Grænlenskir ráðherrar takast á um Paul Watson Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. ágúst 2024 18:53 Ósætti ríkir innan grænlensku ríkisstjórnarinnar vegna máls umhverfisaðgerðarsinnans Paul Watsons. Vísir/Samsett Mál umhverfisaðgerðarsinnans og hvalavinarins Paul Watsons sem handtekinn var á Grænlandi í síðasta mánuði hefur vakið mikla athygli og úlfúð jafnt innan landsins sem utan. Ósætti ríkir innan grænlensku ríkisstjórnarinnar vegna málsins. Pele Broberg, þingmaður Naleraq-flokksins og fyrrverandi ráðherra gaf nýverið frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvatti ríkisstjórnina til að koma Watson fyrir í gæsluvarðhaldi í Danmörku en Naaja Nathanielsen dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir fullyrðingar hans. Í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið segir Naaja að brottvísun Paul Watson næði ekki nokkurri átt. Hefur valdið nægum vandræðum Pele Broberg fyrrverandi ráðherra í iðnaðar-, viðskipta-, utanríkis- og loftslagsmálum, gaf á dögunum frá sér yfirlýsingu til grænlenskra fjölmiðla þar sem Grænland hafa þurft að þola nógu marga álitshnekki af völdum gæsluvarðhaldsins yfir Watson. „Grænlenska þjóðin er föst í miðjunni á dönsku ábyrgðarsvæði. Lögreglan er dönsk. Dómsmálaráðuneytið er danskt. Það verður tekin dönsk ákvörðun um það hvað verður gert í máli Paul Watsons,“ sagði hann. „Vísum því Paul Watson til Danmerkur og leyfum Danmörku að sjá um það í gegnum eigin stofnanir. Hvað ætlum við að gera við hann? Hann hefur valdið nægum vandræðum,“ sagði hann svo. Pele hafði áhyggjur af þeirri neikvæðu umfjöllun á heimsvísu sem handtaka Watsons hefur vakið. „Okkar land má ekki - aftur - borga fyrir afglöp Dana, sem hafa valdið þvílíku bakslagi í sjálfbærum veiðum sela og hvala og orðspori okkar,“ sagði hann. Kostnaðarsamt og óraunhæft Naaja Nathanielsen dómsmálaráðherra gefur þó ekki mikið fyrir yfirlýsingar Pele og segir í viðtali við ríkisútvarpið grænlenska að möguleg brottvísun á Watson næði hreinlega engri átt. „Ríkisstjórnin hefur ekki íhugað að óska eftir flutningi á Watson til Danmerkur. Paul Watsn var handtekinn hér á landi og því þarf að fara með mál hans hér á landi, bæði hjá lögreglu og fyrir dómstólum,“ segir hún. Paul Watson var handtekinn við höfnina í Nuuk þann 21. júlí síðastliðinn á grundvelli alþjóðlegrar handtökuskipunar sem gefin var út af japönskum stjórnvöldum árið 2012 vegna aðildar hans á árás á japanskan hvalveiðibát í suðurskautinu. Síðan þá hefur hann sætt gæsluvarðhaldi í Nuuk og verður honum haldið þar í það minnsta til fimmta september vegna áhyggja um að hann flýi land, sem hann gerði síðast þegar hann var handtekinn í Þýskalandi fyrir nokkrum árum síðan. Drægi varla úr áhuga fjölmiðla á málinu Naaja Nathanielsen segir það að flytja Watson í danska fangageymslu hafa í för með sér mikinn kostnað fyrir grænlenska ríkið. „Ef hann yrði fluttur í danska fangageymslu þyrfti að flytja hann fram og til baka á milli Danmerkur og Grænlands í hvert skipti sem réttarhöld fara fram þar serm lögsagan er á Grænlandi,“ segir hún. „Slík atburðarás mun varla verða til þess að draga úr áhuga fjölmiðla á málinu. Þannig mun formaður Naleraq-flokksins varla fá sínu framgengt með því að koma Paul Watson fyrir í dönsku fangelsi á meðan málið fer sinn farveg,“ segir Naaja Nathanielsen dómsmálaráðherra Grænlands. Grænland Hvalveiðar Umhverfismál Tengdar fréttir Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. 15. ágúst 2024 14:01 Frakklandsforseti blandar sér í mál hvalavinarins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur hvatt dönsk yfirvöld til þess að framselja ekki hinn bandarísk-kanadíska umhverfis- og aðgerðarsinna Paul Watson í hendur Japönum. Paul sætir gæsluvarðhaldi á Grænlandi eftir að hafa verið handtekinn við höfnina í Nuuk á sunnudaginn síðasta. 24. júlí 2024 13:41 Umhverfisaðgerðarsinni og Íslandsóvinur handtekinn á Grænlandi Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd var í morgun handtekinn í höfninni í Nuuk á Grænlandi en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefið út á hendur honum vegna aðgerða hans í þágu umhverfisverndar. 21. júlí 2024 15:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Pele Broberg, þingmaður Naleraq-flokksins og fyrrverandi ráðherra gaf nýverið frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvatti ríkisstjórnina til að koma Watson fyrir í gæsluvarðhaldi í Danmörku en Naaja Nathanielsen dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir fullyrðingar hans. Í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið segir Naaja að brottvísun Paul Watson næði ekki nokkurri átt. Hefur valdið nægum vandræðum Pele Broberg fyrrverandi ráðherra í iðnaðar-, viðskipta-, utanríkis- og loftslagsmálum, gaf á dögunum frá sér yfirlýsingu til grænlenskra fjölmiðla þar sem Grænland hafa þurft að þola nógu marga álitshnekki af völdum gæsluvarðhaldsins yfir Watson. „Grænlenska þjóðin er föst í miðjunni á dönsku ábyrgðarsvæði. Lögreglan er dönsk. Dómsmálaráðuneytið er danskt. Það verður tekin dönsk ákvörðun um það hvað verður gert í máli Paul Watsons,“ sagði hann. „Vísum því Paul Watson til Danmerkur og leyfum Danmörku að sjá um það í gegnum eigin stofnanir. Hvað ætlum við að gera við hann? Hann hefur valdið nægum vandræðum,“ sagði hann svo. Pele hafði áhyggjur af þeirri neikvæðu umfjöllun á heimsvísu sem handtaka Watsons hefur vakið. „Okkar land má ekki - aftur - borga fyrir afglöp Dana, sem hafa valdið þvílíku bakslagi í sjálfbærum veiðum sela og hvala og orðspori okkar,“ sagði hann. Kostnaðarsamt og óraunhæft Naaja Nathanielsen dómsmálaráðherra gefur þó ekki mikið fyrir yfirlýsingar Pele og segir í viðtali við ríkisútvarpið grænlenska að möguleg brottvísun á Watson næði hreinlega engri átt. „Ríkisstjórnin hefur ekki íhugað að óska eftir flutningi á Watson til Danmerkur. Paul Watsn var handtekinn hér á landi og því þarf að fara með mál hans hér á landi, bæði hjá lögreglu og fyrir dómstólum,“ segir hún. Paul Watson var handtekinn við höfnina í Nuuk þann 21. júlí síðastliðinn á grundvelli alþjóðlegrar handtökuskipunar sem gefin var út af japönskum stjórnvöldum árið 2012 vegna aðildar hans á árás á japanskan hvalveiðibát í suðurskautinu. Síðan þá hefur hann sætt gæsluvarðhaldi í Nuuk og verður honum haldið þar í það minnsta til fimmta september vegna áhyggja um að hann flýi land, sem hann gerði síðast þegar hann var handtekinn í Þýskalandi fyrir nokkrum árum síðan. Drægi varla úr áhuga fjölmiðla á málinu Naaja Nathanielsen segir það að flytja Watson í danska fangageymslu hafa í för með sér mikinn kostnað fyrir grænlenska ríkið. „Ef hann yrði fluttur í danska fangageymslu þyrfti að flytja hann fram og til baka á milli Danmerkur og Grænlands í hvert skipti sem réttarhöld fara fram þar serm lögsagan er á Grænlandi,“ segir hún. „Slík atburðarás mun varla verða til þess að draga úr áhuga fjölmiðla á málinu. Þannig mun formaður Naleraq-flokksins varla fá sínu framgengt með því að koma Paul Watson fyrir í dönsku fangelsi á meðan málið fer sinn farveg,“ segir Naaja Nathanielsen dómsmálaráðherra Grænlands.
Grænland Hvalveiðar Umhverfismál Tengdar fréttir Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. 15. ágúst 2024 14:01 Frakklandsforseti blandar sér í mál hvalavinarins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur hvatt dönsk yfirvöld til þess að framselja ekki hinn bandarísk-kanadíska umhverfis- og aðgerðarsinna Paul Watson í hendur Japönum. Paul sætir gæsluvarðhaldi á Grænlandi eftir að hafa verið handtekinn við höfnina í Nuuk á sunnudaginn síðasta. 24. júlí 2024 13:41 Umhverfisaðgerðarsinni og Íslandsóvinur handtekinn á Grænlandi Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd var í morgun handtekinn í höfninni í Nuuk á Grænlandi en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefið út á hendur honum vegna aðgerða hans í þágu umhverfisverndar. 21. júlí 2024 15:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. 15. ágúst 2024 14:01
Frakklandsforseti blandar sér í mál hvalavinarins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur hvatt dönsk yfirvöld til þess að framselja ekki hinn bandarísk-kanadíska umhverfis- og aðgerðarsinna Paul Watson í hendur Japönum. Paul sætir gæsluvarðhaldi á Grænlandi eftir að hafa verið handtekinn við höfnina í Nuuk á sunnudaginn síðasta. 24. júlí 2024 13:41
Umhverfisaðgerðarsinni og Íslandsóvinur handtekinn á Grænlandi Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd var í morgun handtekinn í höfninni í Nuuk á Grænlandi en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefið út á hendur honum vegna aðgerða hans í þágu umhverfisverndar. 21. júlí 2024 15:37