráðlegginganna. Leiðbeiningarnar vantar því ekki en spurningin er um að nýta það sem til er og síðan að huga að eftirfylgninni. Mótun matarvenja hefst í bernsku Mótun matarvenja hefst í bernsku og því hafa skólamáltíðir mikilvægu hlutverki að gegna, ekki aðeins fyrir næringu dagsins í dag, heldur jafnframt fyrir framtíðarvenjur og viðhorf barnanna til matar og umhverfis. Notalegt umhverfi þar sem börnunum líður vel á matmálstíma hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á viðhorf þeirra til matarins. Matarsóun vegna lystarleysis, tímaskorts eða matvendni barna er mikil áskorun sem þarf að takast á við með öllum ráðum. Okkur er kunnugt um að margir skólar hafa reynt að takast á við vandann en betur má ef duga skal. Áhugasamir matráðar þar sem maturinn er eldaður á staðnum, hafa sumir hverjir gjörbreytt upplifun nemenda og minnkað matarsóun. Sums staðar hafa börn líka verið virkjuð og fengið að koma með tillögur að matseðlagerð, og á þann hátt fengið jákvæða reynslu og fræðslu um umhverfi, hollustu og kostnað matarins. Ljóst er að kostnaður sveitarfélaga og ríkis vegna þessa verkefnis verður umtalsverður, hleypur á milljörðum á ári. Það er því til mikils að vinna að gætt verði að hagkvæmni og vönduðum vinnubrögðum. Aldin skorar á sveitarstjórnarmenn og skólayfirvöld um land allt að nýta tækifærið sem hér gefst til að bæta umsjón og gæðastýringu skólamatarins til að tryggja að í boði verði holl og góð fæða sem gengur ekki á umhverfi eða náttúru. Börnin okkar eiga það besta skilið. Guðrún E. Gunnarsdóttir matvælafræðingur. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur. Ludvig Guðmundsson læknir.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar