Bergrós þarf að eiga svakalegan sunnudag ætli hún á pall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2024 10:30 Bergrós Björnsdóttir hefur áður átt frábæran lokadag og nú þarf hún að endurtaka leikinn. @bergrosbjornsdottir Bergrós Björnsdóttir er í sjötta sæti fyrir síðasta daginn á heimsleikum unglinga í CrossFit en mótið fer fram um helgina í Bandaríkjunum. Bergrós er að keppa í flokki sextán til sautján ára en hún vann bronsverðlaun í þessum flokki á heimsleikunum í fyrra. Nú þarf okkar kona að eiga svakalegan lokadag ætli hún að komast aftur á verðlaunapallinn. Bergrós er með 265 stig eftir fyrstu fimm greinarnar en það eru þrjár greinar á síðasta deginum. Það eru því þrjú hundruð stig í pottinum ennþá. Selfyssingurinn er sextán stigum frá þriðja sætinu þar sem situr ríkjandi heimsmeistari Lucy McGonigle frá Írlandi. Það er mikil spenna því Bergrós er bara fimm stigum frá fimmta sætinu og átta stigum frá því fjórða. Efstar eru tvær bandarískar stelpur, Reese Littlewood (336 stig) er 71 stigi á undan Bergrósu og Elsie Larson (322) er 57 stigum á undan okkar konu. Littlewood fékk 196 stig út úr tveimur síðustu greinum og tók með því forystuna. Bergrós vann þriðju greinina og náði sjöunda sæti í fjórðu grein. Hún fékk því 64 prósent stiga sinna í þessum tveimur greinum en endaði síðan fjórtánda eða neðar í hinum þremur greinunum. Bergrós átti svakalega endurkomu á heimsleikunum í fyrra og þekkir það því vel að koma öflug inn á lokakaflanum. Vonandi tekst henni að endurtaka leikinn í dag. Ísland átti líka tvær konur á heimsleikum öldunga. Hjördís Ósk Óskarsdóttir frá Crossfit XY keppti í flokki 40 til 44 ára og í flokki 45-39 ára keppti Ingunn Lúðvíksdóttir frá Crossfit Sport. Ingunn endaði í fimmtánda sæti en Hjördís Ósk varð í 28. sæti. CrossFit Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Bergrós er að keppa í flokki sextán til sautján ára en hún vann bronsverðlaun í þessum flokki á heimsleikunum í fyrra. Nú þarf okkar kona að eiga svakalegan lokadag ætli hún að komast aftur á verðlaunapallinn. Bergrós er með 265 stig eftir fyrstu fimm greinarnar en það eru þrjár greinar á síðasta deginum. Það eru því þrjú hundruð stig í pottinum ennþá. Selfyssingurinn er sextán stigum frá þriðja sætinu þar sem situr ríkjandi heimsmeistari Lucy McGonigle frá Írlandi. Það er mikil spenna því Bergrós er bara fimm stigum frá fimmta sætinu og átta stigum frá því fjórða. Efstar eru tvær bandarískar stelpur, Reese Littlewood (336 stig) er 71 stigi á undan Bergrósu og Elsie Larson (322) er 57 stigum á undan okkar konu. Littlewood fékk 196 stig út úr tveimur síðustu greinum og tók með því forystuna. Bergrós vann þriðju greinina og náði sjöunda sæti í fjórðu grein. Hún fékk því 64 prósent stiga sinna í þessum tveimur greinum en endaði síðan fjórtánda eða neðar í hinum þremur greinunum. Bergrós átti svakalega endurkomu á heimsleikunum í fyrra og þekkir það því vel að koma öflug inn á lokakaflanum. Vonandi tekst henni að endurtaka leikinn í dag. Ísland átti líka tvær konur á heimsleikum öldunga. Hjördís Ósk Óskarsdóttir frá Crossfit XY keppti í flokki 40 til 44 ára og í flokki 45-39 ára keppti Ingunn Lúðvíksdóttir frá Crossfit Sport. Ingunn endaði í fimmtánda sæti en Hjördís Ósk varð í 28. sæti.
CrossFit Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira