„Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. september 2024 11:21 Einar Kárason gagnrýnir enn á ný úthlutunarnefnd listamannalaun. Nú eftir að hafa fengið boð um að vera matsmaður umsókna. Vísir/Vilhelm Einar Kárason gagnrýnir úthlutunarkerfi fyrir starfslaun listamanna og segir alla áherslu á sjálfa umsóknina frekar en listamanninn sem sækir um. Hann biðlar til Rithöfundarsambandsins að vinda ofan af „þessari mann- og listfjandsamlegu þvælu“. Einar skrifar um málið á Facebook-síðu sinni en birti þau fyrst á lokuðum hópi félaga Rithöfundasambandsins. Einar hefur áður lýst yfir óánægju sinni með fyrirkomulag listamannalauna, fyrst árið 2019 en hann fékk engin laun það árið og svo fyrir jól árið 2022 þegar honum gramdist hvað hann skyldi fá lítið þrátt fyrir að hafa gert skrif að ævistarfi sínu. Einar rifjar upp í upphafi pistilsins þegar umsóknarferli fyrir starfslaun listamannalauna var flutt til Rannís. Upp frá því hafi orðið allmikil breyting á úthlutunum að hans sögn. „Eldri og reyndari höfundar duttu skyndilega út, vegna þess að öll áhersla fór að verða á „gæði umsókna“ frekar en þeirra skrifa sem menn voru þekktir fyrir.“ Sem dæmi nefnir hann Gyrði Elíassyni sem var hafnað í síðustu úthlutun. Aldrei lesið „aðra eins steypu“ Einar segir að leitað hafi verið til sín um hvort mætti tilnefna hann sem kandídat í úthlutunarnefnd listamannalauna í annarri listgrein en þeirri sem hann iðkar helst en hann gefur ekki upp hver hún er. Honum hafi verið vel við samtökin sem höfðu samband við hann og því hafi hann tekið erindinu vel en viljað kynna sér málið. Í kjölfarið hafi verið sent til hans skjal frá Rannís sem heiti „Leiðbeiningar til úthlutunarnefnda.“ „Og aðra eins steypu hef ég aldrei lesið. Þvílíkur skrifræðisbragur, greinilega samsettur af fólki sem hefur enga tilfinningu fyrir því út á hvað listræn sköpun gengur,“ skrifar Einar. Öll áherslan sé á það hvernig umsóknin er unnin að sögn Einars, hvergi minnst á hvernig skuli metið hvað viðkomandi umsækjandi hafi áður gert eða hve oft. „Ji minn góður. Það setti að manni velgju og hroll,“ skrifar Einar og birtir sýnishorn af verklagsreglum matsmanna og nokkuð flóknu flokkunarkerfi þeirra. Rithöfundasambandið kói með „þvælukerfi“ Hann segist hafa talið það forgangsverkefni Rithöfundasambandsins að koma í veg fyrir að „svona þvælukerfi“ stjórni því hvernig skapandi höfundum séu búin skilyrði til áframhaldandi starfa. Honum sýnist þó að sambandið kói bara með og haldi námskeið til að aðlaga fólk að „þessari þvælu“. Einar segist ekki hafa sótt slík námskeið enda verið „meiripartinn launalaus fyrir vikið síðustu sex ár, þrátt fyrir að hafa gefið út sex bækur á því tímabili“. Honum hafi verið sagt að á námskeiðunum sé fólki meðal annars kennt að „sýna ekki hroka“ með því að svara ekki út í ystu æsar hvernig þeir muni starfa á komandi ári og að gott sé að umsækjendur séu „auðmjúkir“ gagnvart úthlutunarnefndinni. Hann veltir fyrir sér hvaða öðru fólki yrði boðið upp á svona skilyrði til að fá laun fyrir sína vinnu. Loks spyr hann forystu Rithöfundasambandsins „Er enginn vilji til að reyna að vinda ofan af þessari mann- og listfjandsamlegu þvælu?“ Illa hönnuð spennitreyja og yfirgengileg stjórnunarfræðavæðing Ýmsir menningarspekúlantar hafa lagt orð í belg við færslu Einars og taka þar flestir undir orð hans. „Þetta er tilraun, fyrirfram dauðadæmd, til þess gera úthlutun eins „hlutlæga“ og hægt er, rétt eins og í öðrum ferlum Rannís sem eru sama marki brenndar. Enginn skilningur á því að list lýtur öðrum lögmálum en raunvísindi. Ég hef röflað um þetta árum saman og held eins og þú að samstarfið við Rannís beri að endurskoða,“ skrifar Páll Valsson, rithöfundur og útgáfustjóri Bjarts. Egill Helgason lýsir úthlutuninni sem yfirgengilegri stjórnunarfræðavæðingu sem meti umsóknir eftir því hverjir eru snjallastir að senda inn umsóknir og gera fjárhagsáætlanir. „Já, þetta er illa hönnuð spennitreyja, segi ég af reynslu af að úthluta,“ segir Þorgeir Tryggvason gagnrýnandi og tónlistarmaður. Listamannalaun Bókmenntir Tengdar fréttir Einar Kárason úti í kuldanum við úthlutun listamannalauna Opinberað var í gær hverjir hljóta listamannalaun á þessu ári. Úthlutað var samtals 1.600 mánaðarlaunum. Umsækjendur voru 1.543 en úthlutun fá 358 listamenn. Margir sitja því eftir með sárt ennið. 12. janúar 2019 00:01 Bækur Gyrðis aldrei verið vinsælli Ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Dulstirni/Meðan glerið sefur er uppseld í helstu bókabúðum. Gyrðir hlaut ekki styrk úr launasjóði rithöfunda og bókin var ekki tilnefnd til bókmenntaverðlauna, en bóksali segir rithöfundinn aldrei hafa verið vinsælli. 23. desember 2023 18:45 Þessir fá listamannalaun 2024 Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutunar listamannalauna árið 2024. 4. desember 2023 14:06 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Einar skrifar um málið á Facebook-síðu sinni en birti þau fyrst á lokuðum hópi félaga Rithöfundasambandsins. Einar hefur áður lýst yfir óánægju sinni með fyrirkomulag listamannalauna, fyrst árið 2019 en hann fékk engin laun það árið og svo fyrir jól árið 2022 þegar honum gramdist hvað hann skyldi fá lítið þrátt fyrir að hafa gert skrif að ævistarfi sínu. Einar rifjar upp í upphafi pistilsins þegar umsóknarferli fyrir starfslaun listamannalauna var flutt til Rannís. Upp frá því hafi orðið allmikil breyting á úthlutunum að hans sögn. „Eldri og reyndari höfundar duttu skyndilega út, vegna þess að öll áhersla fór að verða á „gæði umsókna“ frekar en þeirra skrifa sem menn voru þekktir fyrir.“ Sem dæmi nefnir hann Gyrði Elíassyni sem var hafnað í síðustu úthlutun. Aldrei lesið „aðra eins steypu“ Einar segir að leitað hafi verið til sín um hvort mætti tilnefna hann sem kandídat í úthlutunarnefnd listamannalauna í annarri listgrein en þeirri sem hann iðkar helst en hann gefur ekki upp hver hún er. Honum hafi verið vel við samtökin sem höfðu samband við hann og því hafi hann tekið erindinu vel en viljað kynna sér málið. Í kjölfarið hafi verið sent til hans skjal frá Rannís sem heiti „Leiðbeiningar til úthlutunarnefnda.“ „Og aðra eins steypu hef ég aldrei lesið. Þvílíkur skrifræðisbragur, greinilega samsettur af fólki sem hefur enga tilfinningu fyrir því út á hvað listræn sköpun gengur,“ skrifar Einar. Öll áherslan sé á það hvernig umsóknin er unnin að sögn Einars, hvergi minnst á hvernig skuli metið hvað viðkomandi umsækjandi hafi áður gert eða hve oft. „Ji minn góður. Það setti að manni velgju og hroll,“ skrifar Einar og birtir sýnishorn af verklagsreglum matsmanna og nokkuð flóknu flokkunarkerfi þeirra. Rithöfundasambandið kói með „þvælukerfi“ Hann segist hafa talið það forgangsverkefni Rithöfundasambandsins að koma í veg fyrir að „svona þvælukerfi“ stjórni því hvernig skapandi höfundum séu búin skilyrði til áframhaldandi starfa. Honum sýnist þó að sambandið kói bara með og haldi námskeið til að aðlaga fólk að „þessari þvælu“. Einar segist ekki hafa sótt slík námskeið enda verið „meiripartinn launalaus fyrir vikið síðustu sex ár, þrátt fyrir að hafa gefið út sex bækur á því tímabili“. Honum hafi verið sagt að á námskeiðunum sé fólki meðal annars kennt að „sýna ekki hroka“ með því að svara ekki út í ystu æsar hvernig þeir muni starfa á komandi ári og að gott sé að umsækjendur séu „auðmjúkir“ gagnvart úthlutunarnefndinni. Hann veltir fyrir sér hvaða öðru fólki yrði boðið upp á svona skilyrði til að fá laun fyrir sína vinnu. Loks spyr hann forystu Rithöfundasambandsins „Er enginn vilji til að reyna að vinda ofan af þessari mann- og listfjandsamlegu þvælu?“ Illa hönnuð spennitreyja og yfirgengileg stjórnunarfræðavæðing Ýmsir menningarspekúlantar hafa lagt orð í belg við færslu Einars og taka þar flestir undir orð hans. „Þetta er tilraun, fyrirfram dauðadæmd, til þess gera úthlutun eins „hlutlæga“ og hægt er, rétt eins og í öðrum ferlum Rannís sem eru sama marki brenndar. Enginn skilningur á því að list lýtur öðrum lögmálum en raunvísindi. Ég hef röflað um þetta árum saman og held eins og þú að samstarfið við Rannís beri að endurskoða,“ skrifar Páll Valsson, rithöfundur og útgáfustjóri Bjarts. Egill Helgason lýsir úthlutuninni sem yfirgengilegri stjórnunarfræðavæðingu sem meti umsóknir eftir því hverjir eru snjallastir að senda inn umsóknir og gera fjárhagsáætlanir. „Já, þetta er illa hönnuð spennitreyja, segi ég af reynslu af að úthluta,“ segir Þorgeir Tryggvason gagnrýnandi og tónlistarmaður.
Listamannalaun Bókmenntir Tengdar fréttir Einar Kárason úti í kuldanum við úthlutun listamannalauna Opinberað var í gær hverjir hljóta listamannalaun á þessu ári. Úthlutað var samtals 1.600 mánaðarlaunum. Umsækjendur voru 1.543 en úthlutun fá 358 listamenn. Margir sitja því eftir með sárt ennið. 12. janúar 2019 00:01 Bækur Gyrðis aldrei verið vinsælli Ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Dulstirni/Meðan glerið sefur er uppseld í helstu bókabúðum. Gyrðir hlaut ekki styrk úr launasjóði rithöfunda og bókin var ekki tilnefnd til bókmenntaverðlauna, en bóksali segir rithöfundinn aldrei hafa verið vinsælli. 23. desember 2023 18:45 Þessir fá listamannalaun 2024 Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutunar listamannalauna árið 2024. 4. desember 2023 14:06 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Einar Kárason úti í kuldanum við úthlutun listamannalauna Opinberað var í gær hverjir hljóta listamannalaun á þessu ári. Úthlutað var samtals 1.600 mánaðarlaunum. Umsækjendur voru 1.543 en úthlutun fá 358 listamenn. Margir sitja því eftir með sárt ennið. 12. janúar 2019 00:01
Bækur Gyrðis aldrei verið vinsælli Ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Dulstirni/Meðan glerið sefur er uppseld í helstu bókabúðum. Gyrðir hlaut ekki styrk úr launasjóði rithöfunda og bókin var ekki tilnefnd til bókmenntaverðlauna, en bóksali segir rithöfundinn aldrei hafa verið vinsælli. 23. desember 2023 18:45
Þessir fá listamannalaun 2024 Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutunar listamannalauna árið 2024. 4. desember 2023 14:06