Hið heilaga laufblað Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 25. ágúst 2024 12:32 Nú þegar ágúst mánuður kveður okkur með norðan kulda og úrkomu sjáum við svo gjörla hvernig náttúran lútir örlögum sínum . Laufblöðin feykjast til í vindinum sem detta af og fölna og bíða þess sem verða vill. Yllirinn í garðinum mínum er jafnvel farinn að lúta höfði og fella blöðin en hann er sá fyrsti vorboði sem gleður okkur þegar við sjáum hann opna laufin sín á vorin og er þar dagamunur à. Já laufblöð hafa þann eiginleika að fölna, detta af trjánum, visna og deyja að hausti. Nú berast fréttir frá Kirkjugörðum Reykjavíkur að vegna fjölmenningar og breyttrar samfélagsgerðar hafi þau tekið krossinn, merki krists úr lógói sínu og sett þar laufblað í staðinn. Jafnvel standi til að breyta nafni þeirra og taka orðið kirkja út, því það séu margir sem eru jarðsettir á þeirra vegum sem standa utan trúfélaga eða tilheyra öðrum trúarbrögðum eða engum og því sé kirkja í nafni kirkjugarðanna og krossinn í merki þeirra ekki lengur viðeigandi. Mér leikur forvitni á að vita hverjum datt þessi vitleysa í hug. Þessi ákvörðun hlýtur að hafa hlotið málefnalega umfjöllun í stjórn Kirkjugarða Reykjavíkur, en þar eiga önnur trúfélög og líf skoðunar félög fulltrúa. Þessu verður að breyta og það strax. Vissulega hefur okkar samfélag breyst hratt að undanförnu. Okkur hefur fjölgað um 25% á liðnum 15 árum. Við höfum tekið vel á móti verkafólki frá Póllandi og Austur Evrópu en þau eru flest kaþólsk myndi ég ætla og skammast sín ekkert fyrir krossinn. Einnig hafa flóttamenn frá Gasa og suður Ameríku flúið erfiðar aðstæður heima fyrir og sum þeirra tilbiðja Alla og er hálfmàninn þeirra tákn. Fjöldi þeirra sem kjósa að vera utan trúfélaga hefur margfaldast á liðnum áratug en hafa hingað til þegið kveðjustund við andlát og hvíla mörg í okkar fallegu kirkjugörðum þó fugl eða blóm hafi verið notað sem tákn t.d í andláts tilkynningum þeirra. Við höfum tekið myndarlega á móti erlendum nýbúum þó vissulega þurfi að skerpa það regluverk. En að detta í hug að afmá krossinn úr merki kirkjugarðanna og setja laufblað í staðinn sem fölnar og deyr er ekki í lagi. Við afmáum ekki okkar 1000 ára sögu til að þóknast öðrum sem velja aðra siði. Við stöndum með okkar sið og venjum. En hvað táknar krossinn fyrir okkur Íslendinga ? Hann prýðir þjóðfána okkar sem við förum sparlega með og sínum ávallt virðingu. Fyrir mér með mína barnatrú er krossinn sigurtàkn lífsins yfir dauðanum og minnir okkur á eilíft líf að lokinni jarðvist okkar hér. Sumar mæður byrja daginn à að gera krossmark yfir börnum sínum áður en þau eru klædd að morgni. Aðrir bera krossinn um hálsinn eða sem annað skart. Þau okkar sem sækja messur hefjum stundina á signingu og það kennum við fermingarbörnum og öðru ungu fólki í barnastarfi kirkjunnar. Vissulega var Kristur krossfestur á krossi sem var hryllileg aðferð þeirra tíma til að refsa og lífláta misyndismenn. En hann reis upp á þriðja degi og síðan þá hefur krossinn verið sigurtákn fyrir milljónir manna um allan heim. Sem bera hann stolt um hálsinn eða í öðru skarti og signa yfir sofandi börn í vöggu. Ég treysti því að þeir sem þora muni breyta þessu til fyrra horfs og standi með sinni trú þar sem krossinn er sigurmerki sem prýðir kirkjur og kirkjugarða landsins. Verum stolt af okkar arfleifð og siðum þó nýir straumar bætist við samfélag okkar. Krossinn er merki okkar sem teljumst vera kristin og hann fölnar ekki eða deyr líkt og laufblaðið. Þau sem sækja kirkju og fallega kirkjugarða landsins sem geyma ómissandi fólk vilja hafa krossinn, merki Krists þar um ókomna tíð. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Nú þegar ágúst mánuður kveður okkur með norðan kulda og úrkomu sjáum við svo gjörla hvernig náttúran lútir örlögum sínum . Laufblöðin feykjast til í vindinum sem detta af og fölna og bíða þess sem verða vill. Yllirinn í garðinum mínum er jafnvel farinn að lúta höfði og fella blöðin en hann er sá fyrsti vorboði sem gleður okkur þegar við sjáum hann opna laufin sín á vorin og er þar dagamunur à. Já laufblöð hafa þann eiginleika að fölna, detta af trjánum, visna og deyja að hausti. Nú berast fréttir frá Kirkjugörðum Reykjavíkur að vegna fjölmenningar og breyttrar samfélagsgerðar hafi þau tekið krossinn, merki krists úr lógói sínu og sett þar laufblað í staðinn. Jafnvel standi til að breyta nafni þeirra og taka orðið kirkja út, því það séu margir sem eru jarðsettir á þeirra vegum sem standa utan trúfélaga eða tilheyra öðrum trúarbrögðum eða engum og því sé kirkja í nafni kirkjugarðanna og krossinn í merki þeirra ekki lengur viðeigandi. Mér leikur forvitni á að vita hverjum datt þessi vitleysa í hug. Þessi ákvörðun hlýtur að hafa hlotið málefnalega umfjöllun í stjórn Kirkjugarða Reykjavíkur, en þar eiga önnur trúfélög og líf skoðunar félög fulltrúa. Þessu verður að breyta og það strax. Vissulega hefur okkar samfélag breyst hratt að undanförnu. Okkur hefur fjölgað um 25% á liðnum 15 árum. Við höfum tekið vel á móti verkafólki frá Póllandi og Austur Evrópu en þau eru flest kaþólsk myndi ég ætla og skammast sín ekkert fyrir krossinn. Einnig hafa flóttamenn frá Gasa og suður Ameríku flúið erfiðar aðstæður heima fyrir og sum þeirra tilbiðja Alla og er hálfmàninn þeirra tákn. Fjöldi þeirra sem kjósa að vera utan trúfélaga hefur margfaldast á liðnum áratug en hafa hingað til þegið kveðjustund við andlát og hvíla mörg í okkar fallegu kirkjugörðum þó fugl eða blóm hafi verið notað sem tákn t.d í andláts tilkynningum þeirra. Við höfum tekið myndarlega á móti erlendum nýbúum þó vissulega þurfi að skerpa það regluverk. En að detta í hug að afmá krossinn úr merki kirkjugarðanna og setja laufblað í staðinn sem fölnar og deyr er ekki í lagi. Við afmáum ekki okkar 1000 ára sögu til að þóknast öðrum sem velja aðra siði. Við stöndum með okkar sið og venjum. En hvað táknar krossinn fyrir okkur Íslendinga ? Hann prýðir þjóðfána okkar sem við förum sparlega með og sínum ávallt virðingu. Fyrir mér með mína barnatrú er krossinn sigurtàkn lífsins yfir dauðanum og minnir okkur á eilíft líf að lokinni jarðvist okkar hér. Sumar mæður byrja daginn à að gera krossmark yfir börnum sínum áður en þau eru klædd að morgni. Aðrir bera krossinn um hálsinn eða sem annað skart. Þau okkar sem sækja messur hefjum stundina á signingu og það kennum við fermingarbörnum og öðru ungu fólki í barnastarfi kirkjunnar. Vissulega var Kristur krossfestur á krossi sem var hryllileg aðferð þeirra tíma til að refsa og lífláta misyndismenn. En hann reis upp á þriðja degi og síðan þá hefur krossinn verið sigurtákn fyrir milljónir manna um allan heim. Sem bera hann stolt um hálsinn eða í öðru skarti og signa yfir sofandi börn í vöggu. Ég treysti því að þeir sem þora muni breyta þessu til fyrra horfs og standi með sinni trú þar sem krossinn er sigurmerki sem prýðir kirkjur og kirkjugarða landsins. Verum stolt af okkar arfleifð og siðum þó nýir straumar bætist við samfélag okkar. Krossinn er merki okkar sem teljumst vera kristin og hann fölnar ekki eða deyr líkt og laufblaðið. Þau sem sækja kirkju og fallega kirkjugarða landsins sem geyma ómissandi fólk vilja hafa krossinn, merki Krists þar um ókomna tíð. Höfundur er læknir.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar