Án valkvíða Vigfús Bjarni Albertsson og Sigfinnur Þorleifsson skrifa 25. ágúst 2024 13:33 Kynningafundir þeirra, sem gáfu kost á sér til biskupskjörs að loknu forvali, voru upplýsandi og málefnalegir. Öllum mátti þá vera ljóst að þar fóru þrír hæfileikaríkir og framsæknir einstaklingar, sem sómi er að, og það lofar góðu fyrir Þjóðkirkju Íslands. Þau sem þar áttu hlut að máli kveiktu áhuga meðal fólksins í landinu á kirkju, sem er reiðubúin til að mæta nýjum tímum og sinna fjölbreyttu samfélagi af kærleika og skilningi og fordómaleysi. Það er enginn vafi í okkar huga, sem ritum þessar línur, að nú er rík ástæða til að vera bjartsýnn á framtíð kirkjunnar og samfylgd hennar með þjóðinni. Í ljósi fyrrnefndra kynningafunda, af fyrri kynnum og vitnisburði þeirra sem vel þekkja til og að vel ígrunduðu máli, höfum við tveir vinir og samstarfsmenn til margra ára gert upp hug okkar, án valkvíða. Guðrún Karls Helgudóttir hefur margt til brunns að bera til að geta orðið góður biskup. Hún hefur staðið sig afskaplega vel í starfi sínu sem prestur, sem skiptir miklu máli, býr yfir mikilli reynslu í þjónustu við fólk og er góður og víðsýnn stjórnandi í stórum og lifandi söfnuði. Sé horft til framtíðar þá er sýn hennar á hlutverki kirkjunnar skýr. Guðrún vill treysta og auka tengslin við fólkið í landinu með boðun fagnaðarerindisins að leiðarljósi. Höfða til trúarinnar fordómalaus gagnvart ólíkum viðhorfum, umburðarlynd eins og þau eru gjarnan, sem vita sjálf hvar þau standa, byggja á slitgóðum arfi kynslóðanna og dýrmætri samfylgd kirkju og þjóðar um aldir. Þetta hyggst hún gera með framsæknum hætti, ekki í vörn og með aðgreiningu heldur af gleði, með opnum huga og með hag þeirra sem standa hallloka í lífinu í fyrirrúmi. Við leitum oft langt yfir skammt. Í erindi kirkjunnar er falinn fjársjóður, sem okkur er ætlað að miðla í anda Frelsarans. Þar fara saman boðun og þjónusta, sálgæsla og samfyld með fólki í gleði og sorg, tilætlunarlaus áheyrn og trúnaður. Við treystum Guðrúnu Karls Helgudóttur manna best til að standa vörð um þau verðmæti og miðla þeim áfram, sem fremst meðal jafningja í samfylgd kirkju og þjóðar. Megi okkur öllum farnast sem best í því góða og gefandi hlutverki. Höfundar greinar Vigfús Bjarni Albertsson er Forstöðumaður Sálgæslu og fjölskylduþjónustu kirkjunnar og Sigfinnur Þorleifsson er fyrrverandi sjúkrahúsprestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Kynningafundir þeirra, sem gáfu kost á sér til biskupskjörs að loknu forvali, voru upplýsandi og málefnalegir. Öllum mátti þá vera ljóst að þar fóru þrír hæfileikaríkir og framsæknir einstaklingar, sem sómi er að, og það lofar góðu fyrir Þjóðkirkju Íslands. Þau sem þar áttu hlut að máli kveiktu áhuga meðal fólksins í landinu á kirkju, sem er reiðubúin til að mæta nýjum tímum og sinna fjölbreyttu samfélagi af kærleika og skilningi og fordómaleysi. Það er enginn vafi í okkar huga, sem ritum þessar línur, að nú er rík ástæða til að vera bjartsýnn á framtíð kirkjunnar og samfylgd hennar með þjóðinni. Í ljósi fyrrnefndra kynningafunda, af fyrri kynnum og vitnisburði þeirra sem vel þekkja til og að vel ígrunduðu máli, höfum við tveir vinir og samstarfsmenn til margra ára gert upp hug okkar, án valkvíða. Guðrún Karls Helgudóttir hefur margt til brunns að bera til að geta orðið góður biskup. Hún hefur staðið sig afskaplega vel í starfi sínu sem prestur, sem skiptir miklu máli, býr yfir mikilli reynslu í þjónustu við fólk og er góður og víðsýnn stjórnandi í stórum og lifandi söfnuði. Sé horft til framtíðar þá er sýn hennar á hlutverki kirkjunnar skýr. Guðrún vill treysta og auka tengslin við fólkið í landinu með boðun fagnaðarerindisins að leiðarljósi. Höfða til trúarinnar fordómalaus gagnvart ólíkum viðhorfum, umburðarlynd eins og þau eru gjarnan, sem vita sjálf hvar þau standa, byggja á slitgóðum arfi kynslóðanna og dýrmætri samfylgd kirkju og þjóðar um aldir. Þetta hyggst hún gera með framsæknum hætti, ekki í vörn og með aðgreiningu heldur af gleði, með opnum huga og með hag þeirra sem standa hallloka í lífinu í fyrirrúmi. Við leitum oft langt yfir skammt. Í erindi kirkjunnar er falinn fjársjóður, sem okkur er ætlað að miðla í anda Frelsarans. Þar fara saman boðun og þjónusta, sálgæsla og samfyld með fólki í gleði og sorg, tilætlunarlaus áheyrn og trúnaður. Við treystum Guðrúnu Karls Helgudóttur manna best til að standa vörð um þau verðmæti og miðla þeim áfram, sem fremst meðal jafningja í samfylgd kirkju og þjóðar. Megi okkur öllum farnast sem best í því góða og gefandi hlutverki. Höfundar greinar Vigfús Bjarni Albertsson er Forstöðumaður Sálgæslu og fjölskylduþjónustu kirkjunnar og Sigfinnur Þorleifsson er fyrrverandi sjúkrahúsprestur.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar