Lögreglan kölluð til eftir að Íslendingur var „með kjaft“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. ágúst 2024 15:52 Lögreglan biðlar til vegfarenda að sýna lögreglumönnum og björgunarsveitarfólki tillitsemi. vísir/vilhelm Lögreglan var kölluð til við Reykjanesbrautina í dag eftir að Íslendingur hafði verið með skæting og dónaskap við björgunarsveitarfólk sem starfar þar í umboði lögreglunnar á Suðurnesjum við að stjórna umferð og tryggja öryggi við gosstöðvarnar. Þetta staðfestir Sigvaldi Arnar Lárusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi en hann segir að annars hafi löggæslustarf gengið eins og í sögu við gosstöðvarnar. Stöðvaði á miðjum vegi „Þetta voru Íslendingar með kjaft. Björgunarsveitarfólkið kallað þetta inn sérstaklega og óskaði eftir aðstoð lögreglu þarna. Það var bara eins og hann orðaði það verið að rífa kjaft við þá, þeir eru að reyna stýra umferð og sjá til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Þetta byrjaði þannig að það stoppaði einhver Íslendingur á miðjum vegi og fór úr bílnum sínum og var að taka ljósmyndir bara og stoppaði umferð. Þá fóru þeir að vísa honum út í kant og þá fór hann að rífa kjaft.“ Hann segir tvo lögreglubíla vera stadda þarna á Reykjanesbrautinni eins og er og að nokkrir lögreglumenn stýri nú umferð. Hann biðlar til ökumanna sem vilja leggja á Reykjanesbrautinni að vera tillitssamari. „Þetta hefur ekkert verið að trufla umferð þannig svo sem. Við tókum niður hámarkshraða á Reykjanesbrautinni á þessum þéttsetna kafla niður í 50. Bara svona til að tryggja öryggi þarna. Þetta hefur bara gengið mjög vel.“ Gróðureldar og gasmengun ekki til vandræða. Gist var í um 30 húsum í Grindavík í nótt og búið að opna fyrir umferð í bæinn fyrir þá sem eiga þangað erindi. Einnig er búið að opna í Bláa lónið og gistiheimilið Northern Light Inn. Spurður hvort að það sé einhver ástæða til að hafa áhyggjur af gróðureldum eða mengun á svæðinu svarar Sigvaldi því neitandi. „Þessir gróðureldar eru ekki miklir. Þetta er eitthvað en ekki mikið. Slökkviliðið ætlar ekkert að fara og slökkva í þessu, þetta er ekki svo mikið. Þeir eru með viðbragð í bænum. Þetta er pínulítil gasmengun sem er hérna. Það er engin lykt hérna en við vöktum þetta vel. Það má alveg benda á það svo að fólk átti sig á því að þessi gönguleið þarna, það er erfitt að labba þetta. Það er hundleiðinlegt yfirferðar þetta hraun.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Þetta staðfestir Sigvaldi Arnar Lárusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi en hann segir að annars hafi löggæslustarf gengið eins og í sögu við gosstöðvarnar. Stöðvaði á miðjum vegi „Þetta voru Íslendingar með kjaft. Björgunarsveitarfólkið kallað þetta inn sérstaklega og óskaði eftir aðstoð lögreglu þarna. Það var bara eins og hann orðaði það verið að rífa kjaft við þá, þeir eru að reyna stýra umferð og sjá til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Þetta byrjaði þannig að það stoppaði einhver Íslendingur á miðjum vegi og fór úr bílnum sínum og var að taka ljósmyndir bara og stoppaði umferð. Þá fóru þeir að vísa honum út í kant og þá fór hann að rífa kjaft.“ Hann segir tvo lögreglubíla vera stadda þarna á Reykjanesbrautinni eins og er og að nokkrir lögreglumenn stýri nú umferð. Hann biðlar til ökumanna sem vilja leggja á Reykjanesbrautinni að vera tillitssamari. „Þetta hefur ekkert verið að trufla umferð þannig svo sem. Við tókum niður hámarkshraða á Reykjanesbrautinni á þessum þéttsetna kafla niður í 50. Bara svona til að tryggja öryggi þarna. Þetta hefur bara gengið mjög vel.“ Gróðureldar og gasmengun ekki til vandræða. Gist var í um 30 húsum í Grindavík í nótt og búið að opna fyrir umferð í bæinn fyrir þá sem eiga þangað erindi. Einnig er búið að opna í Bláa lónið og gistiheimilið Northern Light Inn. Spurður hvort að það sé einhver ástæða til að hafa áhyggjur af gróðureldum eða mengun á svæðinu svarar Sigvaldi því neitandi. „Þessir gróðureldar eru ekki miklir. Þetta er eitthvað en ekki mikið. Slökkviliðið ætlar ekkert að fara og slökkva í þessu, þetta er ekki svo mikið. Þeir eru með viðbragð í bænum. Þetta er pínulítil gasmengun sem er hérna. Það er engin lykt hérna en við vöktum þetta vel. Það má alveg benda á það svo að fólk átti sig á því að þessi gönguleið þarna, það er erfitt að labba þetta. Það er hundleiðinlegt yfirferðar þetta hraun.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21