Missti eiginkonu og fót í slysi en bar upp bónorð á ný í París Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 11:06 Alessandro Ossola fann ástina á ný hjá Arianna Mandaradoni sem var himinlifandi með bónorðið í París. Ítalski spretthlauparinn Alessandro Ossola bað kærustunnar sinnar strax eftir að hafa hlaupið 100 metra spretthlaup á Ólympíumóti fatlaðra í París, og hún sagði já. Ossola féll úr keppni í undankeppni hlaupsins, í fötlunarflokki 63 en í þeim flokki hlaupa keppendur sem hafa misst annan fótinn fyrir ofan hné. Eftir hlaupið fór hann beint til kærustu sinnar, Arianna Mandaradoni, sem fagnaði honum í stúkunni. Ossola kraup svo og spurði hvort hún vildi giftast sér, og það sást vel hve undrandi og ánægð Mandaradoni var áður en hún sagði: „Þú ert klikkaður!“ og bætti svo við: „Já!“ Special day at the Games! 💍😍🇮🇹 Alessandro Ossola took advantage of his competition to propose to his girlfriend. She said yes! 🥰Congratulazioni, Alessandro! ❤️#Paris2024 #love pic.twitter.com/0UB7BHYOJw— ALADIN UMAR VISUALS (@aladdinumar) September 3, 2024 Nýtrúlofaða parið kysstist svo fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda á hinum glæsilega Stade de France leikvangi. „Hún sagði bara: Þú ert klikkaður, þú ert klikkaður,“ sagði Ossola við BBC en hann var búinn að undirbúa sig og hafði keypt trúlofunarhring. „Ég var óheppinn í hlaupinu, komst ekki í úrslit og var mjög hryggur yfir því. En þremur mínútum síðar, lífið er bara það furðulegt, þá var ég orðinn mjög glaður. Ég keypti hringinn og var búinn að biðja vin minn um að láta mig fá hann eftir hlaupið. Ólympíumótið er ótrúleg keppni, stórkostlegur staður til að gera þetta á og hún var svo falleg,“ bætti Ossola við. Missti eiginkonu sína í slysinu Ossola hefur áður verið giftur en missti fyrri eiginkonu sína í hræðilegu mótorhjólaslysi árið 2015. Í sama slysi missti hann stærstan hluta vinstri fótleggjarins. Hann hefur viðurkennt að hafa aðeins séð myrkur eftir þetta, en hefur fundið hamingjuna að nýju með Mandaradoni sem hann kynntist fyrst árið 2019. „Sambandið okkar ýtir mér áfram. Stundum hefur hún meiri trú á mér en ég sjálfur og það er alveg magnað. „Þú getur þetta, þú munt komast lengra,“ segir hún. Þetta er eitthvað sem allir þurfa á að halda og ég vona að allir kynnist svona manneskju. Hún er félagi minn, að eilífu,“ sagði Ossola. Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Sjá meira
Ossola féll úr keppni í undankeppni hlaupsins, í fötlunarflokki 63 en í þeim flokki hlaupa keppendur sem hafa misst annan fótinn fyrir ofan hné. Eftir hlaupið fór hann beint til kærustu sinnar, Arianna Mandaradoni, sem fagnaði honum í stúkunni. Ossola kraup svo og spurði hvort hún vildi giftast sér, og það sást vel hve undrandi og ánægð Mandaradoni var áður en hún sagði: „Þú ert klikkaður!“ og bætti svo við: „Já!“ Special day at the Games! 💍😍🇮🇹 Alessandro Ossola took advantage of his competition to propose to his girlfriend. She said yes! 🥰Congratulazioni, Alessandro! ❤️#Paris2024 #love pic.twitter.com/0UB7BHYOJw— ALADIN UMAR VISUALS (@aladdinumar) September 3, 2024 Nýtrúlofaða parið kysstist svo fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda á hinum glæsilega Stade de France leikvangi. „Hún sagði bara: Þú ert klikkaður, þú ert klikkaður,“ sagði Ossola við BBC en hann var búinn að undirbúa sig og hafði keypt trúlofunarhring. „Ég var óheppinn í hlaupinu, komst ekki í úrslit og var mjög hryggur yfir því. En þremur mínútum síðar, lífið er bara það furðulegt, þá var ég orðinn mjög glaður. Ég keypti hringinn og var búinn að biðja vin minn um að láta mig fá hann eftir hlaupið. Ólympíumótið er ótrúleg keppni, stórkostlegur staður til að gera þetta á og hún var svo falleg,“ bætti Ossola við. Missti eiginkonu sína í slysinu Ossola hefur áður verið giftur en missti fyrri eiginkonu sína í hræðilegu mótorhjólaslysi árið 2015. Í sama slysi missti hann stærstan hluta vinstri fótleggjarins. Hann hefur viðurkennt að hafa aðeins séð myrkur eftir þetta, en hefur fundið hamingjuna að nýju með Mandaradoni sem hann kynntist fyrst árið 2019. „Sambandið okkar ýtir mér áfram. Stundum hefur hún meiri trú á mér en ég sjálfur og það er alveg magnað. „Þú getur þetta, þú munt komast lengra,“ segir hún. Þetta er eitthvað sem allir þurfa á að halda og ég vona að allir kynnist svona manneskju. Hún er félagi minn, að eilífu,“ sagði Ossola.
Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Sjá meira