Kæra samfélag Haraldur Freyr Gíslason skrifar 27. ágúst 2024 10:02 Í meira en 20 ár erum við búin að vera að segja ykkur að ef við ætlum að veita börnum gæðamenntun í leikskólum þurfum við að fjölga kennurum. Reglulega allt árið um kring segjum við ykkur að biðlistar í leikskóla munu ekki hverfa nema við fjölgum kennurum. Hvað þá að við náum að brúa hið alræmda bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Án kennara er enginn skóli. Við erum líka búin að segja ykkur margoft að lögum samkvæmt eigi 67% þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum að vera kennarar og hafa þar með leyfisbréf til kennslu. Hlutfallið í dag er hins vegar 24% en var fyrir 37% fyrir 10 árum. Þetta og aðeins þetta er leikskólavandinn sem ykkur er gjarnt að tala um. Við höfum gert allt sem að við getum gert til að fjölga kennurum. Staðan væri umtalsvert verri ef við hefðum ekki verið vakin og sofin yfir því verkefni undanfarna áratugi. Starfsmannavelta er langminnst meðal kennara af því starfsfólki sem sinnir uppeldi og menntun í leikskólum. Starfsmannavelta er bæði dýr og stöðugleiki í starfsmannahaldi hjá góðum kennurum er börnum dýrmætur. Nú, kæra samfélag. þegar þú áttar þig á því þetta haustið eins og önnur haust að langt því frá öll börn komast í nám í leikskóla þá biðjum við þig vinsamlega um að átta þig á hver er rót vandans. Ef við viljum betri menntun fyrir börn og viljum geta útrýmt biðlistum í leikskóla þá þurfum við að fjárfesta í kennurum. Það er staðreynd! Í stað þess eins og venjulega að við bendum á lausnirnar, biðjum við ykkur að hugsa hvaða lausnir eru líklegar til árangurs. Hvernig er best að fjárfesta í kennurum? Höfundur er formaður Félags leikskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Freyr Gíslason Leikskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í meira en 20 ár erum við búin að vera að segja ykkur að ef við ætlum að veita börnum gæðamenntun í leikskólum þurfum við að fjölga kennurum. Reglulega allt árið um kring segjum við ykkur að biðlistar í leikskóla munu ekki hverfa nema við fjölgum kennurum. Hvað þá að við náum að brúa hið alræmda bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Án kennara er enginn skóli. Við erum líka búin að segja ykkur margoft að lögum samkvæmt eigi 67% þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum að vera kennarar og hafa þar með leyfisbréf til kennslu. Hlutfallið í dag er hins vegar 24% en var fyrir 37% fyrir 10 árum. Þetta og aðeins þetta er leikskólavandinn sem ykkur er gjarnt að tala um. Við höfum gert allt sem að við getum gert til að fjölga kennurum. Staðan væri umtalsvert verri ef við hefðum ekki verið vakin og sofin yfir því verkefni undanfarna áratugi. Starfsmannavelta er langminnst meðal kennara af því starfsfólki sem sinnir uppeldi og menntun í leikskólum. Starfsmannavelta er bæði dýr og stöðugleiki í starfsmannahaldi hjá góðum kennurum er börnum dýrmætur. Nú, kæra samfélag. þegar þú áttar þig á því þetta haustið eins og önnur haust að langt því frá öll börn komast í nám í leikskóla þá biðjum við þig vinsamlega um að átta þig á hver er rót vandans. Ef við viljum betri menntun fyrir börn og viljum geta útrýmt biðlistum í leikskóla þá þurfum við að fjárfesta í kennurum. Það er staðreynd! Í stað þess eins og venjulega að við bendum á lausnirnar, biðjum við ykkur að hugsa hvaða lausnir eru líklegar til árangurs. Hvernig er best að fjárfesta í kennurum? Höfundur er formaður Félags leikskólakennara.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar