Nýir þættir á Vísi í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. ágúst 2024 13:48 Baráttan um Bandaríkin verða sýndir á Vísi fram að forsetakosningunum 5. nóvember næstkomandi. Vísir/Vilhelm Á morgun fer í loftið Baráttan um Bandaríkin, nýr þáttur á Vísi um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, sem fara fram 5. nóvember næstkomandi. Það er óhætt að segja að fólk fylgist vel með þróun mála vestanhafs, enda afar tvísýnt um úrslit, ekki síst eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti ákvað að stíga til hliðar og styðja Kamölu Harris sem forsetaefni Demókrataflokksins. Samkvæmt spá New York Times, þar sem teknar eru saman niðurstöður nýjustu skoðanakannana, nýtur Harris nú stuðnings 49 prósent kjósenda en Donald Trump 47 prósent. Ef horft er til barátturíkjanna sex myndi Harris bera sigur úr býtum í Wisconsin og Michigan en Trump í Nevada og Georgíu. Harris og Trump eru hnífjöfn í Pennsylvaníu og Arizona en Harris þarf að taka Pennsylvaníu og að minnsta kosti tvö önnur ríki til að vinna á meðan það myndi duga Trump að taka Pennsylvaníu og Georgíu. Þetta er að því gefnu að úrslitin í öðrum ríkjum falli eins og líkur standa til. Margt getur gerst á 74 dögum Landsþing Demókrataflokksins stendur nú yfir og lýkur í kvöld, þar sem Harris mun stíga á svið og biðla til kjósenda. Hún og varaforsetaefnið hennar, ríkisstjórinn Tim Walz, hafa notið mikils meðbyrs síðustu vikur en Barack Obama, Bill Clinton og ýmsir sérfræðingar hafa varað við því að enn sé langt í land. Trump og varaforsetaefni hans, öldungadeildarþingmaðurinn J.D. Vance, njóta enda gríðarlegs stuðnings meðal stórra hópa kjósenda, sem þykja þeir hafa verið hunsaðir og vanræktir. Kandídatarnir, staðan og framhaldið verða til umræðu í Baráttan um Bandaríkin, sem sýndur verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 13 á morgun. Umsjón hefur Hólmfríður Gísladóttir blaðamaður en gestur verður Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og almannatengill. Bandaríkin Baráttan um Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Þjálfari Walz“ hvatti Demókrata til dáða Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. 22. ágúst 2024 08:30 Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. 21. ágúst 2024 11:35 „78 ára milljarðamæringur sem hefur ekki hætt að væla um vandamálin sín“ Barack og Michelle Obama, Bernie Sanders og nokkrir háttsettir Repúblikanar voru meðal þeirra sem komu fram á landsþingi Demókrataflokksins í gær. 21. ágúst 2024 07:28 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Það er óhætt að segja að fólk fylgist vel með þróun mála vestanhafs, enda afar tvísýnt um úrslit, ekki síst eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti ákvað að stíga til hliðar og styðja Kamölu Harris sem forsetaefni Demókrataflokksins. Samkvæmt spá New York Times, þar sem teknar eru saman niðurstöður nýjustu skoðanakannana, nýtur Harris nú stuðnings 49 prósent kjósenda en Donald Trump 47 prósent. Ef horft er til barátturíkjanna sex myndi Harris bera sigur úr býtum í Wisconsin og Michigan en Trump í Nevada og Georgíu. Harris og Trump eru hnífjöfn í Pennsylvaníu og Arizona en Harris þarf að taka Pennsylvaníu og að minnsta kosti tvö önnur ríki til að vinna á meðan það myndi duga Trump að taka Pennsylvaníu og Georgíu. Þetta er að því gefnu að úrslitin í öðrum ríkjum falli eins og líkur standa til. Margt getur gerst á 74 dögum Landsþing Demókrataflokksins stendur nú yfir og lýkur í kvöld, þar sem Harris mun stíga á svið og biðla til kjósenda. Hún og varaforsetaefnið hennar, ríkisstjórinn Tim Walz, hafa notið mikils meðbyrs síðustu vikur en Barack Obama, Bill Clinton og ýmsir sérfræðingar hafa varað við því að enn sé langt í land. Trump og varaforsetaefni hans, öldungadeildarþingmaðurinn J.D. Vance, njóta enda gríðarlegs stuðnings meðal stórra hópa kjósenda, sem þykja þeir hafa verið hunsaðir og vanræktir. Kandídatarnir, staðan og framhaldið verða til umræðu í Baráttan um Bandaríkin, sem sýndur verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 13 á morgun. Umsjón hefur Hólmfríður Gísladóttir blaðamaður en gestur verður Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og almannatengill.
Bandaríkin Baráttan um Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Þjálfari Walz“ hvatti Demókrata til dáða Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. 22. ágúst 2024 08:30 Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. 21. ágúst 2024 11:35 „78 ára milljarðamæringur sem hefur ekki hætt að væla um vandamálin sín“ Barack og Michelle Obama, Bernie Sanders og nokkrir háttsettir Repúblikanar voru meðal þeirra sem komu fram á landsþingi Demókrataflokksins í gær. 21. ágúst 2024 07:28 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
„Þjálfari Walz“ hvatti Demókrata til dáða Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. 22. ágúst 2024 08:30
Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. 21. ágúst 2024 11:35
„78 ára milljarðamæringur sem hefur ekki hætt að væla um vandamálin sín“ Barack og Michelle Obama, Bernie Sanders og nokkrir háttsettir Repúblikanar voru meðal þeirra sem komu fram á landsþingi Demókrataflokksins í gær. 21. ágúst 2024 07:28