Níræð tugþrautarkona með 35 heimsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 08:22 Hin níræða Flo Miller sést hér í stangarstökki en þar hefur hún margoft sett heimsmet í sínum aldursflokki. Skjámynd/ CBS Sunday Morning Florence Meiler er engin venjuleg íþróttakona því hún er enn á fullu í keppnisíþróttum þegar flestir á hennar aldri láta sér nægja létta göngutúra, stólinn og rúmið. Flo er nefnilega níræð og enn á fullu að keppa í íþróttum en hún er fyrir löngu orðin langamma. Þessi lífsglaða og orkumikla langamma lætur sér heldur ekki eina grein frjálsra íþrótta nægja því hún er tugþrautarkona. Tíu ólíkar greinar sem reyna á allan skrokkinn eins og hann leggur sig. Vinkonan plataði hana af stað Það er þó ekki eins og Meiler sé gömul íþróttakempa frá yngri árum sem hefur haldið áfram að keppa á efri árum. Hún byrjaði á þessu þegar hún var sextug. Flo sannar það því að það er aldrei of seint að byrja. „Vinkona mín, Barbara Jordan, grátbað mig um að koma með sér í öldungalið í frjálsum til að keppa á móti með henni. Ég bjóst aldrei við því að sú hugmynd hennar myndi breyta lífi mínu,“ segir Meiler. Flo Miller er mikil keppniskona og lætur sér ekki eina grein nægja.Skjámynd/ CBS Sunday Morning Meiler hefur síðan sett 35 heimsmet og keppir í fjölbreyttum greinum eins og 50, 100 og 400 metra hlaupum, 110 metra grindahlaupi, 1500 metra hlaupi, langstökki, hástökki, þrístökki, kúluvarpi, kringlukasti, spjótkasti og stangarstökki. Vill fá tugþrautina inn á ÓL Tugþrautin er aðeins fyrir karlmenn á Ólympíuleikum en konurnar keppa í sjöþraut. Hin níræða Flo segist vera að vinna í því að breyta því. Hún hefur athyglisvert mottó í lífinu. „Innblástur kemur þér af stað en vaninn heldur þér gangandi,“ segir Meiler. CBS fjallaði sérstaklega um Flo í Sunday Morning þætti sínum enda hafa tilþrif hennar vakið mikla athygli. Þátturinn var sýndur í tengslum við Ólympíuleikana í París og má nálgast hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=h2LowCfaGUo">watch on YouTube</a> Frjálsar íþróttir Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Sjá meira
Flo er nefnilega níræð og enn á fullu að keppa í íþróttum en hún er fyrir löngu orðin langamma. Þessi lífsglaða og orkumikla langamma lætur sér heldur ekki eina grein frjálsra íþrótta nægja því hún er tugþrautarkona. Tíu ólíkar greinar sem reyna á allan skrokkinn eins og hann leggur sig. Vinkonan plataði hana af stað Það er þó ekki eins og Meiler sé gömul íþróttakempa frá yngri árum sem hefur haldið áfram að keppa á efri árum. Hún byrjaði á þessu þegar hún var sextug. Flo sannar það því að það er aldrei of seint að byrja. „Vinkona mín, Barbara Jordan, grátbað mig um að koma með sér í öldungalið í frjálsum til að keppa á móti með henni. Ég bjóst aldrei við því að sú hugmynd hennar myndi breyta lífi mínu,“ segir Meiler. Flo Miller er mikil keppniskona og lætur sér ekki eina grein nægja.Skjámynd/ CBS Sunday Morning Meiler hefur síðan sett 35 heimsmet og keppir í fjölbreyttum greinum eins og 50, 100 og 400 metra hlaupum, 110 metra grindahlaupi, 1500 metra hlaupi, langstökki, hástökki, þrístökki, kúluvarpi, kringlukasti, spjótkasti og stangarstökki. Vill fá tugþrautina inn á ÓL Tugþrautin er aðeins fyrir karlmenn á Ólympíuleikum en konurnar keppa í sjöþraut. Hin níræða Flo segist vera að vinna í því að breyta því. Hún hefur athyglisvert mottó í lífinu. „Innblástur kemur þér af stað en vaninn heldur þér gangandi,“ segir Meiler. CBS fjallaði sérstaklega um Flo í Sunday Morning þætti sínum enda hafa tilþrif hennar vakið mikla athygli. Þátturinn var sýndur í tengslum við Ólympíuleikana í París og má nálgast hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=h2LowCfaGUo">watch on YouTube</a>
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Sjá meira