Ég skil ekki Ævar Þór Benediktsson skrifar 26. ágúst 2024 08:00 Ég skil ekki. Ég skil ekki hvernig hægt er að senda fatlað, fárveikt barn á flótta af landi brott. Ég bara skil það ekki. Sama hvernig ég velti því fyrir mér. Reyni að sjá allar hliðar. Setja mig í spor þeirra sem ráða. Því ég stoppa alltaf á sömu staðreyndinni: Við erum að fara að senda fatlað barn á flótta, með lífshættulegan hrörnunarsjúkdóm, af landi brott. Og ég skil það ekki. Ég skil heldur ekki hvernig Ísland getur þanið út kassann á alþjóðavettvangi og sagst fara eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Því við gerum það augljóslega ekki. Sáttmálinn var lögfestur hér á landi árið 2013. Við kennum hann í skólum og förum yfir mikilvægi greinanna sem mynda sáttmálann. Ég hef sjálfur tekið þátt í gerð ótalmargra myndbanda á vegum UNICEF þar sem farið er ofan í saumana á þessum greinum. En þegar á reynir þá förum við ekki eftir sáttmálanum. Þessum sem var festur í lög, muniði? Ég skil ekki. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er 54 greinar. Fjölmargar þeirra eiga við í tilfelli Yazans, en kannski sérstaklega sú þriðja: „Það sem barninu er fyrir bestu.“ Þar segir: „Þegar fullorðnir taka ákvarðanir eiga þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Stjórnvöld eiga að tryggja að foreldrar verndi börn sín og gæti þeirra eða aðrir í þeirra stað þegar þörf er á. Stjórnvöld eiga að sjá til þess að fólk sem ábyrgt er fyrir börnum hafi hagsmuni þeirra alltaf að leiðarljósi og staðir sem ætlaðir eru börnum uppfylli einnig þær skyldur.“ Þetta skil ég. Þetta er ekki flókið. En það er nokkuð greinilegt að þau sem ráða skilja þetta ekki. Það er vitað að netið sem á að grípa Yazan á Spáni mun ekki halda. Þótt læknisaðstoð standi tæknilega séð til boða á Spáni er sú þjónusta einungis í boði fyrir útvalda á einkareknum sjúkrahúsum, sem foreldrar Yazans hafa ekki efni á. Sérfræðingar og læknar hafa bent á það, trekk í trekk, að það geti verið lífshættulegt fyrir hann að fara héðan. Að það sé barninu fyrir bestu að vera áfram hér. Samt á að flytja Yazan og fjölskyldu hans úr landi. Ég skil ekki. Ég skil heldur ekki frasann „einstök mál“. Þessi sem má ekki tjá sig um. Frasann sem er notaður eins og tromp þegar fer að glitta í manneskjuna á bak við nafnið í Excel-skjalinu. Frasann sem er notaður til að skamma fólk þegar við vogum okkur að spyrja út í martröðina sem Yazan og fjölskylda hans eru að ganga í gegnum. Ég skil ekki hvernig við sem þjóð (og já, ég skrifa „við“ og finnst það ógeðslegt, en þetta er samt sem áður í okkar nafni), við sem manneskjur, getum horfst í augu hvort við annað ef við ætlum að senda fatlað, veikt barn á flótta úr landi út í aðstæður sem munu að öllum líkindum rústa lífi þess. Ég skil ekki.Ég er ekki viss um að nokkur skilji. Yazan á heima hér. Höfundur er faðir, leikari, rithöfundur og sendiherra UNICEF á Íslandi. Samstöðufundur fyrir Yazan verður á Austurvelli, þriðjudaginn 27. ágúst, kl 17:00. Allar nánari upplýsingar má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ég skil ekki. Ég skil ekki hvernig hægt er að senda fatlað, fárveikt barn á flótta af landi brott. Ég bara skil það ekki. Sama hvernig ég velti því fyrir mér. Reyni að sjá allar hliðar. Setja mig í spor þeirra sem ráða. Því ég stoppa alltaf á sömu staðreyndinni: Við erum að fara að senda fatlað barn á flótta, með lífshættulegan hrörnunarsjúkdóm, af landi brott. Og ég skil það ekki. Ég skil heldur ekki hvernig Ísland getur þanið út kassann á alþjóðavettvangi og sagst fara eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Því við gerum það augljóslega ekki. Sáttmálinn var lögfestur hér á landi árið 2013. Við kennum hann í skólum og förum yfir mikilvægi greinanna sem mynda sáttmálann. Ég hef sjálfur tekið þátt í gerð ótalmargra myndbanda á vegum UNICEF þar sem farið er ofan í saumana á þessum greinum. En þegar á reynir þá förum við ekki eftir sáttmálanum. Þessum sem var festur í lög, muniði? Ég skil ekki. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er 54 greinar. Fjölmargar þeirra eiga við í tilfelli Yazans, en kannski sérstaklega sú þriðja: „Það sem barninu er fyrir bestu.“ Þar segir: „Þegar fullorðnir taka ákvarðanir eiga þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Stjórnvöld eiga að tryggja að foreldrar verndi börn sín og gæti þeirra eða aðrir í þeirra stað þegar þörf er á. Stjórnvöld eiga að sjá til þess að fólk sem ábyrgt er fyrir börnum hafi hagsmuni þeirra alltaf að leiðarljósi og staðir sem ætlaðir eru börnum uppfylli einnig þær skyldur.“ Þetta skil ég. Þetta er ekki flókið. En það er nokkuð greinilegt að þau sem ráða skilja þetta ekki. Það er vitað að netið sem á að grípa Yazan á Spáni mun ekki halda. Þótt læknisaðstoð standi tæknilega séð til boða á Spáni er sú þjónusta einungis í boði fyrir útvalda á einkareknum sjúkrahúsum, sem foreldrar Yazans hafa ekki efni á. Sérfræðingar og læknar hafa bent á það, trekk í trekk, að það geti verið lífshættulegt fyrir hann að fara héðan. Að það sé barninu fyrir bestu að vera áfram hér. Samt á að flytja Yazan og fjölskyldu hans úr landi. Ég skil ekki. Ég skil heldur ekki frasann „einstök mál“. Þessi sem má ekki tjá sig um. Frasann sem er notaður eins og tromp þegar fer að glitta í manneskjuna á bak við nafnið í Excel-skjalinu. Frasann sem er notaður til að skamma fólk þegar við vogum okkur að spyrja út í martröðina sem Yazan og fjölskylda hans eru að ganga í gegnum. Ég skil ekki hvernig við sem þjóð (og já, ég skrifa „við“ og finnst það ógeðslegt, en þetta er samt sem áður í okkar nafni), við sem manneskjur, getum horfst í augu hvort við annað ef við ætlum að senda fatlað, veikt barn á flótta úr landi út í aðstæður sem munu að öllum líkindum rústa lífi þess. Ég skil ekki.Ég er ekki viss um að nokkur skilji. Yazan á heima hér. Höfundur er faðir, leikari, rithöfundur og sendiherra UNICEF á Íslandi. Samstöðufundur fyrir Yazan verður á Austurvelli, þriðjudaginn 27. ágúst, kl 17:00. Allar nánari upplýsingar má finna hér.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar