Hart barist á hundruð milljóna jólamarkaði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. september 2024 15:02 Það verður nóg að gera hjá ansi mörgum um jólin. Vísir „IceGuys jólatónleikarnir eru orðnir þeir stærstu í lýðveldissögunni,“ sagði Máni Pétursson skipuleggjandi jólatónleika IceGuys í Laugardalshöll hróðugur fyrr í vikunni eftir að nítján þúsund miðar seldust á tónleikana. Það er stór fullyrðing, enda eru tónleikarnir langt frá því að vera einu jólatónleikar ársins. Hart er barist á hundruð milljóna jólamarkaði þar sem framboðið hefur aldrei verið eins mikið. Auglýsingar vegna jólatónleika herja nú á landsmenn, byrjuðu flestar í ágúst þó einni hafi verið laumað í loftið þann 1. júní. Fréttastofu telst til að í hið minnsta sjö stórtónleikar séu skipulagðir í desember þar sem enn fleiri tónlistarmenn, grínistar og annarskonar listamenn munu koma fram. Þá er miðasalan ekki einu sinni hafin á eina þekktustu jólatónleika landsins, Jólagesti Björgvins sem nú fara fram í síðasta sinn, og ekki heldur á jólatónleika Baggalúts. Ljóst er af fréttum af sölunni, meðal annars af sölu á tónleika IceGuys í Laugardalshöll þar sem nítján þúsund manns keyptu miða, að tekjurnar af jólatónleikum í ár hlaupa á milljónum króna. Vísir tók púlsinn á nokkrum listamönnum og fékk að heyra hvernig þeir eru stemmdir og hvort samkeppnin sé farin að hafa áhrif, hvort sem er á innkomuna eða keppnisskapið? Enginn rígur Friðrik Ómar hefur sungið á jólatónleikum um margra ára skeið, allt frá árinu 1997. Síðustu ár hefur hann verið með eigin jólatónleika en heldur í fyrsta skipti sameiginlega tónleika undir merkjum Vitringanna 3 með félögum sínum þeim Jógvani Hansen og Eyþóri Inga. „Mér fannst bara kominn tími á smá breytingar,“ segir Friðrik í samtali við Vísi um hina nýju tónleika. Hann segir viðbrögðin hafa verið framar vonum, tíu þúsund miðar seldir og tuttugu sýningar framundan hið minnsta. Friðrik segir engan ríg að finna á milli þeirra félaga og keppinautanna. „Ekki í okkar herbúðum að minnsta kosti. við erum bara að pæla í því sem við erum að gera en ekki því sem aðrir eru að gera. Maður er ekkert að bera sig saman við nokkurn skapaðan mann. En þetta er náttúrulega bara bissness, það er að sjálfsögðu samkeppni, sem betur fer. You win some you lose some, sum ár eru góð og sum ekki. Við erum allavega á góðri siglingu!“ Vitringarnir 3 eru ekkert að spá í öðrum. Þekkjast allir í bransanum „Ég er bara mjög vel stefnd í ár,“ segir kanónan Sigga Beinteinsdóttir sem heldur í ár sína fimmtándu jólatónleika. Hún segir tónleikana verða sérlega veglega í ár í tilefni af þessum tímamótum þar sem saman koma geggjaðir söngvarar og grínistar. „Ég er mjög ánægð með viðtökurnar hingað til. Það er náttúrulega ekki alveg að marka þetta núna, salan fór af stað hjá mér núna fyir helgi og jólasalan ekki byrjuð af alvöru,“ segir Sigga. Hún segir það hárrétt að það hafi aldrei verið eins margir jólatónleikar í boði. „Það virðist vera orðin hefðin hjá svo mörgum. Fólk vill fara á eina eða jafnvel tvenna jólatónleika á hverju ári og svo eru þeir líka allir svo flottir og svo veglegir. Ég er til dæmis með níu manna hljómsveit,“ segir Sigga. Sigga er líklega mesti reynsluboltinn á vettvangi jólatónleikanna í ár.Vísir/Hulda Margrét Hún bætir því við að hún hafi fengið til liðs við sig fjölbreyttan hóp gesta. Þar á meðal Borgardætur sem ekki hafa komið saman í sjö ár. Sigga segir þær líklega skemmtilegustu konur Íslands. Þá verður Diddú líka og alvöru skemmtikraftar á borð við Helgu Braga og Bjarna töframann. Sigga segir engan ríg að finna á milli tónlistarmannanna þrátt fyrir harðnandi samkeppni. „Það þekkjast náttúrulega allir í þessum bransa. Þannig það er enginn rígur og allir eru vinir. Það styðja allir hvern annan og allir vilja að allt gangi vel hjá öllum. Ég finn til dæmis gríðarlegan meðbyr í ár.“ Telur Frostrósir geta lifað með IceGuys Margrét Eir Hönnudóttir stendur í ár fyrir jólatónleikum Frostrósa í Eldborg í Hörpu og í Hofi á Akureyri ásamt þeim Heru Björk Þórhallsdóttur og Dísellu Lárusdóttur eftir að hafa endurvakið Frostrósir í fyrra. „Við erum mjög vel stefndar. Við Hera höfðum fyrir tónleikana í fyrra haft okkar tónleika í sitthvoru lagi. Ég hafði verið heima í Hafnarfirði en okkur fannst eins og það vantaði þessa týpu af tónleikum,“ segir Margrét Eir í samtali við Vísi. Hún segist ekki endilega telja að framboðið af jólatónleikum í ár sé meira en síðustu ár. „Það hefur verið mikið undanfarin ár. Manni finnst þetta bara alltaf svo mikið því þetta dynur á manni þegar maður er búinn að vera í sumarfríi, svo fer veturinn allt í einu að nálgast og þá finnst manni þetta aldrei hafa verið eins mikið.“ Margrét segir hlæjandi að fólk vilji skipuleggja sig með dágóðum fyrirvara. Hún finni fyrir því sjálf í starfi sínu sem kórstýra. „Það er ótrúlegt hvað fólk getur verið upptekið. Fólk er til dæmis að kaupa miða á Oasis sem er ekki fyrr en á næsta ári.“ Margrét og Hera verða með Frostrósir í ár og nú bætist Dísella Lárusdóttir í hópinn. Hún segir framboðið af jólatónleikum svo fjölbreytt þannig að það sé eiginlega ekki inni í myndinni að það skapist einhver rígur milli manna. „Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Hvað er það sem þig langar að gera? Held það borgi sig einmitt frekar að við séum að peppa hvort annað af því að það eru allir svo trylltir í að gera eitthvað skemmtilegt í desember.“ Margrét nefnir að líklega sé markhópur strákanna í IceGuys sem halda nú sína fyrstu jólatónleika allt annar en Frostrósa. „Svo eru það Baggalútur, Friðrik Ómar og miklu fleiri. Fyrir utan alla þessa litlu tónleika. Við fengum svo ömurlegt sumar að við eigum skilið að skemmta okkur í vetur.“ Velgengni annarra opnar dyr fyrir alla Rapparinn Emmsjé Gauti fær Julevenner í heimsókn en í ár er áttunda árið sem Gauti heldur sýninguna. Nú fer hún fram í glænýju íþróttahúsi ÍR-inga í Breiðholti, hverfinu þar sem Gauti ólst upp. „Við höfum aldrei farið eins hratt og vel af stað,“ segir Gauti í samtali við Vísi. Hann segir muninn nú og undanfarin ár vera þann að nú geti hann boðið upp á mun stærri sýningu en undanfarin ár með tilkomu hins glænýja íþróttahúss ÍR. Þá séu tónleikarnir ekki eins nálægt jólum og undanfarin ár. Hann segist hafa merkt það að það sé meira um að vera í ár hvað varðar jólatónleika en áður. „En ég man að fyrir nokkrum árum síðan var þetta svona líka. Það var offramboð af jólatónleikum en svo virðist þetta alltaf sigtast út, það sem er gott heldur áfram og það sem virkar ekki það deyr út,“ segir Gauti. Hann segir ljóst að það sé gríðarleg eftirspurn eftir miðum á jólatónleika en segir ljóst að framboðið sé mjög fjölbreytt. „Til dæmis eins og með IceGuys sem eru nýkomnir á markaðinn. Jú jú ég finn alveg fyrir því að IceGuys fóru í sölu í dag, enda eiga þeir allt gott skilið fyrir að byggja upp þetta sturlaða brand, en á sama tíma er eðli viðburðanna allt annað. IceGuys eru með standandi poppstjörnu gigg á meðan við erum með sitjandi jólasýningu, eða tja, jóla og ekki jóla,“ segir Gauti hlæjandi. Hann segist löngu vera búinn að kasta öllum ríg fyrir róða. „Ég man að þegar maður var að byrja, var aðeins yngri og meira í egóinu, að maður var kannski abbó þegar einhverjum gekk vel. En svo er maður fyrir löngu búinn að átta sig á að það er nóg af velgengni fyrir alla,“ segir Gauti. Hann segir þetta ekki bara eiga við um jólatónleika. „Því stærri sem einhver artisti verður, því meira platform opnast fyrir aðra. Ég vil bara að sem flestir hlusti á tónlist og fari á tónleika. Þetta á ekki bara við um jólagigg, heldur bara almennt tónleika og menningu í heild sinni.“ Enginn úti í sal, allir uppi á sviði Bragi Valdimar Skúlason og félagar í Baggalúti eru hvergi bangnir en í ár er átjánda árið í röð sem þeir munu halda jólatónleika, fjórtánda skiptið í Háskólabíó. Bragi segir fjölbreytt framboð jólatónleika gríðarlega jákvætt skref en á Facebook síðu sinni varar sveitin þó áhorfendur við eftirlíkingum. „Það er aðallega grín að okkur sjálfum,“ segir Bragi hlæjandi í samtali við Vísi. „Við erum að reyna að halda í það að við séum toppurinn á tilverunni, sjáum hvernig það gengur. Það er auðvitað bara geggjað að sjá hvað það er margt í boði og maður heldur með bransanum,“ segir Bragi. Félagarnir í Baggalúti eru öllum hnútum kunnugir þegar það kemur að jólatónleikum. Hann bætir því við að hver sé með sína hillu. „Ég efast til dæmis um að við séum að bítast mikið um sömu gesti og IceGuys og svo er það auðvitað standöppið, hátíðlegu tónleikarnir í kirkjunum og margt fleira,“ segir Bragi. Hann segir Baggalút þó hafa rekið sig á það að það sé orðið erfitt að fá gesti á tónleikana, samkeppnin sé orðin svo mikil. „Það eru einhvern veginn allir þegar komnir með gigg. Ég held að Bó hafi sagt að það er enginn eftir úti í sal, það eru allir á sviðinu,“ segir Bragi léttur í bragði. Bragi segir félagana í Baggalút bratta fyrir tónleikum ársins. „En þetta hefur verið ekkert eðlilega fljótt að líða. Við erum sjálfir að fatta það bara hvað við erum búnir að vera lengi að þessu og samt erum við bara rétt að byrja!“ Háar upphæðri í húfi Ljóst er að miklir fjármunir eru í húfi hjá tónlistarfólki sem leggur mikið undir í jólamánuðinum. Miðaverð á tónleikana er sjaldnast undir tíu þúsund krónum og fer hæst í tæplega nítján þúsund krónum á Jólagestum Björgvins. Seljist vel á skipulagða tónleika er líklega um að ræða fjögur til fimm hundruð milljónir í tekjur af miðasölu samanlagt. Þá bætast við tekjur af veitingasölu á tónleikunum og af varningi sem verður til sölu á einhverjum þeirra. Veltan er svo enn meiri enda liggur heilmikill kostnaður í skipulagningu tónleikanna. Fjöldi hljóðfæraleikara, tónlistarmanna og tæknifólks kemur að tónleikum auk þess sem leiga á húsnæði kostar skildinginn. Þá fer fjarri að í þessari grein séu taldir til allir jólatónleikar ársins þótt hér sé tæpt á þeim stærstu. Daði Freyr ætlar að stela jólunum í tvígang í Gamla bíói. Jón Ólafs, Ragga Gísla og Jónas Sig ætla að hafa það næs í Salnum í Kópavogi. Guðrún Árný verður í Víðistaðakirkju og lengi mætti telja. Miklu er til tjaldað og einhverjir munu koma einstaklega vel út fjárhagslega en aðrir ekki. En það er bara þessi jól. Það koma alltaf næstu jól. Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Sjá meira
Auglýsingar vegna jólatónleika herja nú á landsmenn, byrjuðu flestar í ágúst þó einni hafi verið laumað í loftið þann 1. júní. Fréttastofu telst til að í hið minnsta sjö stórtónleikar séu skipulagðir í desember þar sem enn fleiri tónlistarmenn, grínistar og annarskonar listamenn munu koma fram. Þá er miðasalan ekki einu sinni hafin á eina þekktustu jólatónleika landsins, Jólagesti Björgvins sem nú fara fram í síðasta sinn, og ekki heldur á jólatónleika Baggalúts. Ljóst er af fréttum af sölunni, meðal annars af sölu á tónleika IceGuys í Laugardalshöll þar sem nítján þúsund manns keyptu miða, að tekjurnar af jólatónleikum í ár hlaupa á milljónum króna. Vísir tók púlsinn á nokkrum listamönnum og fékk að heyra hvernig þeir eru stemmdir og hvort samkeppnin sé farin að hafa áhrif, hvort sem er á innkomuna eða keppnisskapið? Enginn rígur Friðrik Ómar hefur sungið á jólatónleikum um margra ára skeið, allt frá árinu 1997. Síðustu ár hefur hann verið með eigin jólatónleika en heldur í fyrsta skipti sameiginlega tónleika undir merkjum Vitringanna 3 með félögum sínum þeim Jógvani Hansen og Eyþóri Inga. „Mér fannst bara kominn tími á smá breytingar,“ segir Friðrik í samtali við Vísi um hina nýju tónleika. Hann segir viðbrögðin hafa verið framar vonum, tíu þúsund miðar seldir og tuttugu sýningar framundan hið minnsta. Friðrik segir engan ríg að finna á milli þeirra félaga og keppinautanna. „Ekki í okkar herbúðum að minnsta kosti. við erum bara að pæla í því sem við erum að gera en ekki því sem aðrir eru að gera. Maður er ekkert að bera sig saman við nokkurn skapaðan mann. En þetta er náttúrulega bara bissness, það er að sjálfsögðu samkeppni, sem betur fer. You win some you lose some, sum ár eru góð og sum ekki. Við erum allavega á góðri siglingu!“ Vitringarnir 3 eru ekkert að spá í öðrum. Þekkjast allir í bransanum „Ég er bara mjög vel stefnd í ár,“ segir kanónan Sigga Beinteinsdóttir sem heldur í ár sína fimmtándu jólatónleika. Hún segir tónleikana verða sérlega veglega í ár í tilefni af þessum tímamótum þar sem saman koma geggjaðir söngvarar og grínistar. „Ég er mjög ánægð með viðtökurnar hingað til. Það er náttúrulega ekki alveg að marka þetta núna, salan fór af stað hjá mér núna fyir helgi og jólasalan ekki byrjuð af alvöru,“ segir Sigga. Hún segir það hárrétt að það hafi aldrei verið eins margir jólatónleikar í boði. „Það virðist vera orðin hefðin hjá svo mörgum. Fólk vill fara á eina eða jafnvel tvenna jólatónleika á hverju ári og svo eru þeir líka allir svo flottir og svo veglegir. Ég er til dæmis með níu manna hljómsveit,“ segir Sigga. Sigga er líklega mesti reynsluboltinn á vettvangi jólatónleikanna í ár.Vísir/Hulda Margrét Hún bætir því við að hún hafi fengið til liðs við sig fjölbreyttan hóp gesta. Þar á meðal Borgardætur sem ekki hafa komið saman í sjö ár. Sigga segir þær líklega skemmtilegustu konur Íslands. Þá verður Diddú líka og alvöru skemmtikraftar á borð við Helgu Braga og Bjarna töframann. Sigga segir engan ríg að finna á milli tónlistarmannanna þrátt fyrir harðnandi samkeppni. „Það þekkjast náttúrulega allir í þessum bransa. Þannig það er enginn rígur og allir eru vinir. Það styðja allir hvern annan og allir vilja að allt gangi vel hjá öllum. Ég finn til dæmis gríðarlegan meðbyr í ár.“ Telur Frostrósir geta lifað með IceGuys Margrét Eir Hönnudóttir stendur í ár fyrir jólatónleikum Frostrósa í Eldborg í Hörpu og í Hofi á Akureyri ásamt þeim Heru Björk Þórhallsdóttur og Dísellu Lárusdóttur eftir að hafa endurvakið Frostrósir í fyrra. „Við erum mjög vel stefndar. Við Hera höfðum fyrir tónleikana í fyrra haft okkar tónleika í sitthvoru lagi. Ég hafði verið heima í Hafnarfirði en okkur fannst eins og það vantaði þessa týpu af tónleikum,“ segir Margrét Eir í samtali við Vísi. Hún segist ekki endilega telja að framboðið af jólatónleikum í ár sé meira en síðustu ár. „Það hefur verið mikið undanfarin ár. Manni finnst þetta bara alltaf svo mikið því þetta dynur á manni þegar maður er búinn að vera í sumarfríi, svo fer veturinn allt í einu að nálgast og þá finnst manni þetta aldrei hafa verið eins mikið.“ Margrét segir hlæjandi að fólk vilji skipuleggja sig með dágóðum fyrirvara. Hún finni fyrir því sjálf í starfi sínu sem kórstýra. „Það er ótrúlegt hvað fólk getur verið upptekið. Fólk er til dæmis að kaupa miða á Oasis sem er ekki fyrr en á næsta ári.“ Margrét og Hera verða með Frostrósir í ár og nú bætist Dísella Lárusdóttir í hópinn. Hún segir framboðið af jólatónleikum svo fjölbreytt þannig að það sé eiginlega ekki inni í myndinni að það skapist einhver rígur milli manna. „Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Hvað er það sem þig langar að gera? Held það borgi sig einmitt frekar að við séum að peppa hvort annað af því að það eru allir svo trylltir í að gera eitthvað skemmtilegt í desember.“ Margrét nefnir að líklega sé markhópur strákanna í IceGuys sem halda nú sína fyrstu jólatónleika allt annar en Frostrósa. „Svo eru það Baggalútur, Friðrik Ómar og miklu fleiri. Fyrir utan alla þessa litlu tónleika. Við fengum svo ömurlegt sumar að við eigum skilið að skemmta okkur í vetur.“ Velgengni annarra opnar dyr fyrir alla Rapparinn Emmsjé Gauti fær Julevenner í heimsókn en í ár er áttunda árið sem Gauti heldur sýninguna. Nú fer hún fram í glænýju íþróttahúsi ÍR-inga í Breiðholti, hverfinu þar sem Gauti ólst upp. „Við höfum aldrei farið eins hratt og vel af stað,“ segir Gauti í samtali við Vísi. Hann segir muninn nú og undanfarin ár vera þann að nú geti hann boðið upp á mun stærri sýningu en undanfarin ár með tilkomu hins glænýja íþróttahúss ÍR. Þá séu tónleikarnir ekki eins nálægt jólum og undanfarin ár. Hann segist hafa merkt það að það sé meira um að vera í ár hvað varðar jólatónleika en áður. „En ég man að fyrir nokkrum árum síðan var þetta svona líka. Það var offramboð af jólatónleikum en svo virðist þetta alltaf sigtast út, það sem er gott heldur áfram og það sem virkar ekki það deyr út,“ segir Gauti. Hann segir ljóst að það sé gríðarleg eftirspurn eftir miðum á jólatónleika en segir ljóst að framboðið sé mjög fjölbreytt. „Til dæmis eins og með IceGuys sem eru nýkomnir á markaðinn. Jú jú ég finn alveg fyrir því að IceGuys fóru í sölu í dag, enda eiga þeir allt gott skilið fyrir að byggja upp þetta sturlaða brand, en á sama tíma er eðli viðburðanna allt annað. IceGuys eru með standandi poppstjörnu gigg á meðan við erum með sitjandi jólasýningu, eða tja, jóla og ekki jóla,“ segir Gauti hlæjandi. Hann segist löngu vera búinn að kasta öllum ríg fyrir róða. „Ég man að þegar maður var að byrja, var aðeins yngri og meira í egóinu, að maður var kannski abbó þegar einhverjum gekk vel. En svo er maður fyrir löngu búinn að átta sig á að það er nóg af velgengni fyrir alla,“ segir Gauti. Hann segir þetta ekki bara eiga við um jólatónleika. „Því stærri sem einhver artisti verður, því meira platform opnast fyrir aðra. Ég vil bara að sem flestir hlusti á tónlist og fari á tónleika. Þetta á ekki bara við um jólagigg, heldur bara almennt tónleika og menningu í heild sinni.“ Enginn úti í sal, allir uppi á sviði Bragi Valdimar Skúlason og félagar í Baggalúti eru hvergi bangnir en í ár er átjánda árið í röð sem þeir munu halda jólatónleika, fjórtánda skiptið í Háskólabíó. Bragi segir fjölbreytt framboð jólatónleika gríðarlega jákvætt skref en á Facebook síðu sinni varar sveitin þó áhorfendur við eftirlíkingum. „Það er aðallega grín að okkur sjálfum,“ segir Bragi hlæjandi í samtali við Vísi. „Við erum að reyna að halda í það að við séum toppurinn á tilverunni, sjáum hvernig það gengur. Það er auðvitað bara geggjað að sjá hvað það er margt í boði og maður heldur með bransanum,“ segir Bragi. Félagarnir í Baggalúti eru öllum hnútum kunnugir þegar það kemur að jólatónleikum. Hann bætir því við að hver sé með sína hillu. „Ég efast til dæmis um að við séum að bítast mikið um sömu gesti og IceGuys og svo er það auðvitað standöppið, hátíðlegu tónleikarnir í kirkjunum og margt fleira,“ segir Bragi. Hann segir Baggalút þó hafa rekið sig á það að það sé orðið erfitt að fá gesti á tónleikana, samkeppnin sé orðin svo mikil. „Það eru einhvern veginn allir þegar komnir með gigg. Ég held að Bó hafi sagt að það er enginn eftir úti í sal, það eru allir á sviðinu,“ segir Bragi léttur í bragði. Bragi segir félagana í Baggalút bratta fyrir tónleikum ársins. „En þetta hefur verið ekkert eðlilega fljótt að líða. Við erum sjálfir að fatta það bara hvað við erum búnir að vera lengi að þessu og samt erum við bara rétt að byrja!“ Háar upphæðri í húfi Ljóst er að miklir fjármunir eru í húfi hjá tónlistarfólki sem leggur mikið undir í jólamánuðinum. Miðaverð á tónleikana er sjaldnast undir tíu þúsund krónum og fer hæst í tæplega nítján þúsund krónum á Jólagestum Björgvins. Seljist vel á skipulagða tónleika er líklega um að ræða fjögur til fimm hundruð milljónir í tekjur af miðasölu samanlagt. Þá bætast við tekjur af veitingasölu á tónleikunum og af varningi sem verður til sölu á einhverjum þeirra. Veltan er svo enn meiri enda liggur heilmikill kostnaður í skipulagningu tónleikanna. Fjöldi hljóðfæraleikara, tónlistarmanna og tæknifólks kemur að tónleikum auk þess sem leiga á húsnæði kostar skildinginn. Þá fer fjarri að í þessari grein séu taldir til allir jólatónleikar ársins þótt hér sé tæpt á þeim stærstu. Daði Freyr ætlar að stela jólunum í tvígang í Gamla bíói. Jón Ólafs, Ragga Gísla og Jónas Sig ætla að hafa það næs í Salnum í Kópavogi. Guðrún Árný verður í Víðistaðakirkju og lengi mætti telja. Miklu er til tjaldað og einhverjir munu koma einstaklega vel út fjárhagslega en aðrir ekki. En það er bara þessi jól. Það koma alltaf næstu jól.
Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið